Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2022 21:03 Sexi á bænum Óskabakka, sem er sexhyrndur fallegur hrútur með þrjú litamynstur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fjárhúsinu hjá Jökli Helgasyni er fallegt fé með allskonar liti og horn. Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega ófeimin að prófa sig þar áfram. Hann hefur gaman af ferhyrndu fé, eins og þessum hrúti en það er þó hrúturinn Sexi sem vekur hvað mesta athygli í fjárhúsinu því hann er sexhyrndur. „Og hann er vel stigaður þessi hrútur, 84 stig og það er bara spennandi að sjá hvort að það sé hægt að fá áfram sex horn. Það sjást reyndar ekki nema fimm horn núna því það brotnaði eitt á fengitímanum, sennilega hefur hann fest sig í slæðigrind, þannig að eitt hornið er farið af, en það truflar ekki genin,“ segir Jökull. Sexi fékk ellefu kindur á fengitímanum og því er Jökull mjög spenntur að sjá í vor í sauðburðinum hvort sex horn komi einhvers staðar á einhverju lambi. En hefur hann heyrt áður um sexhyrndan hrút? „Nei, ég hef ekki heyrt áður um það en það væri nú forvitnilegt að vita hvort þetta sé til annars staðar á landinu.“ Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega óhræddur við að prófa sig áfram í ræktuninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sexi er nokkuð athyglissjúkur því hann stillir sér alltaf upp. „Já, hann gerir þetta alltaf þegar einhver kemur í húsið, þá er hann komin upp eins og forystukindur,“ segir Jökull hlægjandi. En það eru ekki bara hornin á Sexa, sem gera hann svona merkilega, nei, nei, því hann er líka þrílitur. „Já, grunnliturinn er grár og hann er golsóttur botnóttur, sem sagt grágolsubotnóttur og það er svolítið sérstakt að það skuli vera þrjú litamynstur í einni kind sem á víst ekki að vera hægt en það er greinilega hægt,“ segir Jökull. Jökull Helgason er með myndarlegt fjárbú á Óskabakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Í fjárhúsinu hjá Jökli Helgasyni er fallegt fé með allskonar liti og horn. Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega ófeimin að prófa sig þar áfram. Hann hefur gaman af ferhyrndu fé, eins og þessum hrúti en það er þó hrúturinn Sexi sem vekur hvað mesta athygli í fjárhúsinu því hann er sexhyrndur. „Og hann er vel stigaður þessi hrútur, 84 stig og það er bara spennandi að sjá hvort að það sé hægt að fá áfram sex horn. Það sjást reyndar ekki nema fimm horn núna því það brotnaði eitt á fengitímanum, sennilega hefur hann fest sig í slæðigrind, þannig að eitt hornið er farið af, en það truflar ekki genin,“ segir Jökull. Sexi fékk ellefu kindur á fengitímanum og því er Jökull mjög spenntur að sjá í vor í sauðburðinum hvort sex horn komi einhvers staðar á einhverju lambi. En hefur hann heyrt áður um sexhyrndan hrút? „Nei, ég hef ekki heyrt áður um það en það væri nú forvitnilegt að vita hvort þetta sé til annars staðar á landinu.“ Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega óhræddur við að prófa sig áfram í ræktuninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sexi er nokkuð athyglissjúkur því hann stillir sér alltaf upp. „Já, hann gerir þetta alltaf þegar einhver kemur í húsið, þá er hann komin upp eins og forystukindur,“ segir Jökull hlægjandi. En það eru ekki bara hornin á Sexa, sem gera hann svona merkilega, nei, nei, því hann er líka þrílitur. „Já, grunnliturinn er grár og hann er golsóttur botnóttur, sem sagt grágolsubotnóttur og það er svolítið sérstakt að það skuli vera þrjú litamynstur í einni kind sem á víst ekki að vera hægt en það er greinilega hægt,“ segir Jökull. Jökull Helgason er með myndarlegt fjárbú á Óskabakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent