Sterkt bakland laðaði Söndru heim: „Skrýtið að vera allt í einu á núllpunkti“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2022 14:00 Sandra María Jessen fékk tilboð um að leika áfram með Leverkusen en er á leið heim til Akureyrar með þýskum kærasta sínum og fjögurra mánaða dóttur þeirra. Getty og Instagram/@sandram95 „Það er mjög góð tilfinning að vera að koma heim,“ segir Sandra María Jessen sem flytur aftur til Akureyrar á næstunni, nú með þýskan kærasta og nokkurra mánaða dóttur með sér, til að spila með Þór/KA í íslenska fótboltanum. Sandra varð Íslandsmeistari með Þór/KA árin 2012 og 2017, og besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2018 áður en hún gekk í raðir Leverkusen í Þýskalandi. Leverkusen hefur að sjálfsögðu staðið við bakið á Söndru í barneignaleyfinu og henni bauðst nýr samningur hjá félaginu. Sandra fékk sömuleiðis nokkur tilboð frá Íslandi og ákvað að halda heim til Akureyrar, þar sem foreldrar hennar búa og geta veitt nauðsynlegan stuðning. „Ég er búin að vera úti í þrjú ár núna og upplifa ýmislegt, læra og bæta mig helling. Ég eignaðist líka kærasta og barn og kem ríkari heim, og mjög spennt fyrir því sem er fram undan með Þór/KA. Þar er mikið uppbyggingarstarf fram undan, með flottri blöndu af mjög ungum og efnilegum stelpum, nóg af þeim, og okkur nokkrum aðeins eldri og útlendingum,“ segir Sandra. „Strax farin að sjá miklar framfarir í formi“ Sandra eignaðist dóttur 8. september sem ber nafnið Ella Ylví Küster. Ættarnafnið er frá Tom Luca, þýskum kærasta Söndru, sem hún segir spenntan fyrir að prófa líf í öðru landi. Sandra er ekki byrjuð á venjulegum fótboltaæfingum en reiknar með að gera það þegar fjölskyldan flytur til landsins, sennilega í mars. View this post on Instagram A post shared by SANDRA MARIA JESSEN (@sandram95) „Ég gaf mér góðan tíma eftir að ég átti hana, um það bil þrjá mánuði, í að einbeita mér að mér og Ellu, og aðlagast nýja hlutverkinu. Eftir það byrjaði ég strax að hreyfa mig, hlaupa og gera styrktaræfingar, uppbyggingaræfingar sem ég þarf að gera eftir meðgönguna. Ég er strax farin að sjá miklar framfarir í formi. Ég er ekki komin á þann stað sem ég vil vera á en þetta er allt á réttri leið. Þetta er skrýtið fyrir mig, því ég er sú týpa sem þarf mjög lítið að hafa fyrir því að vera í formi, að vera allt í einu á núllpunkti. En það er bara áskorun fyrir mig og þetta er allt að þróast vel. Ég er ekkert búin að fara í bolta enn og þarf að sjá til hvernig það gengur,“ segir Sandra. Fyrsti leikur Þórs/KA á komandi Íslandsmóti er gegn Breiðabliki í Kópavogi 27. apríl. „Ég reikna með að spila alla vega einhvern hluta undirbúningsímabilsins með liðinu, og fyrir tímabilið ætti maður að vera kominn í gott stand,“ segir Sandra. Samningsboð frá Leverkusen og áhugi fleiri íslenskra félaga Söndru bauðst að vera áfram hjá Leverkusen, eins og fyrr segir: „Það voru fleiri möguleikar. Ég fékk mjög góðan stuðning frá Leverkusen og félagið gerði allt hundrað prósent, eins og maður vill hafa þetta þegar konur eignast börn í fótbolta. Þau buðu mér svo nýjan samning og ætluðu að aðstoða við að finna leikskóla eða pössun fyrir Ellu á meðan að ég væri að æfa. Það var líka áhugi frá nokkrum félögum á Íslandi. Mér fannst mikilvægt, til þess að ég gæti sinnt fótboltanum algjörlega eins og ég