Harry freistar þess að fá að greiða fyrir lögregluvernd í Bretlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 08:35 Þrátt fyrir að þau séu ekki lengur starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar, þarfnast Harry og Meghan enn öryggisgæslu. epa/Peter Foley Harry Bretaprins hefur farið fram á að dómstólar taki fyrir ákvörðun breska innanríkisráðuneytisins um að neita honum um að greiða fyrir lögregluvernd þegar hann og fjölskylda hans heimsækja Bretland. Prinsinn hefur viljað greiða fyrir öryggisgæslu sína og fjölskyldu sinnar, líkt og hann gerir í Bandaríkjunum þar sem hann er nú búsettur, en ráðuneytið hefur hafnað óskum hans um að fá að borga fyrir gæslu lögreglu. Harry segir hins vegar að öryggisteymið sem gætir fjölskyldunnar í Bandaríkjunum hafi ekki nægar heimildir og upplýsingar til að geta veitt henni örugga vernd í Bretlandi og því þurfi lögreglan að koma að málum. Á sama tíma vilji hann ekki að skattgreiðendur endi uppi með reikninginn. „Bretland verður alltaf heimaland Harry og land þar sem hann vill að eiginkona hans og börn séu örugg,“ sagði talsmaður prinsins í yfirlýsingu til AP. „Án verndar lögreglu er áhættan hins vegar of mikil.“ Harry langar að heimsækja Bretland með fjölskyldu sinni en amma hans og pabbi, Elísabet drottning og Karl Bretaprins, hafa enn ekki hitt dóttur hans Lilibet. Prinsinn er hins vegar uggandi um öryggi fjölskyldunnar. Í fyrra, þegar hann snéri einn heim til að vera viðstaddur afhjúpum styttu til minningar um móður sína, var bifreið hans elt af blaðamönnum gulu pressunnar. Móðir hans, Díana prinsessa, lést við sömu kringumstæður í París árið 1997. Fulltrúar Harry segja að jafnvel þótt hlutverk hans innan og fyrir konungsfjölskylduna hafi breyst, hafi staða hans sem einn meðlima hennar ekki gert það. Né heldur hafi ógnir sem stafa að honum og fjölskyldu hans minnkað. Harry og eiginkona hans, leikkonan Meghan Markle, hafa gert milljónasamninga við bæði Netflix og Spotify, sem prinsinn hefur sagt að eigi meðal annars að fjármagna öryggisgæsluna sem þau þurfa á að halda til að tryggja öryggi þeirra og barnanna, Archie og Lilibet. Guardian greindi frá. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Prinsinn hefur viljað greiða fyrir öryggisgæslu sína og fjölskyldu sinnar, líkt og hann gerir í Bandaríkjunum þar sem hann er nú búsettur, en ráðuneytið hefur hafnað óskum hans um að fá að borga fyrir gæslu lögreglu. Harry segir hins vegar að öryggisteymið sem gætir fjölskyldunnar í Bandaríkjunum hafi ekki nægar heimildir og upplýsingar til að geta veitt henni örugga vernd í Bretlandi og því þurfi lögreglan að koma að málum. Á sama tíma vilji hann ekki að skattgreiðendur endi uppi með reikninginn. „Bretland verður alltaf heimaland Harry og land þar sem hann vill að eiginkona hans og börn séu örugg,“ sagði talsmaður prinsins í yfirlýsingu til AP. „Án verndar lögreglu er áhættan hins vegar of mikil.“ Harry langar að heimsækja Bretland með fjölskyldu sinni en amma hans og pabbi, Elísabet drottning og Karl Bretaprins, hafa enn ekki hitt dóttur hans Lilibet. Prinsinn er hins vegar uggandi um öryggi fjölskyldunnar. Í fyrra, þegar hann snéri einn heim til að vera viðstaddur afhjúpum styttu til minningar um móður sína, var bifreið hans elt af blaðamönnum gulu pressunnar. Móðir hans, Díana prinsessa, lést við sömu kringumstæður í París árið 1997. Fulltrúar Harry segja að jafnvel þótt hlutverk hans innan og fyrir konungsfjölskylduna hafi breyst, hafi staða hans sem einn meðlima hennar ekki gert það. Né heldur hafi ógnir sem stafa að honum og fjölskyldu hans minnkað. Harry og eiginkona hans, leikkonan Meghan Markle, hafa gert milljónasamninga við bæði Netflix og Spotify, sem prinsinn hefur sagt að eigi meðal annars að fjármagna öryggisgæsluna sem þau þurfa á að halda til að tryggja öryggi þeirra og barnanna, Archie og Lilibet. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira