Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2022 23:08 Frá nýlegri æfingu rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu. AP Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir. Michael R. Carpenter. sendiherra Bandaríkjanna í Öryggisstofnun Evrópu, segir NATO þurfa að búa sig undir frekari spennu við Rússa. „Trommusláttur stríðs er orðinn hávær og áróðurinn er orðinn frekar skerandi,“ hefur Reuters fréttaveitan eftir honum. Alexander Lukashevich, sendiherra Rússlands, sagði fund öryggisstofnunarinnar hafa valdið vonbrigðum. Þá varaði hann við hörmulegum afleiðingum ef ekki yrði komist að samkomulagi um kröfur Rússa. Rússar hafa komið fyrir gífurlegum fjölda hermanna, skriðdreka og annara hertóla við landamæri Úkraínu á undanförnum mánuðum og er óttast að þeir gætu gert aðra innrás í landið. Á síðasta áratug réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu. Þeir hafa einnig stutt aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins með vopnum og hermönnum, meðal annars. Sjá einnig: Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Nú krefst ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Rússneski herinn sem er við landamæri Úkraínu er mun stærri en sá sem notaður var til að gera innrásina 2014. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Það sé eitt af grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um og það sé svo aðildarríkja bandalagsins að taka umsóknir til skoðunar. NATO geti ekki sagt til um flutning hermanna í Rússlandi Þá hafa Rússar alfarið hafnað kröfum um að fjarlægja hermenn af landamærunum og meðal annars af þeirri ástæðu að önnur ríki eigi ekki að geta sagt til um flutning hermanna innan landamæra Rússlands, samkvæmt því sem Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns sagði fyrr í dag. „Það nú ekki mögulegt fyrir NATO að segja til um hvert við eigum að færa hersveitir okkar innan landamæra Rússlands.“ Vert er að benda á að Rússar krefjast þess að ríki NATO fjarlægi hermenn innan landamæra bandalagsins. Senda mögulega hermenn til Kúbu og Venesúela Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu mögulega senda hermenn til Kúbu og jafnvel Venesúela ef kröfur þeirra um brottflutning hermanna NATO yrðu ekki samþykktar. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að slíkt tal væri líklegast innihaldslaust. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig eftir Sullivan að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um að Rússar væru að leggja grunn að því að skapa tilefni til innrásar. Upplýsingar þar að lútandi yrðu opinberaðar innan skamms. Ryabkov sagði þó í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í dag að hernaðarsérfræðingar væru að kynna þá möguleika sem væru í boði fyrir Pútín, ef ske kynni að ástandið versnaði. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir honum að hann teldi litlar líkur á því að viðræðurnar myndu bera árangur. Ætla ekki að koma Úkraínu til varnar Litlar sem engar líkur eru á því að þjóðir NATÓ myndu koma Úkraínu til varnar með beinum hernaði. Meðal þeirra sem hafa gert það ljóst eru Bretar. Sjá einnig: Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Það er þó ljóst að ríki Atlantshafsbandalagsins og önnur ríki, gætu beitt Rússa hörðum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum sem væri ætlað að koma verulega niður á efnahagi Rússlands og skera á aðgang ríkisins að mörgum mörkuðum. Meðal annars kemur til greina að beita háttsetta embættis- og stjórnmálamenn í Rússlandi refsiaðgerðum. Þar á meðal er Pútín sjálfur. Frá Kreml bárust þau skilaboð í dag að slíkum aðgerðum yrði ekki vel tekið. Peskov sagði blaðamönnum að refsiaðgerðir gegn þjóðarleiðtoga Rússlands myndu koma verulega niður á samskiptum Rússa við vesturveldin. Bandaríkjamenn hafa einnig sagt að til greina komi að útvega Úkraínu frekari vopn ef innrás yrði gerð í landið og jafnvel hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp mótspyrnu gegn mögulegri hersetu Rússa. Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Michael R. Carpenter. sendiherra Bandaríkjanna í Öryggisstofnun Evrópu, segir NATO þurfa að búa sig undir frekari spennu við Rússa. „Trommusláttur stríðs er orðinn hávær og áróðurinn er orðinn frekar skerandi,“ hefur Reuters fréttaveitan eftir honum. Alexander Lukashevich, sendiherra Rússlands, sagði fund öryggisstofnunarinnar hafa valdið vonbrigðum. Þá varaði hann við hörmulegum afleiðingum ef ekki yrði komist að samkomulagi um kröfur Rússa. Rússar hafa komið fyrir gífurlegum fjölda hermanna, skriðdreka og annara hertóla við landamæri Úkraínu á undanförnum mánuðum og er óttast að þeir gætu gert aðra innrás í landið. Á síðasta áratug réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu. Þeir hafa einnig stutt aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins með vopnum og hermönnum, meðal annars. Sjá einnig: Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Nú krefst ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Rússneski herinn sem er við landamæri Úkraínu er mun stærri en sá sem notaður var til að gera innrásina 2014. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Það sé eitt af grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um og það sé svo aðildarríkja bandalagsins að taka umsóknir til skoðunar. NATO geti ekki sagt til um flutning hermanna í Rússlandi Þá hafa Rússar alfarið hafnað kröfum um að fjarlægja hermenn af landamærunum og meðal annars af þeirri ástæðu að önnur ríki eigi ekki að geta sagt til um flutning hermanna innan landamæra Rússlands, samkvæmt því sem Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns sagði fyrr í dag. „Það nú ekki mögulegt fyrir NATO að segja til um hvert við eigum að færa hersveitir okkar innan landamæra Rússlands.“ Vert er að benda á að Rússar krefjast þess að ríki NATO fjarlægi hermenn innan landamæra bandalagsins. Senda mögulega hermenn til Kúbu og Venesúela Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu mögulega senda hermenn til Kúbu og jafnvel Venesúela ef kröfur þeirra um brottflutning hermanna NATO yrðu ekki samþykktar. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að slíkt tal væri líklegast innihaldslaust. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig eftir Sullivan að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um að Rússar væru að leggja grunn að því að skapa tilefni til innrásar. Upplýsingar þar að lútandi yrðu opinberaðar innan skamms. Ryabkov sagði þó í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í dag að hernaðarsérfræðingar væru að kynna þá möguleika sem væru í boði fyrir Pútín, ef ske kynni að ástandið versnaði. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir honum að hann teldi litlar líkur á því að viðræðurnar myndu bera árangur. Ætla ekki að koma Úkraínu til varnar Litlar sem engar líkur eru á því að þjóðir NATÓ myndu koma Úkraínu til varnar með beinum hernaði. Meðal þeirra sem hafa gert það ljóst eru Bretar. Sjá einnig: Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Það er þó ljóst að ríki Atlantshafsbandalagsins og önnur ríki, gætu beitt Rússa hörðum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum sem væri ætlað að koma verulega niður á efnahagi Rússlands og skera á aðgang ríkisins að mörgum mörkuðum. Meðal annars kemur til greina að beita háttsetta embættis- og stjórnmálamenn í Rússlandi refsiaðgerðum. Þar á meðal er Pútín sjálfur. Frá Kreml bárust þau skilaboð í dag að slíkum aðgerðum yrði ekki vel tekið. Peskov sagði blaðamönnum að refsiaðgerðir gegn þjóðarleiðtoga Rússlands myndu koma verulega niður á samskiptum Rússa við vesturveldin. Bandaríkjamenn hafa einnig sagt að til greina komi að útvega Úkraínu frekari vopn ef innrás yrði gerð í landið og jafnvel hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp mótspyrnu gegn mögulegri hersetu Rússa.
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira