Rándýr stóll Góða hirðisins loksins kominn með heimili Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. janúar 2022 21:00 Nýuppgerður stóllinn og helstu leikendur í þessu stóra máli. Frá vinstri: Ólafur Thorarensen húsgagnasmiður, Ásdís Birgisdóttir, nemi í húsgagnabólstrun, Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal og Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. vísir/egill Saga rándýra hönnunarstólsins sem var til sölu hjá Góða hirðinum fékk farsælan endi í dag. Stóllinn hefur hlotið sannkallaða yfirhalningu og var í dag gefinn til góðgerðasamtaka. Það vakti mikla athygli þegar stóllinn fór á sölu hjá Góða hirðinum og var settur á hálfa milljón króna. Stóllinn er dönsk hönnunarvara frá 6. áratug síðustu aldar. Fyrrverandi eigandi hans gaf sig svo fram við Góða hirðinn. Sá hafði misst konu sína úr krabbameini og vildi að stóllinn færi á uppboð þar sem ágóðinn af sölunni rynni til Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Það var svo eigandi Epal hönnunarvöruverslunar sem keypti stólinn fyrir 165 þúsund krónur og ákvað að styrkja Ljósið enn meira, um samtals 330 þúsund krónur. Stóll sem gefur gott í hjartað Svo var að ákveða hvað ætti að gera við sjálfan stólinn. „Og ég fékk fullt af svona áhugaverðum ábendingum en margir sögðu mér finnst Ljósið eiga að fá hann. Tónninn á að enda þar. Svo að við tókum þá ákvörðun,“ segir Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal. Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir sorglegt að sjá eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. Stóllinn var afhentur Ljósinu í dag. „Þetta er bara bæði gott í hjartað, yndislegt að fá þennan styrk, sagan öll og allt þetta góða fólk sem kemur að þessu þannig við erum bara himinlifandi,“ segir Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. En stóllinn fékk sannkallaða yfirhalningu áður en hann var afhentur. Margir hneyksluðust nefnilega á verðinu á stólnum, eins illa farinn og hann var. En Eyjólfur fékk bólstrunarnema og húsgagnasmið með sér í lið til að lagfæra stólinn sem er orðinn glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Stóllinn fyrir og eftir yfirhalningu Ólafs og Ásdísar.vísir/sigurjón/egill „Og hvað gerðirðu við stólinn, hvað er búið að gera við hann? Slípa hann upp og vinna allt gamla efnið af honum, bæði fitu og annað og bera svo á hann aftur,“ segir Ólafur Thorarensen húsgagnasmiður. Dansk-íslenskur stóll Og þegar smiðurinn hafði lokið sér af tók bólstrunarneminn við. „Ég bara vil gjarnan gefa vinnu mína þar sem hægt er og mér þetta fannst mér alveg tilvalið, “ segir Ásdís Birgisdóttir, nemi í húsgagnabólstrun. „Mér finnst þetta ákaflega skemmtilegt og ekki síst að fást við íslenskt hráefni og að stóllinn sé að fara á svona góðan stað,“ heldur hún áfram. Þannig bólstraði Ásdís hann með íslensku ullarefni, sem Kormákur og Skjöldur nota í tvítjakka sína. Þetta er orðinn svona dansk-íslenskur stóll er það ekki? „Jú, jú, og það er nú gott í tilefni kvöldsins þegar Danmörk og Ísland spila handbolta í kvöld,“ segir Eyjólfur. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Tíska og hönnun Sorpa Verslun Reykjavík Hús og heimili Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eyjólfur í Epal með hæsta boð og leitar fólks sem á skilið að fá stólinn gefins Eyjólfur Pálsson, stofnandi og aðaleigandi Epal, átti hæsta boðið í danskan hönnunarstól sem Góði hirðirinn setti á uppboð á dögunum. 165 þúsund krónur fengust fyrir stólinn sem hannaður er af danska húsgagnahönnuðinum Arne Vodder en upphæðin rennur til Ljóssins. 