Nær 90 prósent framlaga Íslands í þágu jafnréttismála Heimsljós 10. janúar 2022 13:40 Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna er sett í öndvegi í þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023. Ísland er í öðru sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samkvæmt úttekt þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) fara tæplega 90 prósent framlaga Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu til verkefna sem stuðla að kynjajafnrétti. Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu, styðji við jafnrétti kynjanna og bæti stöðu stúlkna og kvenna. Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna er sett í öndvegi í þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 og er sett fram sem sérstakt markmið auk þess sem lögð verður frekari áhersla á samþættingu kynjasjónarmiða í verkefni og framlög til þróunarsamvinnu. Í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví, Úganda og Síerra Leóne hafa kynjasjónarmið til að mynda verið samþætt í verkefni á sviði mæðra- og ungbarnaheilsu, menntamála, vatns- og hreinlætismála og friðar- og öryggismála. Í úttekt þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) yfir fjármögnun í þágu kynjajafnréttis og valdeflingu kvenna fyrir árið 2021 kemur fram að framlög í þágu jafnréttismála í tvíhliða þróunarsamvinnu hafa hækkað jafnt og þétt undanfarin ár og hafa aldrei verið hærri. Á árunum 2018-2019 fóru um 44,5 prósent framlaga DAC ríkjanna í verkefni sem stuðla að kynjajafnrétti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Jafnréttismál Malaví Úganda Síerra Leóne Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent
Ísland er í öðru sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samkvæmt úttekt þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) fara tæplega 90 prósent framlaga Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu til verkefna sem stuðla að kynjajafnrétti. Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu, styðji við jafnrétti kynjanna og bæti stöðu stúlkna og kvenna. Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna er sett í öndvegi í þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 og er sett fram sem sérstakt markmið auk þess sem lögð verður frekari áhersla á samþættingu kynjasjónarmiða í verkefni og framlög til þróunarsamvinnu. Í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví, Úganda og Síerra Leóne hafa kynjasjónarmið til að mynda verið samþætt í verkefni á sviði mæðra- og ungbarnaheilsu, menntamála, vatns- og hreinlætismála og friðar- og öryggismála. Í úttekt þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) yfir fjármögnun í þágu kynjajafnréttis og valdeflingu kvenna fyrir árið 2021 kemur fram að framlög í þágu jafnréttismála í tvíhliða þróunarsamvinnu hafa hækkað jafnt og þétt undanfarin ár og hafa aldrei verið hærri. Á árunum 2018-2019 fóru um 44,5 prósent framlaga DAC ríkjanna í verkefni sem stuðla að kynjajafnrétti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Jafnréttismál Malaví Úganda Síerra Leóne Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent