Íslenski boltinn

Finnskur formaður til Keflavíkur

Sindri Sverrisson skrifar
Nýr framkvæmdastjóri Keflvíkinga, Karl Magnússon, tekur í spaðann á Dani Hatakka sem byrjar að æfa með liðinu í dag.
Nýr framkvæmdastjóri Keflvíkinga, Karl Magnússon, tekur í spaðann á Dani Hatakka sem byrjar að æfa með liðinu í dag. Keflavík

Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn til liðs við Keflvíkinga. Þessi 27 ára gamli leikmaður kemur frá Honka í heimalandinu.

Hatakka á að baki leiki fyrir yngri landslið Finnlands. Hann hefur nær allan sinn feril leikið í Finnlandi, utan skamms tíma í Noregi.

Utan fótboltavallarins hefur Hatakka beitt sér í þágu leikmanna í gegnum leikmannasamtökin í Finnlandi, þar sem hann sat í stjórn og var svo kjörinn formaður í maí í fyrra.

Hatakka er þegar kominn til landsins ásamt unnustu sinni og fyrsta æfing hans með Keflavík er í dag.

Keflavík hefur áður fengið miðjumennina Sindra Snæ Magnússon frá ÍA og Erni Bjarnason frá Leikni, vinstri bakvörðinn Ásgeir Pál Magnússon frá Leikni Fáskrúðsfirði, og markverðina Ásgeir Orra Magnússon frá Njarðvík og Rúnar Gissurarson úr Reyni Sandgerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×