Óvissan er gríðarleg: „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2022 17:02 Jakob og Guðmundur Guðjónsson, veitingamenn á Matkránni. Aðsend Veitingamenn eru í mikilli óvissu varðandi hertar aðgerðir sem talið er líklegt að kynntar verða á morgun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en hann hefur talað um að hertra aðgerða sé þörf. „Maður er sannarlega órólegur yfir því,“ segir Jakob Jakobsson, lengi kenndur við Jómfrúna, sem rekur Matkrána í Hveragerði þessi dægrin. Óvissan sé mikil og eitthvað sem þessi smærri fyrirtæki og veitingahús ráði ekkert við. Tilkynnt var á þriðjudag um framlengingu á núverandi takmörkunum sem miða við tuttugu manna hólf á veitingastöðum sem mega hleypa inn fólki til klukkan 21. Allir þurfa að yfirgefa svæðið fyrir klukkan 22. „Þetta dugar engan veginn. Í veitingabransanum eru það topparnir sem halda þessu gangandi,“ segir Jakob og vísar til þess að stóru kvöldin séu úr sögunni. Fullir veitingastaðir föstudagskvöld og laugardagskvöld virðast fjarlægur draumur sem stendur. Topparnir halda dæminu gangandi „Topparnir halda þessu gangandi. Það er ekkert mikið að gera mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.“ Menn velti fyrir sér hvað verði gert á morgun. Hvort verði hert og þá hvernig. „Ef það á að minnka þetta í tíu manna hólf eða eitthvað, þá er þetta bara búið á öllum veitingahúsum,“ segir Jakob. Alveg jafnslæmt væri ef opnunartími yrði styttur enn frekar. Til að fá styrk frá ríkinu þurfa fyrirtæki að sýna fram á 40-60% tekjufall. „Sonur inn benti á að ekkert lítið fyrirtæki lifi af slíkt tekjufall á einum mánuði. Hvað þá yfir heilt ár,“ segir Jakob. Sonur hans og nafni rekur Jómfrúna í dag. Jakob bendir á að litlu fyrirtækin, sem skipti hundruðum, virki sem ein heild þegar komi að því að taka á móti ferðamönnum. Fyrirtækin séu í vandræðum og standi frammi fyrir erfiðum spurningum. „Eigum við að halda áfram í 20 manns? Enginn þorir að koma. Við fáum engan styrk því ástandið er sagt óbreytt. Fyrirtæki sem annars eru tilbúin að taka á móti ferðamönnum eru nú í dauðateygjunum, jafnvel fyrirtæki sem ekki eru verulega skuldsett eins og mitt." Veitingafólkið tali sín á milli. Hvernig eigi að mæta þessu. „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki? Segja upp til að þurfa að ná í það aftur í vor? Það eru svo mikil verðmæti fólgin í því sem við erum búin að byggja upp. Við, þessir karlar á gólfinu sem erum búnir að búa þetta til. Við verðum að fá að lifa af. Af okkur koma tekjurnar sem ríkisstjórður sækist eftir.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
„Maður er sannarlega órólegur yfir því,“ segir Jakob Jakobsson, lengi kenndur við Jómfrúna, sem rekur Matkrána í Hveragerði þessi dægrin. Óvissan sé mikil og eitthvað sem þessi smærri fyrirtæki og veitingahús ráði ekkert við. Tilkynnt var á þriðjudag um framlengingu á núverandi takmörkunum sem miða við tuttugu manna hólf á veitingastöðum sem mega hleypa inn fólki til klukkan 21. Allir þurfa að yfirgefa svæðið fyrir klukkan 22. „Þetta dugar engan veginn. Í veitingabransanum eru það topparnir sem halda þessu gangandi,“ segir Jakob og vísar til þess að stóru kvöldin séu úr sögunni. Fullir veitingastaðir föstudagskvöld og laugardagskvöld virðast fjarlægur draumur sem stendur. Topparnir halda dæminu gangandi „Topparnir halda þessu gangandi. Það er ekkert mikið að gera mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.“ Menn velti fyrir sér hvað verði gert á morgun. Hvort verði hert og þá hvernig. „Ef það á að minnka þetta í tíu manna hólf eða eitthvað, þá er þetta bara búið á öllum veitingahúsum,“ segir Jakob. Alveg jafnslæmt væri ef opnunartími yrði styttur enn frekar. Til að fá styrk frá ríkinu þurfa fyrirtæki að sýna fram á 40-60% tekjufall. „Sonur inn benti á að ekkert lítið fyrirtæki lifi af slíkt tekjufall á einum mánuði. Hvað þá yfir heilt ár,“ segir Jakob. Sonur hans og nafni rekur Jómfrúna í dag. Jakob bendir á að litlu fyrirtækin, sem skipti hundruðum, virki sem ein heild þegar komi að því að taka á móti ferðamönnum. Fyrirtækin séu í vandræðum og standi frammi fyrir erfiðum spurningum. „Eigum við að halda áfram í 20 manns? Enginn þorir að koma. Við fáum engan styrk því ástandið er sagt óbreytt. Fyrirtæki sem annars eru tilbúin að taka á móti ferðamönnum eru nú í dauðateygjunum, jafnvel fyrirtæki sem ekki eru verulega skuldsett eins og mitt." Veitingafólkið tali sín á milli. Hvernig eigi að mæta þessu. „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki? Segja upp til að þurfa að ná í það aftur í vor? Það eru svo mikil verðmæti fólgin í því sem við erum búin að byggja upp. Við, þessir karlar á gólfinu sem erum búnir að búa þetta til. Við verðum að fá að lifa af. Af okkur koma tekjurnar sem ríkisstjórður sækist eftir.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira