„Líður eins og íþróttamanni aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2022 12:00 Aníta Hinriksdóttir á ferðinni á HM í London sumarið 2017. Síðustu þrjú ár hefur hún ekki getað æft eða keppt eins og hún vildi, vegna meiðsla. EPA/IAN LANGSDON Eftir þriggja ára þrautagöngu vegna meiðsla er hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, einn nýjasti liðsmaður FH, vongóð um bjartari tíma. Þessi fyrrverandi heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 metrahlaupi þarf þó að sneiða framhjá ýmsum æfingum vegna meiðslanna. Sumarið 2013 átti Aníta sviðið í íslensku íþróttalífi, með sigurhlaupum á EM og HM ungmenna sem urðu til þess að evrópska frjálsíþróttasambandið kaus hana vonarstjörnu ársins. Aníta vann brons í 800 metra hlaupi á EM innanhúss árið 2017, eftir að hafa slegið Íslandsmet og naumlega misst af sæti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en síðustu ár hafa verið henni afar erfið vegna meiðsla. „Ég er búin að vera meidd eiginlega síðan ég flutti heim frá Hollandi haustið 2018,“ segir Aníta, sem flutti aftur af landi brott til Sviss síðasta haust, eftir að hafa fyrst leitað til Sviss vegna þess hve hægt gekk að fá greiningu á meiðslum hennar hér á landi. Hætti alveg í hálft ár „Ég hef keppt á örfáum mótum fyrir landsliðið og aðeins mátað mig við það hvað meiðslin þola, en þetta hefur verið mikil þrautaganga síðustu þrjú ár. Það kom til að mynda hálft ár þar sem ég hætti alveg öllum æfingum, því það var svo erfitt að ná utan um það hvað nákvæmlega „triggeraði“ þessi meiðsli,“ segir Aníta en hún dró sig í hlé sumarið 2020. „Það er náttúrulega erfitt fyrir íþróttamann að hvíla sig alveg, og það er örugglega það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni, miðað við að hafa alltaf verið „obsessed“ í þessu. Ég var alveg áfram „obsessed“ en það var ekkert víst varðandi framhaldið, því það var ekkert víst hvað væri heilsusamlegt fyrir hnéð fyrst þetta hafði plagað mig svona lengi.“ Æfir hjá svissneskum landsliðsþjálfara og lærir myndlist Aníta, sem er 26 ára, er þessa dagana stödd í Portúgal, í æfingabúðum með alþjóðlegum hópi hlaupafólks sem æfir undir handleiðslu svissneska landsliðsþjálfarans Louis Heyer, sem hún æfir hjá í Zürich. Hún er kennaramenntuð og hóf í haust þriggja ára nám í myndlist í svissnesku borginni. „Það reyndist erfitt að fá greiningu á meiðslunum heima, eða bara myndatöku, og á endanum fór ég til Sviss í myndatöku og byrjaði að vinna með svissneskum þjálfara. Ég er enn að vinna með honum og síðasta hálfa árið hef ég getað fundið takt í æfingunum. Þó að ég sleppi mörgu þá hef ég að minnsta kosti getað æft grunninn og líður eins og íþróttamanni aftur,“ segir Aníta. Aníta var fastagestur á stórmótum og ætlaði sér á Ólympíuleikana í Tókýó áður en meiðsli í hné stöðvuðu hana.EPA/SRDJAN SUKI Erfitt er að segja til um hvaða hæðum Aníta getur náð vegna meiðslanna, sem tengjast hné og vöðvum aftan í læri, en hún er bjartsýn. Sárnaði hve erfiðlega gekk að fá greiningu á Íslandi „Síðustu þrjá mánuði hef ég ekki gert neinar styrktaræfingar, engar magaæfingar, engar teygjur, engar drillur, enga stílspretti, bara ekkert hraðar en 3 km pace. Núna síðustu tvær vikur, á æfingu