„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“ Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 11:59 Dagur B. Eggertsson vill verða borgarstjóri þriðja kjörtímabilið í röð. Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk. Varstu efins? „Ég hef alltaf gefið mér tíma til að velta því fyrir mér fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að halda áfram. Því mér finnst stjórnmálaþátttaka í eðli sínu vera tímabundið verkefni. Þannig að ég fór í gegnum þetta alveg frá grunni og ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hér má sjá viðtalið við borgarstjóra í heild: Meirihlutasamstarfið á kjörtímabilinu með Pírötum, Vinstri grænum og Viðreisn hafi gengið vel og fái það umboð til að sitja áfram sér Dagur fyrir sér að endurtaka leikinn. „Ég held að þetta geti orðið hörð barátta en ég býst við að hún verði líka stutt og snörp. Það er stutt frá Alþingiskosningum og kannski erum við að fara að sjá borgarstjórnarslag sem verður kannski fyrst og fremst eftir páska og fram á vor. En í mínum huga er kosningabarátta alltaf skemmtileg og spennandi.“ Eyþór Arnalds hyggst ekki halda áfram fyrir Sjálfstæðisflokk en Hildur Björnsdóttir sækist eftir því að verða oddviti. „Ég hef ákveðið að blanda mér ekkert í innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar ljóst að þetta verður sjöundi nýi oddvitinn sem ekki hefur farið í tvennar kosningar hjá sjálfstæðisflokknum nú í vor. Það verður bara að koma í ljós hver það verður. Mín ákvörðun snýst alla vega engan veginn um það, heldur framtíð borgarinnar,“ segir Dagur. Aðspurður segir Dagur heilsuna góða, en hann greindist með fylgigigt fyrir nokkrum árum. „Já, sem betur fer með hjálp læknavísindanna, þá er ég á mínum lyfjum. Það hefur gengið vel undanfarin ár. Þannig að það er bara hugur í mér. Fullur af orku,“ segir Dagur. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Varstu efins? „Ég hef alltaf gefið mér tíma til að velta því fyrir mér fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að halda áfram. Því mér finnst stjórnmálaþátttaka í eðli sínu vera tímabundið verkefni. Þannig að ég fór í gegnum þetta alveg frá grunni og ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hér má sjá viðtalið við borgarstjóra í heild: Meirihlutasamstarfið á kjörtímabilinu með Pírötum, Vinstri grænum og Viðreisn hafi gengið vel og fái það umboð til að sitja áfram sér Dagur fyrir sér að endurtaka leikinn. „Ég held að þetta geti orðið hörð barátta en ég býst við að hún verði líka stutt og snörp. Það er stutt frá Alþingiskosningum og kannski erum við að fara að sjá borgarstjórnarslag sem verður kannski fyrst og fremst eftir páska og fram á vor. En í mínum huga er kosningabarátta alltaf skemmtileg og spennandi.“ Eyþór Arnalds hyggst ekki halda áfram fyrir Sjálfstæðisflokk en Hildur Björnsdóttir sækist eftir því að verða oddviti. „Ég hef ákveðið að blanda mér ekkert í innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar ljóst að þetta verður sjöundi nýi oddvitinn sem ekki hefur farið í tvennar kosningar hjá sjálfstæðisflokknum nú í vor. Það verður bara að koma í ljós hver það verður. Mín ákvörðun snýst alla vega engan veginn um það, heldur framtíð borgarinnar,“ segir Dagur. Aðspurður segir Dagur heilsuna góða, en hann greindist með fylgigigt fyrir nokkrum árum. „Já, sem betur fer með hjálp læknavísindanna, þá er ég á mínum lyfjum. Það hefur gengið vel undanfarin ár. Þannig að það er bara hugur í mér. Fullur af orku,“ segir Dagur.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18