Íslenski boltinn

Aron Bjarki til ÍA eftir ellefu ár hjá KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Bjarki Jósepsson tekur í spaðann á Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara ÍA.
Aron Bjarki Jósepsson tekur í spaðann á Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara ÍA. ía

Aron Bjarki Jósepsson er genginn í raðir ÍA eftir langa veru hjá KR.

Aron Bjarki hóf ferilinn með Völsungi á Húsavík en gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2011. Hann varð þá tvöfaldur meistari með KR-ingum. Hann varð einnig Íslandsmeistari með KR 2013 og 2019 og bikarmeistari 2012 og 2014.

Hinn 32 ára Aron Bjarki lék ellefu tímabil með KR, alls 128 leiki í efstu deild og skoraði átta mörk. Þá lék hann fimmtán Evrópuleiki með KR. Enginn í leikmannahópi KR hafði verið lengur hjá félaginu en Aron Bjarki.

ÍA endaði í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili og bjargaði sér frá falli á ævintýralegan hátt. Þá komust Skagamenn í bikarúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Víkingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×