Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2022 08:30 Forsætisráðherrann hefur sætt harðri gagnrýni og meðal annars tekist að koma sér í ónáð hjá samflokksmönnum sínum. epa/Andy Rain Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. The Guardian hefur eftir þingmönnum flokksins að svo virðist sem Johnson geri sér enn ekki grein fyrir því hversu alvarleg staða hans er orðin en meira en tugur nýrra þingmanna hittist í gær og ræddi framtíð forsætsráðherrans. Að þeim fundi loknum sagði einn þeirra að um það bil 20 vantraustsyfirlýsingar hefðu annað hvort verið lagðar fram eða væru í undirbúningi en 54 þarf til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um vantraust á forsætisráðherrann. Johnson steig sjálfur fram í gær og neitaði staðhæfingum Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafa síns, um að hann hefði logið að þinginu þegar hann sagði að hann hefði ekki vitað að garðpartý sem haldið var í Downingstræti þegar fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar stóðu yfir hefði falið í sér brot á sóttvarnareglum. Rannsókn stendur yfir á framgöngu forsætisráðherra og meintum sóttvarnabrotum og Cummings mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar komi út í næstu viku og heimildir Guardian herma að þeir sem vilja Johnson frá telji heppilegast að bíða eftir henni, til að hámarka líkurnar á því að vantraust nái fram að ganga. Heimildarmenn Guardian telja líklegra að Johnson segi af sér en ganga í gegnum atkvæðagreiðslu um vantraust en á sama tíma segja þeir hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða hans er orðin.epa/Jessica Taylor Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir þeirrar skoðunar að Johnson sé líklegri til að segja af sér frekar en að þola atkvæðagreiðslu um vantraust samflokksmanna sinna. Líkurnar á atkvæðagreiðslu hafi aukist en óánægjan með forsætisráðherrann sé ekki bara meðal nýrra þingmann heldur einnig reynslubolta flokksins. „Þetta er á lokastigi. Veruleg reiði hefur umbreyst í kalt mat á því hvernig best er að gera þetta. Og hvern viljum við í staðinn? Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort,“ hefur Guardian eftir einum þingmanna Íhaldsflokksins. Hann segir vantraustyfirlýsingarnar koma úr öllum áttum; frá hægri og vinstri, og frá þeim sem studdu Brexit og þeim sem vildu vera áfram innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherrann Rishi Sunak, utnaríkisráðherrann Liz Truss og heilbrigðisráðherrann Sajid David eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem möguleikir arftakar Johnson. Þá hefur Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gefið út að hann hafi mögulega áhuga á að sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en mikið þyrfti til. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
The Guardian hefur eftir þingmönnum flokksins að svo virðist sem Johnson geri sér enn ekki grein fyrir því hversu alvarleg staða hans er orðin en meira en tugur nýrra þingmanna hittist í gær og ræddi framtíð forsætsráðherrans. Að þeim fundi loknum sagði einn þeirra að um það bil 20 vantraustsyfirlýsingar hefðu annað hvort verið lagðar fram eða væru í undirbúningi en 54 þarf til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um vantraust á forsætisráðherrann. Johnson steig sjálfur fram í gær og neitaði staðhæfingum Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafa síns, um að hann hefði logið að þinginu þegar hann sagði að hann hefði ekki vitað að garðpartý sem haldið var í Downingstræti þegar fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar stóðu yfir hefði falið í sér brot á sóttvarnareglum. Rannsókn stendur yfir á framgöngu forsætisráðherra og meintum sóttvarnabrotum og Cummings mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar komi út í næstu viku og heimildir Guardian herma að þeir sem vilja Johnson frá telji heppilegast að bíða eftir henni, til að hámarka líkurnar á því að vantraust nái fram að ganga. Heimildarmenn Guardian telja líklegra að Johnson segi af sér en ganga í gegnum atkvæðagreiðslu um vantraust en á sama tíma segja þeir hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða hans er orðin.epa/Jessica Taylor Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir þeirrar skoðunar að Johnson sé líklegri til að segja af sér frekar en að þola atkvæðagreiðslu um vantraust samflokksmanna sinna. Líkurnar á atkvæðagreiðslu hafi aukist en óánægjan með forsætisráðherrann sé ekki bara meðal nýrra þingmann heldur einnig reynslubolta flokksins. „Þetta er á lokastigi. Veruleg reiði hefur umbreyst í kalt mat á því hvernig best er að gera þetta. Og hvern viljum við í staðinn? Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort,“ hefur Guardian eftir einum þingmanna Íhaldsflokksins. Hann segir vantraustyfirlýsingarnar koma úr öllum áttum; frá hægri og vinstri, og frá þeim sem studdu Brexit og þeim sem vildu vera áfram innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherrann Rishi Sunak, utnaríkisráðherrann Liz Truss og heilbrigðisráðherrann Sajid David eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem möguleikir arftakar Johnson. Þá hefur Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gefið út að hann hafi mögulega áhuga á að sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en mikið þyrfti til.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50