Þrír Íslendingar meðal þrjátíu bestu handboltamanna heims Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 14:15 Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á fimmtíu manna lista sem TV2 gaf út yfir bestu handboltamenn heims. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Norski miðillinn TV2 hefur sett saman lista yfir 50 bestu handboltamenn heims. Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á listanum og er enginn þeirra neðar en 28. sæti. Einmitt í 28. sæti situr Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. „Þegar við töldum að blómaskeiðinu væri að ljúka eftir að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru að stíga sín síðustu skref tekur næsta kynslóð stórt skref upp á við. Elísson hefur verið frábær í vinstra horninu fyrir Lemgo í nokkur ár og er við það að festa sig í sessi sem einn sá besti í heiminum í sinni stöðu,“ segir í umfjöllun TV2. Bjarki Már er einn besti vinstri hornamaður heims samkvæmt umfjöllun TV2.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í 20. sæti listans situr Aron Pálmarsson, leikmaður Aalborg í Danmörku. Aron hefur um árabil verið talinn einn af betri handboltamönnum heims, og Hafnfirðingurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. „Ofurhæfileikaríkur og hefur spilað með öllum bestu liðum Evrópu. Þreytti frumraun sína í efstu deild á Íslandi aðeins 15 ára gamall,“ segir meðal annars í umsögn TV2. TV2 metur það sem svo að Aron Pálmarsson sé 20. besti handboltamaður í heimi.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Efstur Íslendinga á listanum er íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, í 19. sæti. Ómar var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili og með Magdeburg varð Selfyssingurinn Evrópumeistari og Heimsmeistari félagsliða á síðasta ári. „Þessi 24 ára gamli leikmaður varð markahæstur á sínu fyrsta tímabili í bestu deild heims. Hann skoraði 274 mörk og enginn hefur skorað fleiri mörk í deildinni síðan Savas Karipidis skoraði 282 tímabiliði 2008-2009.“ Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í efsta sæti listans situr Frakkinn Dika Mem, leikmaður Barcelona. Á eftir honum koma Alex Dujsjebajev í öðru sæti, Norðmaðurinn Sander Sagosen í þriðja og Danirnir Mathias Gidsel og Niklas Landin í fjórða og fimmta sæti. Handbolti Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Sjá meira
Einmitt í 28. sæti situr Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. „Þegar við töldum að blómaskeiðinu væri að ljúka eftir að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru að stíga sín síðustu skref tekur næsta kynslóð stórt skref upp á við. Elísson hefur verið frábær í vinstra horninu fyrir Lemgo í nokkur ár og er við það að festa sig í sessi sem einn sá besti í heiminum í sinni stöðu,“ segir í umfjöllun TV2. Bjarki Már er einn besti vinstri hornamaður heims samkvæmt umfjöllun TV2.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í 20. sæti listans situr Aron Pálmarsson, leikmaður Aalborg í Danmörku. Aron hefur um árabil verið talinn einn af betri handboltamönnum heims, og Hafnfirðingurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. „Ofurhæfileikaríkur og hefur spilað með öllum bestu liðum Evrópu. Þreytti frumraun sína í efstu deild á Íslandi aðeins 15 ára gamall,“ segir meðal annars í umsögn TV2. TV2 metur það sem svo að Aron Pálmarsson sé 20. besti handboltamaður í heimi.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Efstur Íslendinga á listanum er íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, í 19. sæti. Ómar var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili og með Magdeburg varð Selfyssingurinn Evrópumeistari og Heimsmeistari félagsliða á síðasta ári. „Þessi 24 ára gamli leikmaður varð markahæstur á sínu fyrsta tímabili í bestu deild heims. Hann skoraði 274 mörk og enginn hefur skorað fleiri mörk í deildinni síðan Savas Karipidis skoraði 282 tímabiliði 2008-2009.“ Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í efsta sæti listans situr Frakkinn Dika Mem, leikmaður Barcelona. Á eftir honum koma Alex Dujsjebajev í öðru sæti, Norðmaðurinn Sander Sagosen í þriðja og Danirnir Mathias Gidsel og Niklas Landin í fjórða og fimmta sæti.
Handbolti Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Sjá meira