Skoða sölu á Malbikunarstöðinni Höfða sem er á leið til Hafnarfjarðar Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2022 13:28 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. VÍSIR/VILHELM Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum. Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, í samtali við Vísi. „Þessi samningur kveður á um hvað Malbikunarstöðin Höfði taki með sér, tímasetningar varðandi niðurrif, hvernig stöðin eigi að skilja við sig og annað slíkt.“ Í meirihlutasáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna var kveðið á að um fundinn yrði nýr staður fyrir Malbikunarstöðina. „Við fundum lóð uppi á Esjumelum, en fyrirtækið fann svo lóð í Hafnarfirði þar sem áður var starfrækt malbikunarstöð. Þar hafi því ýmsir innviðir verið þegar til staðar.“ Þórdís Lóa segir að nú verði ráðist í að skoða kosti og galla sölu borgarinnar á Malbikunarstöðinni Höfða. Hún segist sjálf vera á því að réttast sé að selja fyrirtækið. „Ég er á því að borgin eigi ekki að starfa á svona samkeppnismarkaði, en á sama tíma skiptir auðvitað máli að það ríki sannarlega samkeppni á þessum markaði. En við förum nú í að skoða þetta.“ Í samkomulaginu segir að flutningi á Malbilunarstöðinni skuli vera lokið 28. febrúar 2022, niðurrif á malbikunarstöðinni í apríl 2022, niðurrif á mulningsfæribandi skal vera lokið í júlí 2022 og afurðarsíló og tankar skulu vera settir í sölu eða endurvinnslu og skal því vera lokið sumarið 2023. Borgin gerir ráð fyrir 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum og léttri þjónustustarfsemi. Reykjavík Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, í samtali við Vísi. „Þessi samningur kveður á um hvað Malbikunarstöðin Höfði taki með sér, tímasetningar varðandi niðurrif, hvernig stöðin eigi að skilja við sig og annað slíkt.“ Í meirihlutasáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna var kveðið á að um fundinn yrði nýr staður fyrir Malbikunarstöðina. „Við fundum lóð uppi á Esjumelum, en fyrirtækið fann svo lóð í Hafnarfirði þar sem áður var starfrækt malbikunarstöð. Þar hafi því ýmsir innviðir verið þegar til staðar.“ Þórdís Lóa segir að nú verði ráðist í að skoða kosti og galla sölu borgarinnar á Malbikunarstöðinni Höfða. Hún segist sjálf vera á því að réttast sé að selja fyrirtækið. „Ég er á því að borgin eigi ekki að starfa á svona samkeppnismarkaði, en á sama tíma skiptir auðvitað máli að það ríki sannarlega samkeppni á þessum markaði. En við förum nú í að skoða þetta.“ Í samkomulaginu segir að flutningi á Malbilunarstöðinni skuli vera lokið 28. febrúar 2022, niðurrif á malbikunarstöðinni í apríl 2022, niðurrif á mulningsfæribandi skal vera lokið í júlí 2022 og afurðarsíló og tankar skulu vera settir í sölu eða endurvinnslu og skal því vera lokið sumarið 2023. Borgin gerir ráð fyrir 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum og léttri þjónustustarfsemi.
Reykjavík Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent