„Augljóslega er þetta ekki gott“ Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2022 12:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. Það er lítið vatn í uppistöðulónunum og þaðan af minni raforku til að dreifa úr virkjunum landsins. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi aðila sem hefur samið þannig við Landsvirkjun að skerða megi orkuna til þeirra þegar hún er af skornum skammti, er að brenna olíu til að knýja starfsemi sína. Loðnubræðslur eru þar á meðal og nú þurfa Vestfirðingar að sæta skerðingum til kyndingar á heimilum. Þá kemur fram í Morgunblaðinu að komið geti til skerðingar á orku til reksturs ferjunnar Herjólfs. Óviðunandi ástand Forsætisráðherra segir ýmislegt þurfa að gera í málaflokknum. Einfalda regluverk um breytingar á flutningskerfi orku, enda snúist þetta ekki bara um virkjanir, heldur einkum flutningskerfið. „Síðan veit ég að á þingmálaskrá umhverfis- og loftslagsráðherra er frumvarp sem snýst um það að það verði hægt að einfalda ferla við að stækka núverandi virkjanir, sem ég held að sé mjög skynsamleg ráðstöfun,“ segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir: „Ég held að það hafi komið nokkuð kröftugar í bakið á okkur að við höfum gert minna á síðastliðnum árum og umræðan hefur verið þannig að það hafi ekki þurft. En svo kemur í ljós þegar veðráttan er óhagstæð að orkuþörfin er fyrir hendi og hún vex hratt. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand.“ Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í Morgunblaðinu að ekki sé hægt að bjóða Vestfirðingum upp á þessi skilyrði, að kyndingin muni kosta um 70.000 krónur á hvern íbúa næstu fjóra mánuði. „Augljóslega er þetta ekki gott. Eins og ég segi hefur ráðherrann aðgerðir í undirbúningi bæði til lengri tíma og skemmri tíma, en þar þarf auðvitað að bæði að horfa á flutningskerfið sjálft, lagaumhverfið og síðan framleiðslu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stóriðja Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Það er lítið vatn í uppistöðulónunum og þaðan af minni raforku til að dreifa úr virkjunum landsins. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi aðila sem hefur samið þannig við Landsvirkjun að skerða megi orkuna til þeirra þegar hún er af skornum skammti, er að brenna olíu til að knýja starfsemi sína. Loðnubræðslur eru þar á meðal og nú þurfa Vestfirðingar að sæta skerðingum til kyndingar á heimilum. Þá kemur fram í Morgunblaðinu að komið geti til skerðingar á orku til reksturs ferjunnar Herjólfs. Óviðunandi ástand Forsætisráðherra segir ýmislegt þurfa að gera í málaflokknum. Einfalda regluverk um breytingar á flutningskerfi orku, enda snúist þetta ekki bara um virkjanir, heldur einkum flutningskerfið. „Síðan veit ég að á þingmálaskrá umhverfis- og loftslagsráðherra er frumvarp sem snýst um það að það verði hægt að einfalda ferla við að stækka núverandi virkjanir, sem ég held að sé mjög skynsamleg ráðstöfun,“ segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir: „Ég held að það hafi komið nokkuð kröftugar í bakið á okkur að við höfum gert minna á síðastliðnum árum og umræðan hefur verið þannig að það hafi ekki þurft. En svo kemur í ljós þegar veðráttan er óhagstæð að orkuþörfin er fyrir hendi og hún vex hratt. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand.“ Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í Morgunblaðinu að ekki sé hægt að bjóða Vestfirðingum upp á þessi skilyrði, að kyndingin muni kosta um 70.000 krónur á hvern íbúa næstu fjóra mánuði. „Augljóslega er þetta ekki gott. Eins og ég segi hefur ráðherrann aðgerðir í undirbúningi bæði til lengri tíma og skemmri tíma, en þar þarf auðvitað að bæði að horfa á flutningskerfið sjálft, lagaumhverfið og síðan framleiðslu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stóriðja Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10