Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 10:23 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun ræða áherslur sínar fyrir árið í dag. AP/Robert Bumsted Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. Þegar hann tók við störfum þann 1. janúar 2017 lagði hann sérstaka áherslu á að reyna að koma í veg fyrir átök í heiminum og tæka ójöfnuð. „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur engin völd. Við getum haft áhrif. Ég get sannfært, ég get miðlað en ég hef engin völd,“ sagði Guterres í viðtali við AP fréttaveituna. Guterres segist þurfa að reyna að miðla mála deiluaðila á milli og stuðla til friðar á hverjum degi. Til dæmis hafi hann í þessari viku rætt við deiluaðila í Eþíópíu og leiðtoga hersins í Malí sem tóku nýverið völd þar í landi og frestuðu kosningum sem áttu að fara fram í næsta mánuði til 2026. Varðandi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hefur vald til að stuðla að heimsfriði og öryggi, meðal annar með refsiaðgerðum og jafnvel hernaðaraðgerðum, sagði Guterres að ráðið væri sundrað. Það ætti sérstaklega við fimm aðildarríki ráðsins sem hefðu neitunarvald. Rússar og Kína væru oft á öndverðum póli við Bandaríkin, Bretland og Frakkland um stór mál. Þar á meðal um nýjar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra. Sjá einnig: Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Guterres var einnig spurður út í það hvort Rússar, sem hafa komið hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu, muni gera innrás. Hann sagðist telja að engin yrði innrásin. „Því ég trúi ekki á hernaðarlausnir á vandamálum og ég held að besta leiðin til að leysa þessi vandamál sé í gegnum samninga og viðræður,“ sagði Guterres. Hann ítrekaði að innrás Rússa í Úkraínu myndi hafa hörmulegar afleiðingar. Sjá einnig: Blinken og Lavrov funda í Genf í dag Guterres mun flytja ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann mun fara yfir helstu áherslur sínar á þessu ári. Í áðurnefndu viðtali nefndi hann þrjú atriði sem hann ætlaði sér að nefna í ræðunni. Það fyrsta væri ójöfnuður í dreifingu bóluefna gegn Covid-19 og þá sérstaklega í Afríku. Hann ætlar einnig að ræða um þörfina á því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og alþjóðafjárhagskerfið sem hann segir gífurlega ósanngjarnt í hag auðugra þjóða. Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Þegar hann tók við störfum þann 1. janúar 2017 lagði hann sérstaka áherslu á að reyna að koma í veg fyrir átök í heiminum og tæka ójöfnuð. „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur engin völd. Við getum haft áhrif. Ég get sannfært, ég get miðlað en ég hef engin völd,“ sagði Guterres í viðtali við AP fréttaveituna. Guterres segist þurfa að reyna að miðla mála deiluaðila á milli og stuðla til friðar á hverjum degi. Til dæmis hafi hann í þessari viku rætt við deiluaðila í Eþíópíu og leiðtoga hersins í Malí sem tóku nýverið völd þar í landi og frestuðu kosningum sem áttu að fara fram í næsta mánuði til 2026. Varðandi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hefur vald til að stuðla að heimsfriði og öryggi, meðal annar með refsiaðgerðum og jafnvel hernaðaraðgerðum, sagði Guterres að ráðið væri sundrað. Það ætti sérstaklega við fimm aðildarríki ráðsins sem hefðu neitunarvald. Rússar og Kína væru oft á öndverðum póli við Bandaríkin, Bretland og Frakkland um stór mál. Þar á meðal um nýjar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra. Sjá einnig: Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Guterres var einnig spurður út í það hvort Rússar, sem hafa komið hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu, muni gera innrás. Hann sagðist telja að engin yrði innrásin. „Því ég trúi ekki á hernaðarlausnir á vandamálum og ég held að besta leiðin til að leysa þessi vandamál sé í gegnum samninga og viðræður,“ sagði Guterres. Hann ítrekaði að innrás Rússa í Úkraínu myndi hafa hörmulegar afleiðingar. Sjá einnig: Blinken og Lavrov funda í Genf í dag Guterres mun flytja ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann mun fara yfir helstu áherslur sínar á þessu ári. Í áðurnefndu viðtali nefndi hann þrjú atriði sem hann ætlaði sér að nefna í ræðunni. Það fyrsta væri ójöfnuður í dreifingu bóluefna gegn Covid-19 og þá sérstaklega í Afríku. Hann ætlar einnig að ræða um þörfina á því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og alþjóðafjárhagskerfið sem hann segir gífurlega ósanngjarnt í hag auðugra þjóða.
Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira