Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2022 12:45 Róbert Wessman. Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Wessman, sem er forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech, sem hann segist knúinn til að senda frá sér. Það sé vegna þess að ýjað hafi verið að því að hann hafi komið að innbrotinu. Sagt var frá því í gær að brotist hefði verið inn í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs, og þar hafi þjófarnir komið höndum yfir lykla að skrifstofum miðilsins. Reynir sagði að um „útsendara“ væri að ræða og þeir hefðu farið inn á skrifstofurnar og eytt öllu út af fréttasíðunni, sem lá niðri um tíma í gær. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,” sagði Reynir í samtali við Vísi. Aðspurður um hvort einhverjir lægju undir grun nefndi Reynir Róbert Wessman. „Það er svo annar kapítúli. Við höfum verið að birta greinar um Róbert Wessman, sem hefur verið mjög ósáttur og viljað fá öll gögn sem ég bý yfir. Við sögðum frá því að lögfræðistofa í London sem kostar ekkert smáræði, sama stofa og vann fyrir Harvey Weinstein, er að vinna fyrir þá í því að krefja okkur um öll gögn sem snúa að Róbert Wessman. Nú get ég ekki látið blessaðan karlinn hafa þessi gögn. Þetta er allt horfið.” Í yfirlýsingu Róberts segir að honum hafi þótt umfjöllun Reynis og Mannlífs um sig og þau fyrirtæki sem hann stýri, afar óvægin. Umfjöllunin hafi einnig verið ófagleg og ítrekað verið ósönn. „Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna“ segir Róbert. Hann segir enn fremur að honum myndi aldrei koma í hug að beita aðferðum eins og nú sé „hermt upp á“ hann. „Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarnri umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað,“ segir Róbert. Hann segist vonast til þess að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt. Yfirlýsingin í heild sinni: Í gær var brotist inn á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs. Ég vona svo sannarlega að lögreglan taki málið föstum tökum og nái þeim sem þetta gerðu sem allra fyrst. Árásir á fjölmiðla eru aðför að lýðræðinu og eiga ekki að líðast. Ég er knúin til að tjá mig um málið þar sem að það hefur verið ýjað að því að ég hafi komið að þessu innbroti sem er fráleitt. Mér hefur þótt umfjöllun Reynis Traustasonar og Mannlífs um mig og þau fyrirtæki sem ég stýri afar óvægin, ófagleg og margítrekað ósönn. Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna. Mér myndi aldrei koma í hug að beita nokkrum af þeim aðferðum sem nú er hermt upp á mig. Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarnri umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað. Ég vona að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt. Virðingarfyllst, Róbert Wessman Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Wessman, sem er forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech, sem hann segist knúinn til að senda frá sér. Það sé vegna þess að ýjað hafi verið að því að hann hafi komið að innbrotinu. Sagt var frá því í gær að brotist hefði verið inn í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs, og þar hafi þjófarnir komið höndum yfir lykla að skrifstofum miðilsins. Reynir sagði að um „útsendara“ væri að ræða og þeir hefðu farið inn á skrifstofurnar og eytt öllu út af fréttasíðunni, sem lá niðri um tíma í gær. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,” sagði Reynir í samtali við Vísi. Aðspurður um hvort einhverjir lægju undir grun nefndi Reynir Róbert Wessman. „Það er svo annar kapítúli. Við höfum verið að birta greinar um Róbert Wessman, sem hefur verið mjög ósáttur og viljað fá öll gögn sem ég bý yfir. Við sögðum frá því að lögfræðistofa í London sem kostar ekkert smáræði, sama stofa og vann fyrir Harvey Weinstein, er að vinna fyrir þá í því að krefja okkur um öll gögn sem snúa að Róbert Wessman. Nú get ég ekki látið blessaðan karlinn hafa þessi gögn. Þetta er allt horfið.” Í yfirlýsingu Róberts segir að honum hafi þótt umfjöllun Reynis og Mannlífs um sig og þau fyrirtæki sem hann stýri, afar óvægin. Umfjöllunin hafi einnig verið ófagleg og ítrekað verið ósönn. „Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna“ segir Róbert. Hann segir enn fremur að honum myndi aldrei koma í hug að beita aðferðum eins og nú sé „hermt upp á“ hann. „Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarnri umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað,“ segir Róbert. Hann segist vonast til þess að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt. Yfirlýsingin í heild sinni: Í gær var brotist inn á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs. Ég vona svo sannarlega að lögreglan taki málið föstum tökum og nái þeim sem þetta gerðu sem allra fyrst. Árásir á fjölmiðla eru aðför að lýðræðinu og eiga ekki að líðast. Ég er knúin til að tjá mig um málið þar sem að það hefur verið ýjað að því að ég hafi komið að þessu innbroti sem er fráleitt. Mér hefur þótt umfjöllun Reynis Traustasonar og Mannlífs um mig og þau fyrirtæki sem ég stýri afar óvægin, ófagleg og margítrekað ósönn. Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna. Mér myndi aldrei koma í hug að beita nokkrum af þeim aðferðum sem nú er hermt upp á mig. Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarnri umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað. Ég vona að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt. Virðingarfyllst, Róbert Wessman
Í gær var brotist inn á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs. Ég vona svo sannarlega að lögreglan taki málið föstum tökum og nái þeim sem þetta gerðu sem allra fyrst. Árásir á fjölmiðla eru aðför að lýðræðinu og eiga ekki að líðast. Ég er knúin til að tjá mig um málið þar sem að það hefur verið ýjað að því að ég hafi komið að þessu innbroti sem er fráleitt. Mér hefur þótt umfjöllun Reynis Traustasonar og Mannlífs um mig og þau fyrirtæki sem ég stýri afar óvægin, ófagleg og margítrekað ósönn. Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna. Mér myndi aldrei koma í hug að beita nokkrum af þeim aðferðum sem nú er hermt upp á mig. Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarnri umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað. Ég vona að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt. Virðingarfyllst, Róbert Wessman
Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira