Íslenski boltinn

FH fær liðsstyrk úr Breiðholti

Sindri Sverrisson skrifar
Máni Austmann Hilmarsson á ferðinni í Kaplakrika sem nú er orðinn heimavöllur hans.
Máni Austmann Hilmarsson á ferðinni í Kaplakrika sem nú er orðinn heimavöllur hans. vísir/hulda margrét

Knattspyrnumaðurinn Máni Austmann Hilmarsson er genginn í raðir FH frá Leikni R. og hefur skrifað undir samning við Hafnarfjarðarfélagið sem gildir til næstu tveggja ára.

Máni er 23 ára gamall og uppalinn hjá Stjörnunni.i Hann hefur samtals leikið 32 leiki í efstu deild, með Stjörnunni, HK og Leikni en hann átti sinn þátt í því að koma Leikni upp úr Lengjudeildinni 2020 og halda liðinu uppi í fyrra. 

Þá hefur hann einnig leikið með ÍR í næstefstu deild og með liði Norður-Karólínu háskólans í bandaríska háskólaboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×