Vill að hetjan úr Hótel Rúanda verði dæmd í lífstíðarfangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 11:06 Ákæruvaldið fer nú fram á að Paul Rusesabagina verði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Rusesabagina er 67 ára gamall. Getty/Stringer Saksóknari í Rúanda hefur farið fram á að dómur yfir Paul Rusesabagina, hetjunni úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, verði þyngdur í lífstíðardóm. Rusesabagina var dæmdur í 25 ára fangelsi í september fyrir hryðjuverk. Rusesabagina er frægur fyrir að hafa nýtt sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til að vernda Tútsa sem flúðu þjóðarmorðið árið 1994. Flestir kannast eflaust við sögu hans úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, en Don Cheadle fór með hlutverk hans í myndinni. Rusesabagina var í fyrra handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverk en hann á að hafa stutt samtök, sem mótmælt hafa stjórnarháttum Paul Kagame forsetta landsins, fjárhagslega. Rusesabagina var í september dæmdur í 25 ára fangelsi, sem hann afplánar nú. Rusesabagina hefur neitað öllum ásökunum og tekið fyrir að taka virkan þátt í réttarhöldunum yfir honum. Stuðningsmenn hans segja málið drifið áfram af pólitíkusum og lítið til í ásökununum. Hann var dreginn fyrir dóm í Kigali í dag en ákæruvaldið hefur áfrýjað dómnum og fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum. Hann hefur viðurkennt að hafa sinnt einhvers konar leiðtogahlutverki í Samtökum fyrir lýðræðisþróun í Rúanda en tekur fyrir að hafa nokkuð haft með árásir herskás arms samtakanna, National Liberation Front, að gera. Dómarar í máli hans mátu það svo að ekki væri hægt að skilja að þessa tvo arma sömu samtakanna. Eins og áður segir bjargaði Rusesabagina fjölda fólks á hótelinu sínu í höfuðborg Rúanda á meðan á hundrað daga þjóðarmorði stóð. Meira en 800 þúsund Tútsar og Hútúar, sem voru á móti ofbeldinu, voru myrtir á þessum hundrað dögum. Rusesabagina naut mikillar hylli í kjölfar þess að kvikmyndin kom út og hann nýtti sér aðstöðu sína og vettvanginn sem honum var veittur til þess að vekja athygli á því, sem hann taldi ofbeldi af hálfu ríkisstjórnar Kagames. Kagame, sem hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, hefur tekið fyrir ásakanir Rusesabagina og hefur notið stuðnings vestrænna ríkja fyrir að takast að koma á friði og stöðugleika í landinu. Mannréttinasamtök hafa þá lýst því yfir að málið gegn Rusesabagina sé enn eitt dæmið sem sýni kúgun Kagames á andstæðingum hans. Rúanda Tengdar fréttir Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21 Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Rusesabagina er frægur fyrir að hafa nýtt sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til að vernda Tútsa sem flúðu þjóðarmorðið árið 1994. Flestir kannast eflaust við sögu hans úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, en Don Cheadle fór með hlutverk hans í myndinni. Rusesabagina var í fyrra handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverk en hann á að hafa stutt samtök, sem mótmælt hafa stjórnarháttum Paul Kagame forsetta landsins, fjárhagslega. Rusesabagina var í september dæmdur í 25 ára fangelsi, sem hann afplánar nú. Rusesabagina hefur neitað öllum ásökunum og tekið fyrir að taka virkan þátt í réttarhöldunum yfir honum. Stuðningsmenn hans segja málið drifið áfram af pólitíkusum og lítið til í ásökununum. Hann var dreginn fyrir dóm í Kigali í dag en ákæruvaldið hefur áfrýjað dómnum og fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum. Hann hefur viðurkennt að hafa sinnt einhvers konar leiðtogahlutverki í Samtökum fyrir lýðræðisþróun í Rúanda en tekur fyrir að hafa nokkuð haft með árásir herskás arms samtakanna, National Liberation Front, að gera. Dómarar í máli hans mátu það svo að ekki væri hægt að skilja að þessa tvo arma sömu samtakanna. Eins og áður segir bjargaði Rusesabagina fjölda fólks á hótelinu sínu í höfuðborg Rúanda á meðan á hundrað daga þjóðarmorði stóð. Meira en 800 þúsund Tútsar og Hútúar, sem voru á móti ofbeldinu, voru myrtir á þessum hundrað dögum. Rusesabagina naut mikillar hylli í kjölfar þess að kvikmyndin kom út og hann nýtti sér aðstöðu sína og vettvanginn sem honum var veittur til þess að vekja athygli á því, sem hann taldi ofbeldi af hálfu ríkisstjórnar Kagames. Kagame, sem hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, hefur tekið fyrir ásakanir Rusesabagina og hefur notið stuðnings vestrænna ríkja fyrir að takast að koma á friði og stöðugleika í landinu. Mannréttinasamtök hafa þá lýst því yfir að málið gegn Rusesabagina sé enn eitt dæmið sem sýni kúgun Kagames á andstæðingum hans.
Rúanda Tengdar fréttir Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21 Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21
Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16
Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48