21. desember 2021 08:01 Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14. desember 2021 19:00 Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar stóllinn fór á sölu hjá Góða hirðinum og var settur á hálfa milljón króna. Stóllinn er dönsk hönnunarvara frá 6. áratug síðustu aldar. Fyrrverandi eigandi hans gaf sig svo fram við Góða hirðinn. Sá hafði misst konu sína úr krabbameini og vildi að stóllinn færi á uppboð þar sem ágóðinn af sölunni rynni til Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Það var svo eigandi Epal hönnunarvöruverslunar sem keypti stólinn fyrir 165 þúsund krónur og ákvað að styrkja Ljósið enn meira, um samtals 330 þúsund krónur. Stóll sem gefur gott í hjartað Svo var að ákveða hvað ætti að gera við sjálfan stólinn. „Og ég fékk fullt af svona áhugaverðum ábendingum en margir sögðu mér finnst Ljósið eiga að fá hann. Tónninn á að enda þar. Svo að við tókum þá ákvörðun,“ segir Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal. Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir sorglegt að sjá eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. Stóllinn var afhentur Ljósinu í dag. „Þetta er bara bæði gott í hjartað, yndislegt að fá þennan styrk, sagan öll og allt þetta góða fólk sem kemur að þessu þannig við erum bara himinlifandi,“ segir Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. En stóllinn fékk sannkallaða yfirhalningu áður en hann var afhentur. Margir hneyksluðust nefnilega á verðinu á stólnum, eins illa farinn og hann var. En Eyjólfur fékk bólstrunarnema og húsgagnasmið með sér í lið til að lagfæra stólinn sem er orðinn glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Stóllinn fyrir og eftir yfirhalningu Ólafs og Ásdísar.vísir/sigurjón/egill „Og hvað gerðirðu við stólinn, hvað er búið að gera við hann? Slípa hann upp og vinna allt gamla efnið af honum, bæði fitu og annað og bera svo á hann aftur,“ segir Ólafur Thorarensen húsgagnasmiður. Dansk-íslenskur stóll Og þegar smiðurinn hafði lokið sér af tók bólstrunarneminn við. „Ég bara vil gjarnan gefa vinnu mína þar sem hægt er og mér þetta fannst mér alveg tilvalið, “ segir Ásdís Birgisdóttir, nemi í húsgagnabólstrun. „Mér finnst þetta ákaflega skemmtilegt og ekki síst að fást við íslenskt hráefni og að stóllinn sé að fara á svona góðan stað,“ heldur hún áfram. Þannig bólstraði Ásdís hann með íslensku ullarefni, sem Kormákur og Skjöldur nota í tvítjakka sína. Þetta er orðinn svona dansk-íslenskur stóll er það ekki? „Jú, jú, og það er nú gott í tilefni kvöldsins þegar Danmörk og Ísland spila handbolta í kvöld,“ segir Eyjólfur. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Tíska og hönnun Sorpa Verslun Reykjavík Hús og heimili Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eyjólfur í Epal með hæsta boð og leitar fólks sem á skilið að fá stólinn gefins Eyjólfur Pálsson, stofnandi og aðaleigandi Epal, átti hæsta boðið í danskan hönnunarstól sem Góði hirðirinn setti á uppboð á dögunum. 165 þúsund krónur fengust fyrir stólinn sem hannaður er af danska húsgagnahönnuðinum Arne Vodder en upphæðin rennur til Ljóssins. 21. desember 2021 08:01 Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14. desember 2021 19:00 Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Eyjólfur í Epal með hæsta boð og leitar fólks sem á skilið að fá stólinn gefins Eyjólfur Pálsson, stofnandi og aðaleigandi Epal, átti hæsta boðið í danskan hönnunarstól sem Góði hirðirinn setti á uppboð á dögunum. 165 þúsund krónur fengust fyrir stólinn sem hannaður er af danska húsgagnahönnuðinum Arne Vodder en upphæðin rennur til Ljóssins. 21. desember 2021 08:01
Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14. desember 2021 19:00
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41