„Íbúar eru foxillir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 11:40 Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ bendir á að þegar kísilverið í Helguvík var starfandi hafi íbúar í nágrenninu þurft að leita sér læknisaðstoðar, sem þeir tengdu við starfsemi versins. Viðreisn/Vísir/Þorgils Forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ segir engan vilja fyrir því meðal íbúa að kísilverið í Helguvík verði endurræst. Slíkum fyrirætlunum verði ekki leyft fram að ganga. Fyrirætlanir PCC á Bakka liggja þó ekki fyrir en ljóst er að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar framkvæmdir, eigi að endurræsa kísilverið. Kjarninn greindi frá því í morgun að Arion banki og PCC SE, meirihlutaeigandi kísilversins á Bakka á Húsavík, hefðu undirritað viljayfirlýsingu varðandi möguleg kaup á kísilverinu í Helguvík. Kísilverinu var lokað árið 2017 eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemina vegna ítrekaðra bilana og kvartana íbúa í nágrenninu. Síðan þá hefur verið stefnt að því að selja kísilverið. Enginn samstarfsvilji Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir bæjarstjórn ekki vita hvað stendur í viljayfirlýsingunni en ef stefnt sé á endurræsingu myndi hún mæta verulegri andstöðu. „Íbúar eru foxillir yfir því að þetta sé að gerast, ég þori að fullyrða það,“ segir Guðbrandur. Hann trúi ekki öðru en að PCC á Bakka kynni sér stöðuna í Reykjanesbæ áður en lengra er haldið. „Þá er enginn samstarfsvilji hér á Suðurnesjum um það að þessi verksmiðja fari í gang aftur. Við sem samfélag munum berjast gegn því að verksmiðjan verði endurræst.“ „Íbúar urðu bara veikir“ Hann rifjar upp ástandið í bænum þegar kísilverið var starfandi. „Menn hafa verið að tala alltaf um ólykt en íbúar urðu bara veikir, margir þurftu að leita læknisaðstoðar. Einhverjir þurftu að fara inn á Landspítala, margir misstu röddina,“ segir Guðbrandur. „Það bara gengur ekki upp að menn geti viðhaft svona vinnubrögð gagnvart stóru samfélagi og við eigum bara að bíða og sjá hvort þessir hlutir heppnist.“ Fréttastofa hefur sent Rúnari Sigurpálssyni forstjóra PCC á Bakka fyrirspurn um mögulegar fyrirætlanir fyrirtækisins í Helguvík. Guðbrandur bendir á að kísilverið sé óstarfhæft í núverandi mynd. Til að endurræsa það þyrfti að fara í milljarðaframkvæmdir og deiliskipulagsbreytingar. Reykjanesbær Stóriðja Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í morgun að Arion banki og PCC SE, meirihlutaeigandi kísilversins á Bakka á Húsavík, hefðu undirritað viljayfirlýsingu varðandi möguleg kaup á kísilverinu í Helguvík. Kísilverinu var lokað árið 2017 eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemina vegna ítrekaðra bilana og kvartana íbúa í nágrenninu. Síðan þá hefur verið stefnt að því að selja kísilverið. Enginn samstarfsvilji Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir bæjarstjórn ekki vita hvað stendur í viljayfirlýsingunni en ef stefnt sé á endurræsingu myndi hún mæta verulegri andstöðu. „Íbúar eru foxillir yfir því að þetta sé að gerast, ég þori að fullyrða það,“ segir Guðbrandur. Hann trúi ekki öðru en að PCC á Bakka kynni sér stöðuna í Reykjanesbæ áður en lengra er haldið. „Þá er enginn samstarfsvilji hér á Suðurnesjum um það að þessi verksmiðja fari í gang aftur. Við sem samfélag munum berjast gegn því að verksmiðjan verði endurræst.“ „Íbúar urðu bara veikir“ Hann rifjar upp ástandið í bænum þegar kísilverið var starfandi. „Menn hafa verið að tala alltaf um ólykt en íbúar urðu bara veikir, margir þurftu að leita læknisaðstoðar. Einhverjir þurftu að fara inn á Landspítala, margir misstu röddina,“ segir Guðbrandur. „Það bara gengur ekki upp að menn geti viðhaft svona vinnubrögð gagnvart stóru samfélagi og við eigum bara að bíða og sjá hvort þessir hlutir heppnist.“ Fréttastofa hefur sent Rúnari Sigurpálssyni forstjóra PCC á Bakka fyrirspurn um mögulegar fyrirætlanir fyrirtækisins í Helguvík. Guðbrandur bendir á að kísilverið sé óstarfhæft í núverandi mynd. Til að endurræsa það þyrfti að fara í milljarðaframkvæmdir og deiliskipulagsbreytingar.
Reykjanesbær Stóriðja Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira