Fjallið, sem er í Argentínu og nálægt landamærum Argentínu og Chile, er hluti af Andes fjöllunum og er 6961 metri á hæð. Þremenningarnir lögðu af stað úr síðustu búðum fjallsins Anconcagua á föstudagsmorgun að staðartíma en þetta kemur fram í tilkynningu sem send var fyrir hönd Tolla.
Leiðangurinn er farinn til að vekja athygli á starfsemi Batahúss sem tók til starfa á síðasta ári og um leið safna áheitum fyrir starfsemina. Batahús er einstaklingsmiðað bataúrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Þeir Tolli og Arnar eru báðir í stjórn Batahúss.

Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra félaga í gegnum staðsetningartæki fararstjórans Sebastian Garcia.
Á hheimasíðau Batahúss má finna upplýsingar um starfsemina.