með stelpunum, hef ég getað aukið hraðann 1-2 sinnum í viku án þess að fá mikið bakslag. Mestu viðbrögðin koma ef það myndast teygja á „haminn“ (vöðva aftan í læri), þá er eins og það myndist tog í hnéð í nokkra daga. Það var ýmislegt reynt heima en mér sárnaði að það gengi erfiðlega að fá greiningu eða mynd, þegar ég hafði verið atvinnumaður, en ég vil ekki fara í einhvern vælugír. Þetta var bara svo langt ferli… En ég er mjög þakklát fyrir það sem ég hef fengið í Sviss núna og er bjartsýn á framhaldið,“ segir Aníta. Aníta er í hörkugóðum æfingahópi úti, meðal annars með hinni sænsku Lovisu Lindh og Selinu Büchel sem nú er reyndar komin í barneignaleyfi. „Þetta er bara ný byrjun fyrir mig. Fjarlægðin frá öllu lét mig byrja upp á nýtt sem íþróttamaður, eða þannig leit ég á þetta. Það er erfitt að segja hvernig fer en mér finnst útlitið gott og ég treysti því sem ég er að gera. Ég myndi gjarnan vilja geta keppt aftur, þó það sé á nýjum forsendum, og maður veit aldrei nema að það gangi bara vel. Ég er svo ánægð með æfingahópinn sem ég er í núna,“ segir Aníta. Elti vini yfir í FH Aníta hefur alla tíð æft og keppt fyrir ÍR en skipti nú um áramótin yfir til FH. Þar sem hún er búsett í Sviss hefur það ekki miklar breytingar í för með sér en Aníta segist einfaldlega hafa verið að elta vini til FH og viljað eins konar nýtt upphaf nú þegar hún sé að komast aftur í gang. „Ég æfi mest í Sviss svo það hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég kom til Íslands um jólin og til að hafa mig í að fara á æfingar, með nýjum forsendum þar sem ég get ekki gert allt, þá þurfti ég svolítið að rusla mér þangað með vinum mínum. Það vill svo til að þeir eru í FH og ég hugsaði með mér að ég gæti alveg eins skipt um félag og haft þetta sem nýja byrjun, þó að ég eigi augljóslega ÍR-ingum margt að þakka.“ Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Sumarið 2013 átti Aníta sviðið í íslensku íþróttalífi, með sigurhlaupum á EM og HM ungmenna sem urðu til þess að evrópska frjálsíþróttasambandið kaus hana vonarstjörnu ársins. Aníta vann brons í 800 metra hlaupi á EM innanhúss árið 2017, eftir að hafa slegið Íslandsmet og naumlega misst af sæti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en síðustu ár hafa verið henni afar erfið vegna meiðsla. „Ég er búin að vera meidd eiginlega síðan ég flutti heim frá Hollandi haustið 2018,“ segir Aníta, sem flutti aftur af landi brott til Sviss síðasta haust, eftir að hafa fyrst leitað til Sviss vegna þess hve hægt gekk að fá greiningu á meiðslum hennar hér á landi. Hætti alveg í hálft ár „Ég hef keppt á örfáum mótum fyrir landsliðið og aðeins mátað mig við það hvað meiðslin þola, en þetta hefur verið mikil þrautaganga síðustu þrjú ár. Það kom til að mynda hálft ár þar sem ég hætti alveg öllum æfingum, því það var svo erfitt að ná utan um það hvað nákvæmlega „triggeraði“ þessi meiðsli,“ segir Aníta en hún dró sig í hlé sumarið 2020. „Það er náttúrulega erfitt fyrir íþróttamann að hvíla sig alveg, og það er örugglega það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni, miðað við að hafa alltaf verið „obsessed“ í þessu. Ég var alveg áfram „obsessed“ en það var ekkert víst varðandi framhaldið, því það var ekkert víst hvað væri heilsusamlegt fyrir hnéð fyrst þetta hafði plagað mig svona lengi.