„Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2022 20:06 Tómas Guðbjartsson telur óráðlegt að fara hratt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Vísir Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. Tómas sendi inn skoðanagrein á Vísi fyrr í dag sem ber heitið: „Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum.“ Í greininni skýtur hann bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómara og lögmann. Tómas og Jón Steinar tókust á í viðtali á Bylgjunni fyrr í vikunni og sá síðarnefndi kallaði núgildandi sóttvarnatakmarkanir „móðursýki“ og „sósíalisma,“ að því er fram kemur í grein Tómasar. „Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflast fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar [...] Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Tómas. Landspítali geti ekki kallað inn varaþingmenn Hann tekur Evrópumótið í handbolta sem dæmi og segir að skipuleggjendur hefðu átt að viðhafa miklu betri sóttvarnir. Eins og greint hefur verið frá hafa nú sex liðsmenn íslenska landsliðsins í handbolta smitast af kórónuveirunni. „Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt [...] Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark,“ segir Tómas meðal annars í greininni. Læknirinn virðist ekkert botna í meintu skeytingarleysi mótshaldara og segir að Covid-sýkingar geti í verstu tilfellum reynst banvænar. Þá sérstaklega ef slík sýking ratar inn á Landspítala enda séu sjúklingar oftast veikir fyrir. „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ræða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum.“ „Þetta er augljósa ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega. Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00 Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Tómas sendi inn skoðanagrein á Vísi fyrr í dag sem ber heitið: „Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum.“ Í greininni skýtur hann bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómara og lögmann. Tómas og Jón Steinar tókust á í viðtali á Bylgjunni fyrr í vikunni og sá síðarnefndi kallaði núgildandi sóttvarnatakmarkanir „móðursýki“ og „sósíalisma,“ að því er fram kemur í grein Tómasar. „Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflast fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar [...] Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Tómas. Landspítali geti ekki kallað inn varaþingmenn Hann tekur Evrópumótið í handbolta sem dæmi og segir að skipuleggjendur hefðu átt að viðhafa miklu betri sóttvarnir. Eins og greint hefur verið frá hafa nú sex liðsmenn íslenska landsliðsins í handbolta smitast af kórónuveirunni. „Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt [...] Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark,“ segir Tómas meðal annars í greininni. Læknirinn virðist ekkert botna í meintu skeytingarleysi mótshaldara og segir að Covid-sýkingar geti í verstu tilfellum reynst banvænar. Þá sérstaklega ef slík sýking ratar inn á Landspítala enda séu sjúklingar oftast veikir fyrir. „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ræða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum.“ „Þetta er augljósa ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega. Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00 Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00
Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26