vil, að hafa gott fólk í kringum mig og gott bakland. Það hef ég svo sannarlega á Akureyri með Þór/KA og fjölskylduna mína. Það var stór faktor í því að ég ákvað að fara til Íslands og til Þórs/KA en svo eru líka ótrúlega spennandi tímar hjá Þór/KA svo okkur fjölskyldunni leist vel á þetta,“ segir Sandra. Sandra María Jessen í leik með Leverkusen þar sem hún spilaði í þrjú ár.Getty/Ralf Treese „Langelst þarna eins og er“ Sandra gerði samning við Þór/KA sem gildir út tímabilið 2023. Auk hennar hefur Andrea Mist Pálsdóttir snúið aftur til félagsins, og Hulda Ósk Jónsdóttir verður með liðinu allt tímabilið eftir að hún lýkur háskólanámi í Bandaríkjunum í vor. Þó að Sandra verði ekki nema 27 ára síðar í þessum mánuði er hún mun eldri og reyndari en margir liðsfélaganna: „Maður er meðvitaður um að þurfa að nýta reynsluna og aldurinn, þar sem ég er nú langelst þarna eins og er, til að hjálpa leikmönnunum að þróast. Það er ný áskorun fyrir mig og skemmtilegt verkefni – að dreifa minni þekkingu og reyna að fá það mesta út úr stelpunum í kringum mig, svo að Þór/KA verði eins sterkt og mögulegt er næsta sumar.“ Sandra á að baki 31 A-landsleik og skoraði eitt af sex mörkum sínum fyrir landsliðið strax í fyrsta leiknum sumarið 2012, þá aðeins 17 ára gömul. Ísland er á leið á EM í Englandi næsta sumar en er það eitthvað sem að Sandra horfir til? „Í byrjun meðgöngunnar vildi ég setja mér það markmið að taka þátt á EM en þegar á leið og ég kynntist móðurhlutverkinu þá vildi ég verja eins miklum tíma með henni [Ellu] eins og hægt væri. Maður setti sér þá raunhæfari markmið; fyrst og fremst að koma sér á völlinn til að byrja með. Auðvitað er alltaf á bakvið eyrað að EM sé í sumar en það er líka svo mikið af góðum stelpum að koma inn í liðið núna að það er alls ekki sjálfsagt að maður sé með þó að maður sé kominn í stand. EM er þó alltaf á bakvið eyrað.“ Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Sandra varð Íslandsmeistari með Þór/KA árin 2012 og 2017, og besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2018 áður en hún gekk í raðir Leverkusen í Þýskalandi. Leverkusen hefur að sjálfsögðu staðið við bakið á Söndru í barneignaleyfinu og henni bauðst nýr samningur hjá félaginu. Sandra fékk sömuleiðis nokkur tilboð frá Íslandi og ákvað að halda heim til Akureyrar, þar sem foreldrar hennar búa og geta veitt nauðsynlegan stuðning. „Ég er búin að vera úti í þrjú ár núna og upplifa ýmislegt, læra og bæta mig helling. Ég eignaðist líka kærasta og barn og kem ríkari heim, og mjög spennt fyrir því sem er fram undan með Þór/KA. Þar er mikið uppbyggingarstarf fram undan, með flottri blöndu af mjög ungum og efnilegum stelpum, nóg af þeim, og okkur nokkrum aðeins eldri og útlendingum,“ segir Sandra. „Strax farin að sjá miklar framfarir í formi“ Sandra eignaðist dóttur 8. september sem ber nafnið Ella Ylví Küster. Ættarnafnið er frá Tom Luca, þýskum kærasta Söndru, sem hún segir spenntan fyrir að prófa líf í öðru landi. Sandra er ekki byrjuð á venjulegum fótboltaæfingum en reiknar með að gera það þegar fjölskyldan flytur til landsins, sennilega í mars. View this post on Instagram A post shared by SANDRA MARIA JESSEN (@sandram95) „Ég gaf mér góðan tíma eftir að ég átti hana, um það bil þrjá mánuði, í að einbeita mér að mér og Ellu, og aðlagast nýja