“ Æfir hjá svissneskum landsliðsþjálfara og lærir myndlist Aníta, sem er 26 ára, er þessa dagana stödd í Portúgal, í æfingabúðum með alþjóðlegum hópi hlaupafólks sem æfir undir handleiðslu svissneska landsliðsþjálfarans Louis Heyer, sem hún æfir hjá í Zürich. Hún er kennaramenntuð og hóf í haust þriggja ára nám í myndlist í svissnesku borginni. „Það reyndist erfitt að fá greiningu á meiðslunum heima, eða bara myndatöku, og á endanum fór ég til Sviss í myndatöku og byrjaði að vinna með svissneskum þjálfara. Ég er enn að vinna með honum og síðasta hálfa árið hef ég getað fundið takt í æfingunum. Þó að ég sleppi mörgu þá hef ég að minnsta kosti getað æft grunninn og líður eins og íþróttamanni aftur,“ segir Aníta. Aníta var fastagestur á stórmótum og ætlaði sér á Ólympíuleikana í Tókýó áður en meiðsli í hné stöðvuðu hana.EPA/SRDJAN SUKI Erfitt er að segja til um hvaða hæðum Aníta getur náð vegna meiðslanna, sem tengjast hné og vöðvum aftan í læri, en hún er bjartsýn. Sárnaði hve erfiðlega gekk að fá greiningu á Íslandi „Síðustu þrjá mánuði hef ég ekki gert neinar styrktaræfingar, engar magaæfingar, engar teygjur, engar drillur, enga stílspretti, bara ekkert hraðar en 3 km pace. Núna síðustu tvær vikur, á æfingu með stelpunum, hef ég getað aukið hraðann 1-2 sinnum í viku án þess að fá mikið bakslag. Mestu viðbrögðin koma ef það myndast teygja á „haminn“ (vöðva aftan í læri), þá er eins og það myndist tog í hnéð í nokkra daga. Það var ýmislegt reynt heima en mér sárnaði að það gengi erfiðlega að fá greiningu eða mynd, þegar ég hafði verið atvinnumaður, en ég vil ekki fara í einhvern vælugír. Þetta var bara svo langt ferli… En ég er mjög þakklát fyrir það sem ég hef fengið í Sviss núna og er bjartsýn á framhaldið,“ segir Aníta. Aníta er í hörkugóðum æfingahópi úti, meðal annars með hinni sænsku Lovisu Lindh og Selinu Büchel sem nú er reyndar komin í barneignaleyfi. „Þetta er bara ný byrjun fyrir mig. Fjarlægðin frá öllu lét mig byrja upp á nýtt sem íþróttamaður, eða þannig leit ég á þetta. Það er erfitt að segja hvernig fer en mér finnst útlitið gott og ég treysti því sem ég er að gera. Ég myndi gjarnan vilja geta keppt aftur, þó það sé á nýjum forsendum, og maður veit aldrei nema að það gangi bara vel. Ég er svo ánægð með æfingahópinn sem ég er í núna,“ segir Aníta. Elti vini yfir í FH Aníta hefur alla tíð æft og keppt fyrir ÍR en skipti nú um áramótin yfir til FH. Þar sem hún er búsett í Sviss hefur það ekki miklar breytingar í för með sér en Aníta segist einfaldlega hafa verið að elta vini til FH og viljað eins konar nýtt upphaf nú þegar hún sé að komast aftur í gang. „Ég æfi mest í Sviss svo það hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég kom til Íslands um jólin og til að hafa mig í að fara á æfingar, með nýjum forsendum þar sem ég get ekki gert allt, þá þurfti ég svolítið að rusla mér þangað með vinum mínum. Það vill svo til að þeir eru í FH og ég hugsaði með mér að ég gæti alveg eins skipt um félag og haft þetta sem nýja byrjun, þó að ég eigi augljóslega ÍR-ingum margt að þakka.“
Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira