„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 14:50 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga. EPA/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. Þá voru harðar samkomutakmarkanir í gildi í Bretlandi en haldin var veisla við heimili Borisar til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Var fólk hvatt til að mæta með eigið áfengi. Í síðustu viku baðst forsætisráðherrann afsökunar á þingi og sagðist hann hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða. Sjá einnig: Boris á hálum ís Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Borisar, steig þó fram og sagði forsætisráðherrann hafa logið að þinginu. Hann sagðist persónulega hafa bent á að samkvæmið færi gegn reglunum og háttsettur embættismaður hefði sagst ætla að bera það undir Boris, samkvæmt frétt Guardian. Skömmu seinna hefði Boris sagt við starfsfólk að áðurnefndur embættismaður hefði boðið fólki í samkvæmi og fagnað því. Cummings sagði forsætisráðherrann hafa leitt hjá sér að samkvæmið væri gegn reglunum. Boris sagði svo í viðtali við Sky News í dag að enginn hefði sagt honum að samkvæmið væri brot á reglunum. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína og sagði að aldrei hefði átt að halda samkvæmið. Þá sagði hann að enginn hefði sagt sér að samkvæmið væri brot á reglunum. Ef það hefði verið gert hefði samkvæmið aldrei verið haldið. „Ég man þetta svo að ég fór út í garð í um 25 mínútur, sem ég hélt að væri vinnuatburður, og að tala við starfsfólkið, þakka starfsfólkinu. Síðan fó ég aftur inn á skrifstofu og hélt áfram að vinna,“ sagði Boris. Hann sagði einnig að eftir á að hyggja hefði hann strax átt að sjá að þetta væri brot á reglum og segja fólki að fara aftur inn. Samkvæmið er til rannsóknar og er forsætisráðherrann var spurður hvort hann myndi segja af sér ef í ljós kæmi að hann hefði sagt þingmönnum ósatt sagði hann: „Sjáum hvað fram kemur í skýrslunni“. Bretland Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira
Þá voru harðar samkomutakmarkanir í gildi í Bretlandi en haldin var veisla við heimili Borisar til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Var fólk hvatt til að mæta með eigið áfengi. Í síðustu viku baðst forsætisráðherrann afsökunar á þingi og sagðist hann hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða. Sjá einnig: Boris á hálum ís Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Borisar, steig þó fram og sagði forsætisráðherrann hafa logið að þinginu. Hann sagðist persónulega hafa bent á að samkvæmið færi gegn reglunum og háttsettur embættismaður hefði sagst ætla að bera það undir Boris, samkvæmt frétt Guardian. Skömmu seinna hefði Boris sagt við starfsfólk að áðurnefndur embættismaður hefði boðið fólki í samkvæmi og fagnað því. Cummings sagði forsætisráðherrann hafa leitt hjá sér að samkvæmið væri gegn reglunum. Boris sagði svo í viðtali við Sky News í dag að enginn hefði sagt honum að samkvæmið væri brot á reglunum. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína og sagði að aldrei hefði átt að halda samkvæmið. Þá sagði hann að enginn hefði sagt sér að samkvæmið væri brot á reglunum. Ef það hefði verið gert hefði samkvæmið aldrei verið haldið. „Ég man þetta svo að ég fór út í garð í um 25 mínútur, sem ég hélt að væri vinnuatburður, og að tala við starfsfólkið, þakka starfsfólkinu. Síðan fó ég aftur inn á skrifstofu og hélt áfram að vinna,“ sagði Boris. Hann sagði einnig að eftir á að hyggja hefði hann strax átt að sjá að þetta væri brot á reglum og segja fólki að fara aftur inn. Samkvæmið er til rannsóknar og er forsætisráðherrann var spurður hvort hann myndi segja af sér ef í ljós kæmi að hann hefði sagt þingmönnum ósatt sagði hann: „Sjáum hvað fram kemur í skýrslunni“.
Bretland Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira