„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2022 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni um hugmyndir sem Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala, velti upp í gær um hvort að fjármunum sem varið er í PCR-próf sé ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Áætlar Ragnar Freyr að kostnaður sýnatöku sé um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum. Ragnar Freyr sagði að prófin væru „að mestu leyti tekin á frísku fólki sem hafi litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu. „Já, en bíddu, það er ekki það sem málið snýst um,“ segir Þórólfur. „Málið snýst um að dreifa smitunum áfram þannig að við fáum miklu útbreiddara smit og fáum þá smit hjá þeim sem þurfa að leggjast inn.“ Er þetta ekki dæmi um það að vísindamenn eru ekkert sammála um hvernig best sé aðgera þetta og engin ein leið sú rétta? „Jú, það eru margar leiðir í þessu en ég held að þetta sé ekki rétt hugsun hjá Ragnari. Ég held að það myndi enda þannig, ef við hættum þessu, þá myndum við fá meiri útbreiðslu í samfélagið, fá miklu fleiri smit og fá miklu fleiri innlagnir. Það eru um 0,5 prósent þeirra sem smitast sem leggjast inn og við myndum bara fá miklu fleiri innlagnir sem spítalinn myndi ekki ráða við. Og ég er ekki viss um að sá peningur myndi duga spítalanum til að eiga við þennan sjúkdóm. Ég held að Ragnar, eins og hann er nú fínn, ég held hafi nú ekki hugsað þetta nógu langt. Og ég heyrði nú í gær að yfirlæknir [Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans] tekur undir með mér í þessu.“ Vonar að Björn Rúnar hafi rétt fyrir sér Þórólfur var einnig spurður um orð Björn Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítala, sem sagðist telja að við værum á toppi bylgjunnar núnar og að við ættum eftir að sjá smittölur fara hratt niður næstu tvær vikurnar. „Ég vona að það reynist rétt hjá honum,“ segir Þórólfur. „Það er erfitt að segja. Við erum búin að vera núna með svipaðar tölur í dálítinn tíma og maður gælir við það hugmynd hvort að við séum komin á toppinn í þessu og hvort við förum þá að fara niður. Við fórum aðeins niður um helgina, en það er nú alltaf þannig. Við verðum því að sjá hvað næstu dagar segja. Ef við skoðum spálíkan Háskóla Íslands sem hefur reiknað þetta út, þá reikna þeir með að við verðum áfram með í kringum þúsund tilfelli á dag fram í seinni partinn í janúar. Þannig að menn verði á svipuðum nótum… En Björn Rúnar er bjartsýnn og það er bara fínt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni um hugmyndir sem Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala, velti upp í gær um hvort að fjármunum sem varið er í PCR-próf sé ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Áætlar Ragnar Freyr að kostnaður sýnatöku sé um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum. Ragnar Freyr sagði að prófin væru „að mestu leyti tekin á frísku fólki sem hafi litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu. „Já, en bíddu, það er ekki það sem málið snýst um,“ segir Þórólfur. „Málið snýst um að dreifa smitunum áfram þannig að við fáum miklu útbreiddara smit og fáum þá smit hjá þeim sem þurfa að leggjast inn.“ Er þetta ekki dæmi um það að vísindamenn eru ekkert sammála um hvernig best sé aðgera þetta og engin ein leið sú rétta? „Jú, það eru margar leiðir í þessu en ég held að þetta sé ekki rétt hugsun hjá Ragnari. Ég held að það myndi enda þannig, ef við hættum þessu, þá myndum við fá meiri útbreiðslu í samfélagið, fá miklu fleiri smit og fá miklu fleiri innlagnir. Það eru um 0,5 prósent þeirra sem smitast sem leggjast inn og við myndum bara fá miklu fleiri innlagnir sem spítalinn myndi ekki ráða við. Og ég er ekki viss um að sá peningur myndi duga spítalanum til að eiga við þennan sjúkdóm. Ég held að Ragnar, eins og hann er nú fínn, ég held hafi nú ekki hugsað þetta nógu langt. Og ég heyrði nú í gær að yfirlæknir [Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans] tekur undir með mér í þessu.“ Vonar að Björn Rúnar hafi rétt fyrir sér Þórólfur var einnig spurður um orð Björn Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítala, sem sagðist telja að við værum á toppi bylgjunnar núnar og að við ættum eftir að sjá smittölur fara hratt niður næstu tvær vikurnar. „Ég vona að það reynist rétt hjá honum,“ segir Þórólfur. „Það er erfitt að segja. Við erum búin að vera núna með svipaðar tölur í dálítinn tíma og maður gælir við það hugmynd hvort að við séum komin á toppinn í þessu og hvort við förum þá að fara niður. Við fórum aðeins niður um helgina, en það er nú alltaf þannig. Við verðum því að sjá hvað næstu dagar segja. Ef við skoðum spálíkan Háskóla Íslands sem hefur reiknað þetta út, þá reikna þeir með að við verðum áfram með í kringum þúsund tilfelli á dag fram í seinni partinn í janúar. Þannig að menn verði á svipuðum nótum… En Björn Rúnar er bjartsýnn og það er bara fínt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08