Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 22:31 Úkraínskir hermenn á víglínunni í austurhluta Úkraínu. AP/Alexei Alexandrov Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu í dag Rússa um að hafa sent sérstaka sveit hermanna til Úkraínu. Þeirra verk sé að skapa tilefni fyrir Rússa til að gera innrás í Úkraínu. Samhliða því eigir yfirvöld Rússlands í áróðursherferð sem ætlað sé að koma sök á mögulegum átökum á Úkraínumenn. Bandaríkjamenn óttast mögulega innrás og segja hana geta hafist á næstu vikum. Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að umrædd sveit væri skipuð sérfræðingum í bardögum í byggðum og sprengjusérfræðingum. Þeir geti beitt sprengiárásum gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu,sem Rússar styðja, til að réttlæta innrás. „Við óttumst að ríkisstjórn Rússlands sé að undirbúa innrás í Úkraínu sem gæti leitt til mannréttindabrota og stríðsglæpi, nái þeir ekki markmiðum sínum fram við samningaborðið,“ sagði Psaki samkvæmt AP fréttaveitunni. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, lýsti upplýsingum Bandaríkjamanna sem trúverðugum en heimildarmaður AP innan úr leyniþjónustusamfélaginu segir þær meðal annars byggja á hlerunum Bandaríkjamanna á skilaboðum milli Rússa. Upplýsingunum og undirliggjandi gögnum hefur verið deilt með bandamönnum Bandaríkjanna, samkvæmt frétt New York Times. Hér má sjá ummæli Kirby um ástandið frá því í dag. Gífurleg spenna á svæðinu Rússar hafa komið fyrir gífurlegum fjölda hermanna, skriðdreka og annarra hertóla við landamæri Úkraínu á undanförnum mánuðum og er óttast að þeir gætu gert aðra innrás í landið. Gífurleg spenna er á svæðinu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðgang að bandalaginu og flytji alla hermenn og herbúnað frá þeim ríkjum sem gengu til liðs við NATO eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Fjölmargar stofnanir í Úkraínu urðu á dögunum fyrir umfangsmikilli tölvuárás. Í þeirri árás var skilaboðum komið fyrir á síðum stofnana þar sem Úkraínumenn voru beðnir um að búa sig undir það versta. Spjótin beinast að Rússum vegna árásarinnar. Sjá einnig: Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafði eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í dag að Rússar væru vel færir um að tryggja eigið öryggi. Þeir myndu ekki bíða endalaust eftir loforðum vesturveldanna svokölluðu. Hann sakaði NATO um að reyna að koma fram vilja sínum yfir önnur ríki. Margir leikir á borði Rússa Hernaðarsérfræðingar sem Reuters fréttaveitan ræddi við segja þann herafla sem Rússar hafa flutt að landamærum Úkraínu bjóða upp á marga möguleika. Innrás gæti mögulega snúist um Donbass-héraði, þar sem áðurnefndir aðskilnaðarsinnar ráða lögum og ríkjum með stuðningi Rússa og þar sem Bandaríkjamenn segja Rússa mögulega ætla að falsa tilefni til innrásar. Möguleg innrás gæti einnig snúist um að stækka yfirráðasvæði Rússa við Asov-haf og tengja Krímskaga, sem Rússar innlimuðu af Úkraínu árið 2014, við Rússland með beinum hætti. Einn sérfræðingur sagði Rússa geta gert innrás frá Krímskaga og upp með Dnieper-á. Þannig gætu Rússar tekið stórt landsvæði af Úkraínu og myndað náttúrlegan varnargarð gegn gagnárás. Slík innrás gæti hafist með stórskotaliði, eldflaugum á loftárásum á hersveitir Úkraínu, samhliða því að rússneskar sérsveitir reyndu að ná tökum á brúm yfir ánna. Bandaríkjamenn hafa gefið út að Rússar gætu notað um 175 þúsund hermenn til innrásarinnar í allt að hundrað herdeildum. Fimmtíu eru þegar til staðar við landamæri Úkraínu og á Krímskaga. Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53 Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00 „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Bandaríkjamenn óttast mögulega innrás og segja hana geta hafist á næstu vikum. Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að umrædd sveit væri skipuð sérfræðingum í bardögum í byggðum og sprengjusérfræðingum. Þeir geti beitt sprengiárásum gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu,sem Rússar styðja, til að réttlæta innrás. „Við óttumst að ríkisstjórn Rússlands sé að undirbúa innrás í Úkraínu sem gæti leitt til mannréttindabrota og stríðsglæpi, nái þeir ekki markmiðum sínum fram við samningaborðið,“ sagði Psaki samkvæmt AP fréttaveitunni. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, lýsti upplýsingum Bandaríkjamanna sem trúverðugum en heimildarmaður AP innan úr leyniþjónustusamfélaginu segir þær meðal annars byggja á hlerunum Bandaríkjamanna á skilaboðum milli Rússa. Upplýsingunum og undirliggjandi gögnum hefur verið deilt með bandamönnum Bandaríkjanna, samkvæmt frétt New York Times. Hér má sjá ummæli Kirby um ástandið frá því í dag. Gífurleg spenna á svæðinu Rússar hafa komið fyrir gífurlegum fjölda hermanna, skriðdreka og annarra hertóla við landamæri Úkraínu á undanförnum mánuðum og er óttast að þeir gætu gert aðra innrás í landið. Gífurleg spenna er á svæðinu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðgang að bandalaginu og flytji alla hermenn og herbúnað frá þeim ríkjum sem gengu til liðs við NATO eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Fjölmargar stofnanir í Úkraínu urðu á dögunum fyrir umfangsmikilli tölvuárás. Í þeirri árás var skilaboðum komið fyrir á síðum stofnana þar sem Úkraínumenn voru beðnir um að búa sig undir það versta. Spjótin beinast að Rússum vegna árásarinnar. Sjá einnig: Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafði eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í dag að Rússar væru vel færir um að tryggja eigið öryggi. Þeir myndu ekki bíða endalaust eftir loforðum vesturveldanna svokölluðu. Hann sakaði NATO um að reyna að koma fram vilja sínum yfir önnur ríki. Margir leikir á borði Rússa Hernaðarsérfræðingar sem Reuters fréttaveitan ræddi við segja þann herafla sem Rússar hafa flutt að landamærum Úkraínu bjóða upp á marga möguleika. Innrás gæti mögulega snúist um Donbass-héraði, þar sem áðurnefndir aðskilnaðarsinnar ráða lögum og ríkjum með stuðningi Rússa og þar sem Bandaríkjamenn segja Rússa mögulega ætla að falsa tilefni til innrásar. Möguleg innrás gæti einnig snúist um að stækka yfirráðasvæði Rússa við Asov-haf og tengja Krímskaga, sem Rússar innlimuðu af Úkraínu árið 2014, við Rússland með beinum hætti. Einn sérfræðingur sagði Rússa geta gert innrás frá Krímskaga og upp með Dnieper-á. Þannig gætu Rússar tekið stórt landsvæði af Úkraínu og myndað náttúrlegan varnargarð gegn gagnárás. Slík innrás gæti hafist með stórskotaliði, eldflaugum á loftárásum á hersveitir Úkraínu, samhliða því að rússneskar sérsveitir reyndu að ná tökum á brúm yfir ánna. Bandaríkjamenn hafa gefið út að Rússar gætu notað um 175 þúsund hermenn til innrásarinnar í allt að hundrað herdeildum. Fimmtíu eru þegar til staðar við landamæri Úkraínu og á Krímskaga.
Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53 Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00 „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53
Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00
„Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55