Íslenski boltinn

ÍA fékk Dana og Svía frá Val

Sindri Sverrisson skrifar
Johannes Vall og Christian Köhler léku með Val á síðustu leiktíð.
Johannes Vall og Christian Köhler léku með Val á síðustu leiktíð. VÍSIR/BÁRA

Knattspyrnufélagið ÍA hefur samið við tvo nýja leikmenn um að spila með liðinu næstu tvö árin en báðir léku með Val á Hlíðarenda síðustu leiktíð.

Þetta eru danski miðjumaðurinn Christian Köhler og sænski varnarmaðurinn Johannes Vall. Báðir komu við sögu í 18 deildarleikjum með Val á síðustu leiktíð.

Köhler er 25 ára gamall og á að baki tímabil í efstu deildum Danmerkur og Svíþjóðar, með Nordsjælland, Helsingör og Trelleborg.

Vall, sem er 29 ára, hefur einnig leikið í efstu deild Svíþjóðar, með Falkenberg og Norrköping.

ÍA bjargaði sér með ævintýralegum hætti frá falli úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Í síðustu viku tilkynntu Skagamenn um komu miðvarðarins Arons Bjarka Jósepssonar frá KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×