„Þetta er gjörsamlega út í hött“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2022 18:28 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er alls ekki sáttur við svar stjórnar Persónuverndar sem stofnunin sendi Íslenskri erfðagreiningu fyrr í dag. Hann segir Persónuvernd hafa sýnt ómældan sóðaskap og hyggst leita til dómstóla. Stjórn Persónuverndar birti bréf í dag vegna ummæla Kára um ákvörðun Persónuverndar. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. „Við lítum svo á að það sé alveg ómældur sóðaskapur af þessu stjórnvaldi að þegar við erum á bólakafi í að reyna að hjálpa sóttvarnayfirvöldum að takast á við faraldurinn að þau sjái ástæðu til að leggjast í frumkvæðisathugun á því hvernig þessi hjálp hefur verið reidd fram,“ segir Kári í viðtali í Reykjavík Síðdegis. Kári áður fordæmt Persónuvernd Kári hefur áður sagt að Persónuvernd haldi því fram að stjórnvaldið viti betur en landlæknir, sóttvarnalæknir og yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, um vinnuna sem fram fór þegar blóðsýni voru tekin úr Covid-sjúklingum í apríl á síðasta ári. „Við skulum orða það þannig að þetta er ekki beinlínis gjörningur sem gerir það að verkum að það eigi að vera auðvelt fyrir fólk að leggjast á árarnar þegar þörf krefur. Þetta er gjörsamlega út í hött og ekki nokkur möguleiki að halda því fram að þarna hafi Persónuvernd verið að stjórna sínu samfélagi. Þetta bréf bendir til þess að stjórn Persónuverndar sé enn þá ruglaðari en ég hélt,“ segir Kári. Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. 13. janúar 2022 12:52 „Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. 5. janúar 2022 12:59 Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. 3. desember 2021 19:13 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Stjórn Persónuverndar birti bréf í dag vegna ummæla Kára um ákvörðun Persónuverndar. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. „Við lítum svo á að það sé alveg ómældur sóðaskapur af þessu stjórnvaldi að þegar við erum á bólakafi í að reyna að hjálpa sóttvarnayfirvöldum að takast á við faraldurinn að þau sjái ástæðu til að leggjast í frumkvæðisathugun á því hvernig þessi hjálp hefur verið reidd fram,“ segir Kári í viðtali í Reykjavík Síðdegis. Kári áður fordæmt Persónuvernd Kári hefur áður sagt að Persónuvernd haldi því fram að stjórnvaldið viti betur en landlæknir, sóttvarnalæknir og yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, um vinnuna sem fram fór þegar blóðsýni voru tekin úr Covid-sjúklingum í apríl á síðasta ári. „Við skulum orða það þannig að þetta er ekki beinlínis gjörningur sem gerir það að verkum að það eigi að vera auðvelt fyrir fólk að leggjast á árarnar þegar þörf krefur. Þetta er gjörsamlega út í hött og ekki nokkur möguleiki að halda því fram að þarna hafi Persónuvernd verið að stjórna sínu samfélagi. Þetta bréf bendir til þess að stjórn Persónuverndar sé enn þá ruglaðari en ég hélt,“ segir Kári. Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. 13. janúar 2022 12:52 „Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. 5. janúar 2022 12:59 Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. 3. desember 2021 19:13 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. 13. janúar 2022 12:52
„Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. 5. janúar 2022 12:59
Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. 3. desember 2021 19:13