Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2022 22:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í viðtali við Stöð 2 framan við höfuðstöðvar félagsins á Reykjavíkurflugvelli í dag. Sigurjón Ólason Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að þegar stjórn Icelandair ákvað árið 2012 að kaupa Boeing 737 Max-þoturnar var miðað við að síðar þyrfti að kaupa stærri og langdrægari þotur til að sinna fjarlægari áfangastöðum samhliða því sem Boeing 757 fækkaði í flotanum. Max-vélunum var ætlað að þjóna áfangastöðum félagsins í Evrópu en einnig þeim á austurströnd Bandaríkjanna sem næstir eru Íslandi. Reyndin hefur orðið sú að þær drífa mun lengra, meðal annars til Orlando og Seattle. Fjórtán Boeing 737 Max-þotur verða í flota Icelandair í sumar, einni fleiri en 757-þotur, sem fækkar niður í þrettán í farþegafluginu.KMU Icelandair hefur núna ákveðið að fá tvær Max-vélar til viðbótar fyrir sumarið. Þrýstingur á nýja tegund hefur minnkað. „Hún er bara hagkvæmari hvað varðar eldsneytisnotkun, notar minna eldsneyti heldur en gert var ráð fyrir. Það þýðir að hún getur þá flogið lengra,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Alls verða fjórtán Max-vélar í flota Icelandair næsta sumar. Það þýðir að Maxarnir verða fleiri en 757-vélarnar, sem verið hafa burðarklár félagsins í þrjátíu ár. En núna styttist í að þær hverfi úr þjónustu félagsins en sautján ár eru frá því Boeing hætti framleiðslu 757. Boeing 757 við viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið gerir ráð fyrir að hætta rekstri þeirra eftir fjögur ár.Sigurjón Ólason. „Við höfum verið að taka þær smám saman út úr flotanum og fækka þeim. Við vorum með, held ég, mest um tuttuguogfimm 757-vélar í farþegaleiðakerfinu og verðum með þrettán núna í sumar. Og reiknum með að svona árið 2026 fari síðustu sjö-fimmurnar að fara út úr flotanum okkar.“ Auk 737 og 757 rekur félagið breiðþotur af gerðinni Boeing 767, sem taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Max átta þoturnar. 767-breiðþoturnar segir Bogi auk þess henta vel í fraktflugi. Boeing 767-breiðþotur eru stærstu vélarnar í þjónustu Icelandair, taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Boeing 737 Max-8.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með mjög heppilegan flota fyrir leiðakerfið og höfum nokkra valmöguleika til framtíðar, sem er mjög mikilvægt þegar við förum að - hvað eigum við að segja – etja framleiðendum og fjármögnunaraðilum saman.“ Bogi gerir ráð fyrir að á síðari hluta þessa áratugar þurfi að taka inn nýjar vélar til að leysa 757-vélarnar endanlega af hólmi. Félagið sé enn spennt fyrir Airbus þotum af 320 línunni, þá einkum A321 LR. Einnig séu breiðþotur til skoðunar, þar á meðal Boeing 787 Dreamliner. Tölvugerð mynd af Boeing 787 Dreamliner í litum Icelandair.Boeing „Síðan eru 787-breiðþotur líka, sem koma til greina, og henta mjög vel til dæmis fyrir cargo-flutninga með farþegaflutningunum – bara kemur vel út í okkar módelum – og eitthvað sem er þá valkostur við hliðina á – hvað eigum við að segja - Airbus-fjölskyldunni til lengri tíma hjá okkur,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. 18. janúar 2022 19:12 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að þegar stjórn Icelandair ákvað árið 2012 að kaupa Boeing 737 Max-þoturnar var miðað við að síðar þyrfti að kaupa stærri og langdrægari þotur til að sinna fjarlægari áfangastöðum samhliða því sem Boeing 757 fækkaði í flotanum. Max-vélunum var ætlað að þjóna áfangastöðum félagsins í Evrópu en einnig þeim á austurströnd Bandaríkjanna sem næstir eru Íslandi. Reyndin hefur orðið sú að þær drífa mun lengra, meðal annars til Orlando og Seattle. Fjórtán Boeing 737 Max-þotur verða í flota Icelandair í sumar, einni fleiri en 757-þotur, sem fækkar niður í þrettán í farþegafluginu.KMU Icelandair hefur núna ákveðið að fá tvær Max-vélar til viðbótar fyrir sumarið. Þrýstingur á nýja tegund hefur minnkað. „Hún er bara hagkvæmari hvað varðar eldsneytisnotkun, notar minna eldsneyti heldur en gert var ráð fyrir. Það þýðir að hún getur þá flogið lengra,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Alls verða fjórtán Max-vélar í flota Icelandair næsta sumar. Það þýðir að Maxarnir verða fleiri en 757-vélarnar, sem verið hafa burðarklár félagsins í þrjátíu ár. En núna styttist í að þær hverfi úr þjónustu félagsins en sautján ár eru frá því Boeing hætti framleiðslu 757. Boeing 757 við viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið gerir ráð fyrir að hætta rekstri þeirra eftir fjögur ár.Sigurjón Ólason. „Við höfum verið að taka þær smám saman út úr flotanum og fækka þeim. Við vorum með, held ég, mest um tuttuguogfimm 757-vélar í farþegaleiðakerfinu og verðum með þrettán núna í sumar. Og reiknum með að svona árið 2026 fari síðustu sjö-fimmurnar að fara út úr flotanum okkar.“ Auk 737 og 757 rekur félagið breiðþotur af gerðinni Boeing 767, sem taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Max átta þoturnar. 767-breiðþoturnar segir Bogi auk þess henta vel í fraktflugi. Boeing 767-breiðþotur eru stærstu vélarnar í þjónustu Icelandair, taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Boeing 737 Max-8.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með mjög heppilegan flota fyrir leiðakerfið og höfum nokkra valmöguleika til framtíðar, sem er mjög mikilvægt þegar við förum að - hvað eigum við að segja – etja framleiðendum og fjármögnunaraðilum saman.“ Bogi gerir ráð fyrir að á síðari hluta þessa áratugar þurfi að taka inn nýjar vélar til að leysa 757-vélarnar endanlega af hólmi. Félagið sé enn spennt fyrir Airbus þotum af 320 línunni, þá einkum A321 LR. Einnig séu breiðþotur til skoðunar, þar á meðal Boeing 787 Dreamliner. Tölvugerð mynd af Boeing 787 Dreamliner í litum Icelandair.Boeing „Síðan eru 787-breiðþotur líka, sem koma til greina, og henta mjög vel til dæmis fyrir cargo-flutninga með farþegaflutningunum – bara kemur vel út í okkar módelum – og eitthvað sem er þá valkostur við hliðina á – hvað eigum við að segja - Airbus-fjölskyldunni til lengri tíma hjá okkur,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. 18. janúar 2022 19:12 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. 18. janúar 2022 19:12
Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33
Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44
Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54