Tiana Ósk „dustaði af sér rykið“ eftir meiðsli og fór vel af stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2022 15:31 Tiana Ósk Whitworth byrjaði keppnistímabilið og um leið árið vel. Instagram/@tianaaosk Frjálsíþróttaáhugafólk gladdist yfir endurkomu spretthlauparans Tiönu Óskar Whitworth inn á keppnisvöllinn á innanfélagsmóti Reykjavíkurfélagana um síðustu helgi. Það var ekki aðeins ánægjulegt að sjá Tiönu keppa heldur kom hún sterk til baka úr meiðslum. Tiana Ósk kom í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,54 sekúndum sem er þriðji besti tíminn hennar á ferlinum. Tiana á best 7,47 sekúndna hlaup frá 2018. „Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í viðtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia á sunnudaginn. Hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í tíu þúsund metra hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 mín. sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra. Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarssyni. View this post on Instagram A post shared by Tiana O sk (@tianaaosk) Frjálsar íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnars Arnarsonar Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Sjá meira
Það var ekki aðeins ánægjulegt að sjá Tiönu keppa heldur kom hún sterk til baka úr meiðslum. Tiana Ósk kom í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,54 sekúndum sem er þriðji besti tíminn hennar á ferlinum. Tiana á best 7,47 sekúndna hlaup frá 2018. „Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í viðtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia á sunnudaginn. Hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í tíu þúsund metra hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 mín. sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra. Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarssyni. View this post on Instagram A post shared by Tiana O sk (@tianaaosk)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnars Arnarsonar Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti
Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti