Núna er næst! Bjarney Bjarnadóttir og Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifa 15. janúar 2022 17:01 Í gegnum tíðina hafa grunnskólakennarar samþykkt samninga sem þeir voru ekki ánægðir með undir því yfirskini að gefa samninganefnd tækifæri til að ná betri samningi næst. Að samningurinn sem nú var borinn á borð hafi verið felldur með svona afgerandi hætti sýnir að hann var engan veginn nálægt kröfum grunnskólakennara og að við ætlum ekki enn eina ferðina að samþykkja lélegan samning núna til að gera betri samning næst. Núna er næst. Bauðst grunnskólakennurum í nýfelldum kjarasamningi 25.000 króna launahækkun líkt og lífskjarasamningurinn segir til um. Það er um það bil 3,5 - 4,5% launahækkun. Verðbólga stendur í 5% sem þýðir að þessi hækkun skerðist raunar um 0,5 - 1,5%. Meðal grunnlaun grunnskólakennara m.v. yngri menntunarákvæði eru 556.578 kr, sem er langt undir meðallaunum annars háskólamenntaðs starfsfólks sem voru 794.000 krónur árið 2020. Það eru launin sem grunnskólakennarar fá eftir 5 ára háskólanám, í fullu starfi með 42,86 klst. vikulegri vinnuskyldu. Það vill oft gleymast í umræðunni að tímarnir umfram þá 40 klst. eru þeir sem við vinnum af okkur fyrir vetrar-, jóla- og páskaleyfi. Þar að auki þurfa grunnskólakennarar að skila 150 klst. í starfsþróun og undirbúning ásamt 64 klst. í undirbúning utan starfstíma skóla. Grunnskólakennarar eiga að sama skapi ekki kost á yfirvinnu, bifreiða- eða símastyrkjum, hvað þá internettengingu þrátt fyrir að ætlast sé til að við sinnum fjarkennslu heiman að frá okkur ef svo ber undir. Grunnlaunin eru heildarlaunin. Stytting vinnuvikunnar á kostnað hvers? Boðin var stytting vinnuvikunnar líkt og fleiri stéttum. Styttingu sem hljóðar upp á 13 mínútur á dag án nánari útfærslu, en má þó ekki kosta launagreiðendur neitt eða bitna á starfinu. Margir kennarar vildu sjá í nýjum kjarasamning fækkun á kennslustundum í töflu, sem nú eru 26 talsins, sem varð ekki raunin. Það hlýtur að gefa auga leið að með þessari útfærslu skerðist undirbúningstími kennara sem hefði síðan áhrif á nemendur. Staðreyndin er þó sú að verkefnin fara ekkert, að fara 13 mínútum fyrr heim í dag þýðir að það þarf að vera 13 mínútum lengur á morgun. Margir grunnskólakennarar vinna nú þegar ólaunað starf utan vinnutíma. Hins vegar vilja grunnskólakennarar sjá meiri sveigjanleika í næsta kjarasamningi. Að okkur sé treyst til að vinna vinnuna okkar, hvort sem hún fer fram í skólanum eða annars staðar. Óháð heimsfaraldri er traust lagt á kennara að taka að sér umfram verkefni eins og forfallakennslu. Hvað myndi gerast ef grunnskólakennarar myndu neita því? Eða hreinlega að þeir myndu ekki vinna meira eða leggja meira á sig en þeir nauðsynlega þyrftu? Hvað þá í ástandi eins og núna? Það myndi fyrst og fremst bitna á nemendum okkar og það vill enginn, kennarar eru mjög meðvitaðir um ábyrgð sína. Væri réttlætanlegt að ekkert námsmat færi fram vegna styttingu vinnuvikunnar? Eða að kennarar myndu neita að sjá um samskipti heimilis og skóla? Fjölbreytni og áskoranir kennarastarfsins Grunnskólakennarar eru ekki eingöngu sérfræðingar í því sem þeir menntuðu sig til að starfa við. Starfið hefur á síðustu árum og áratugum tekið á sig fjölbreyttari mynd og hlutverk, m.a. vegna mun fjölbreyttari nemendahóps, skorts á fjármagni og aðkomu sérfræðinga inn í skólanna. Fyrir utan kennslu þurfa kennarar því oft að sinna hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Þar að auki taka kennarar virkan þátt í þróunarstarfi skóla og í ýmsum nefndum og ráðum sem varða skólann eða skólamál almennt. Það er því mikið álag á kennurum í grunnskólum í dag og raunar er staðan sú að þegar gögn VIRK eru skoðuð að kennarar koma áberandi meira í starfsendurhæfingu en aðrar háskólamenntaðar stéttir. Einnig hefur komið í ljós að fleiri kennarar glíma við kvíða, andlegt álag og vefjagigt samanborið við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Það er hávært ákall frá grunnskólakennurum að draga úr álagi og sporna þannig gegn kulnun og brotthvarfi úr stéttinni. Hvergi er þó minnst á hámarksstærð nemendahópa eða svokölluð nemendagildi í nýgerðum kjarasamningi. Einnig sagði stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga að lækkun kennsluskyldu komi ekki til greina. Það er því ekkert í samningnum sem lýtur að því að minnka álag á kennurum. Hvenær er næst? Grunnskólakennarar eru komnir með nóg af því að bíða eftir þessu næst. Eftir hrunið mátti ekki hækka launin því það var allt í klessu. Árið 2011 mátti ekki hækka launin því það myndi stefna efnahagsbatanum eftir hrun í hættu. Árið 2015 mátti ekki hækka launin því það myndi stefna stöðugleikanum sem var kominn eftir hrunið í hættu. Árið 2018 mátti ekki hækka launin því þá var að byrja örlítil niðursveifla og það myndi ýta henni enn neðar. Og sami söngur er byrjaður núna, það er hrun vegna Covid-19 og þá er sko alls ekki hægt að hækka launin. Ef sveitarfélögin telja sig ekki geta gert betur er þá ekki orðið útséð með að þau ráði við að reka grunnskólana og kannski tímabært að ríkið taki við þeim aftur? Það er allavega löngu orðið tímabært að grunnskólakennarar fái laun í samræmi við álag og ábyrgð, ef ekki núna, þá hvenær? Næst? Höfundar eru grunnskólakennarar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafa grunnskólakennarar samþykkt samninga sem þeir voru ekki ánægðir með undir því yfirskini að gefa samninganefnd tækifæri til að ná betri samningi næst. Að samningurinn sem nú var borinn á borð hafi verið felldur með svona afgerandi hætti sýnir að hann var engan veginn nálægt kröfum grunnskólakennara og að við ætlum ekki enn eina ferðina að samþykkja lélegan samning núna til að gera betri samning næst. Núna er næst. Bauðst grunnskólakennurum í nýfelldum kjarasamningi 25.000 króna launahækkun líkt og lífskjarasamningurinn segir til um. Það er um það bil 3,5 - 4,5% launahækkun. Verðbólga stendur í 5% sem þýðir að þessi hækkun skerðist raunar um 0,5 - 1,5%. Meðal grunnlaun grunnskólakennara m.v. yngri menntunarákvæði eru 556.578 kr, sem er langt undir meðallaunum annars háskólamenntaðs starfsfólks sem voru 794.000 krónur árið 2020. Það eru launin sem grunnskólakennarar fá eftir 5 ára háskólanám, í fullu starfi með 42,86 klst. vikulegri vinnuskyldu. Það vill oft gleymast í umræðunni að tímarnir umfram þá 40 klst. eru þeir sem við vinnum af okkur fyrir vetrar-, jóla- og páskaleyfi. Þar að auki þurfa grunnskólakennarar að skila 150 klst. í starfsþróun og undirbúning ásamt 64 klst. í undirbúning utan starfstíma skóla. Grunnskólakennarar eiga að sama skapi ekki kost á yfirvinnu, bifreiða- eða símastyrkjum, hvað þá internettengingu þrátt fyrir að ætlast sé til að við sinnum fjarkennslu heiman að frá okkur ef svo ber undir. Grunnlaunin eru heildarlaunin. Stytting vinnuvikunnar á kostnað hvers? Boðin var stytting vinnuvikunnar líkt og fleiri stéttum. Styttingu sem hljóðar upp á 13 mínútur á dag án nánari útfærslu, en má þó ekki kosta launagreiðendur neitt eða bitna á starfinu. Margir kennarar vildu sjá í nýjum kjarasamning fækkun á kennslustundum í töflu, sem nú eru 26 talsins, sem varð ekki raunin. Það hlýtur að gefa auga leið að með þessari útfærslu skerðist undirbúningstími kennara sem hefði síðan áhrif á nemendur. Staðreyndin er þó sú að verkefnin fara ekkert, að fara 13 mínútum fyrr heim í dag þýðir að það þarf að vera 13 mínútum lengur á morgun. Margir grunnskólakennarar vinna nú þegar ólaunað starf utan vinnutíma. Hins vegar vilja grunnskólakennarar sjá meiri sveigjanleika í næsta kjarasamningi. Að okkur sé treyst til að vinna vinnuna okkar, hvort sem hún fer fram í skólanum eða annars staðar. Óháð heimsfaraldri er traust lagt á kennara að taka að sér umfram verkefni eins og forfallakennslu. Hvað myndi gerast ef grunnskólakennarar myndu neita því? Eða hreinlega að þeir myndu ekki vinna meira eða leggja meira á sig en þeir nauðsynlega þyrftu? Hvað þá í ástandi eins og núna? Það myndi fyrst og fremst bitna á nemendum okkar og það vill enginn, kennarar eru mjög meðvitaðir um ábyrgð sína. Væri réttlætanlegt að ekkert námsmat færi fram vegna styttingu vinnuvikunnar? Eða að kennarar myndu neita að sjá um samskipti heimilis og skóla? Fjölbreytni og áskoranir kennarastarfsins Grunnskólakennarar eru ekki eingöngu sérfræðingar í því sem þeir menntuðu sig til að starfa við. Starfið hefur á síðustu árum og áratugum tekið á sig fjölbreyttari mynd og hlutverk, m.a. vegna mun fjölbreyttari nemendahóps, skorts á fjármagni og aðkomu sérfræðinga inn í skólanna. Fyrir utan kennslu þurfa kennarar því oft að sinna hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Þar að auki taka kennarar virkan þátt í þróunarstarfi skóla og í ýmsum nefndum og ráðum sem varða skólann eða skólamál almennt. Það er því mikið álag á kennurum í grunnskólum í dag og raunar er staðan sú að þegar gögn VIRK eru skoðuð að kennarar koma áberandi meira í starfsendurhæfingu en aðrar háskólamenntaðar stéttir. Einnig hefur komið í ljós að fleiri kennarar glíma við kvíða, andlegt álag og vefjagigt samanborið við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Það er hávært ákall frá grunnskólakennurum að draga úr álagi og sporna þannig gegn kulnun og brotthvarfi úr stéttinni. Hvergi er þó minnst á hámarksstærð nemendahópa eða svokölluð nemendagildi í nýgerðum kjarasamningi. Einnig sagði stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga að lækkun kennsluskyldu komi ekki til greina. Það er því ekkert í samningnum sem lýtur að því að minnka álag á kennurum. Hvenær er næst? Grunnskólakennarar eru komnir með nóg af því að bíða eftir þessu næst. Eftir hrunið mátti ekki hækka launin því það var allt í klessu. Árið 2011 mátti ekki hækka launin því það myndi stefna efnahagsbatanum eftir hrun í hættu. Árið 2015 mátti ekki hækka launin því það myndi stefna stöðugleikanum sem var kominn eftir hrunið í hættu. Árið 2018 mátti ekki hækka launin því þá var að byrja örlítil niðursveifla og það myndi ýta henni enn neðar. Og sami söngur er byrjaður núna, það er hrun vegna Covid-19 og þá er sko alls ekki hægt að hækka launin. Ef sveitarfélögin telja sig ekki geta gert betur er þá ekki orðið útséð með að þau ráði við að reka grunnskólana og kannski tímabært að ríkið taki við þeim aftur? Það er allavega löngu orðið tímabært að grunnskólakennarar fái laun í samræmi við álag og ábyrgð, ef ekki núna, þá hvenær? Næst? Höfundar eru grunnskólakennarar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun