Sport

Íslenskur strákur fékk boð í eitt sterkasta Taekwondo-landslið heims

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leo Speight fékk boð um að keppa fyrir hönd eins sterkasta landsliðs heims í Taekwondo.
Leo Speight fékk boð um að keppa fyrir hönd eins sterkasta landsliðs heims í Taekwondo.

Íslenski Taekwondo-kappinn Leo Speight hefur fengið boð um að flytja til Manchester á Englandi og vera þar partur af breska landsliðinu í íþróttinni.

Faðir hans greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, en þar kemur fram að Leo muni flytja til Manchester og vera þar í fullri vinnu sem afreksíþróttamaður.

Þá kemur einnig fram að Leo hafi óvænt verið boðaður í úrtökur í byrjun október þar sem hann fékk að sýna hvað í sér býr fyrir framan þjálfara og framkvæmdarstjóra breska landsliðsins.

Í kjölfarið á því hafi hann svo verið boðaður aftur út þar sem hann tók þátt í svokölluðu „Boot Camp“ þar sem fulltrúar landsliðsins gætu fylgst með honum æfa og keppa í þrjá daga.

Fljótlega eftir það hafi hann svo verið kallaður út í þriðja sinn þar sem hann gekkst undir læknisskoðun og nú síðasta laugardag hafi símtalið svo komið þar sem honum var tilkynnt að hann væri kominn í eitt sterkasta landslið heims sem hefur alið af sér fjöldan allan af heims- og ólympíuverðlaunahöfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×