hlutverkinu. Eftir það byrjaði ég strax að hreyfa mig, hlaupa og gera styrktaræfingar, uppbyggingaræfingar sem ég þarf að gera eftir meðgönguna. Ég er strax farin að sjá miklar framfarir í formi. Ég er ekki komin á þann stað sem ég vil vera á en þetta er allt á réttri leið. Þetta er skrýtið fyrir mig, því ég er sú týpa sem þarf mjög lítið að hafa fyrir því að vera í formi, að vera allt í einu á núllpunkti. En það er bara áskorun fyrir mig og þetta er allt að þróast vel. Ég er ekkert búin að fara í bolta enn og þarf að sjá til hvernig það gengur,“ segir Sandra. Fyrsti leikur Þórs/KA á komandi Íslandsmóti er gegn Breiðabliki í Kópavogi 27. apríl. „Ég reikna með að spila alla vega einhvern hluta undirbúningsímabilsins með liðinu, og fyrir tímabilið ætti maður að vera kominn í gott stand,“ segir Sandra. Samningsboð frá Leverkusen og áhugi fleiri íslenskra félaga Söndru bauðst að vera áfram hjá Leverkusen, eins og fyrr segir: „Það voru fleiri möguleikar. Ég fékk mjög góðan stuðning frá Leverkusen og félagið gerði allt hundrað prósent, eins og maður vill hafa þetta þegar konur eignast börn í fótbolta. Þau buðu mér svo nýjan samning og ætluðu að aðstoða við að finna leikskóla eða pössun fyrir Ellu á meðan að ég væri að æfa. Það var líka áhugi frá nokkrum félögum á Íslandi. Mér fannst mikilvægt, til þess að ég gæti sinnt fótboltanum algjörlega eins og ég vil, að hafa gott fólk í kringum mig og gott bakland. Það hef ég svo sannarlega á Akureyri með Þór/KA og fjölskylduna mína. Það var stór faktor í því að ég ákvað að fara til Íslands og til Þórs/KA en svo eru líka ótrúlega spennandi tímar hjá Þór/KA svo okkur fjölskyldunni leist vel á þetta,“ segir Sandra. Sandra María Jessen í leik með Leverkusen þar sem hún spilaði í þrjú ár.Getty/Ralf Treese „Langelst þarna eins og er“ Sandra gerði samning við Þór/KA sem gildir út tímabilið 2023. Auk hennar hefur Andrea Mist Pálsdóttir snúið aftur til félagsins, og Hulda Ósk Jónsdóttir verður með liðinu allt tímabilið eftir að hún lýkur háskólanámi í Bandaríkjunum í vor. Þó að Sandra verði ekki nema 27 ára síðar í þessum mánuði er hún mun eldri og reyndari en margir liðsfélaganna: „Maður er meðvitaður um að þurfa að nýta reynsluna og aldurinn, þar sem ég er nú langelst þarna eins og er, til að hjálpa leikmönnunum að þróast. Það er ný áskorun fyrir mig og skemmtilegt verkefni – að dreifa minni þekkingu og reyna að fá það mesta út úr stelpunum í kringum mig, svo að Þór/KA verði eins sterkt og mögulegt er næsta sumar.“ Sandra á að baki 31 A-landsleik og skoraði eitt af sex mörkum sínum fyrir landsliðið strax í fyrsta leiknum sumarið 2012, þá aðeins 17 ára gömul. Ísland er á leið á EM í Englandi næsta sumar en er það eitthvað sem að Sandra horfir til? „Í byrjun meðgöngunnar vildi ég setja mér það markmið að taka þátt á EM en þegar á leið og ég kynntist móðurhlutverkinu þá vildi ég verja eins miklum tíma með henni [Ellu] eins og hægt væri. Maður setti sér þá raunhæfari markmið; fyrst og fremst að koma sér á völlinn til að byrja með. Auðvitað er alltaf á bakvið eyrað að EM sé í sumar en það er líka svo mikið af góðum stelpum að koma inn í liðið núna að það er alls ekki sjálfsagt að maður sé með þó að maður sé kominn í stand. EM er þó alltaf á bakvið eyrað.“
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti