Vill að hetjan úr Hótel Rúanda verði dæmd í lífstíðarfangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 11:06 Ákæruvaldið fer nú fram á að Paul Rusesabagina verði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Rusesabagina er 67 ára gamall. Getty/Stringer Saksóknari í Rúanda hefur farið fram á að dómur yfir Paul Rusesabagina, hetjunni úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, verði þyngdur í lífstíðardóm. Rusesabagina var dæmdur í 25 ára fangelsi í september fyrir hryðjuverk. Rusesabagina er frægur fyrir að hafa nýtt sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til að vernda Tútsa sem flúðu þjóðarmorðið árið 1994. Flestir kannast eflaust við sögu hans úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, en Don Cheadle fór með hlutverk hans í myndinni. Rusesabagina var í fyrra handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverk en hann á að hafa stutt samtök, sem mótmælt hafa stjórnarháttum Paul Kagame forsetta landsins, fjárhagslega. Rusesabagina var í september dæmdur í 25 ára fangelsi, sem hann afplánar nú. Rusesabagina hefur neitað öllum ásökunum og tekið fyrir að taka virkan þátt í réttarhöldunum yfir honum. Stuðningsmenn hans segja málið drifið áfram af pólitíkusum og lítið til í ásökununum. Hann var dreginn fyrir dóm í Kigali í dag en ákæruvaldið hefur áfrýjað dómnum og fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum. Hann hefur viðurkennt að hafa sinnt einhvers konar leiðtogahlutverki í Samtökum fyrir lýðræðisþróun í Rúanda en tekur fyrir að hafa nokkuð haft með árásir herskás arms samtakanna, National Liberation Front, að gera. Dómarar í máli hans mátu það svo að ekki væri hægt að skilja að þessa tvo arma sömu samtakanna. Eins og áður segir bjargaði Rusesabagina fjölda fólks á hótelinu sínu í höfuðborg Rúanda á meðan á hundrað daga þjóðarmorði stóð. Meira en 800 þúsund Tútsar og Hútúar, sem voru á móti ofbeldinu, voru myrtir á þessum hundrað dögum. Rusesabagina naut mikillar hylli í kjölfar þess að kvikmyndin kom út og hann nýtti sér aðstöðu sína og vettvanginn sem honum var veittur til þess að vekja athygli á því, sem hann taldi ofbeldi af hálfu ríkisstjórnar Kagames. Kagame, sem hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, hefur tekið fyrir ásakanir Rusesabagina og hefur notið stuðnings vestrænna ríkja fyrir að takast að koma á friði og stöðugleika í landinu. Mannréttinasamtök hafa þá lýst því yfir að málið gegn Rusesabagina sé enn eitt dæmið sem sýni kúgun Kagames á andstæðingum hans. Rúanda Tengdar fréttir Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21 Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Rusesabagina er frægur fyrir að hafa nýtt sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til að vernda Tútsa sem flúðu þjóðarmorðið árið 1994. Flestir kannast eflaust við sögu hans úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, en Don Cheadle fór með hlutverk hans í myndinni. Rusesabagina var í fyrra handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverk en hann á að hafa stutt samtök, sem mótmælt hafa stjórnarháttum Paul Kagame forsetta landsins, fjárhagslega. Rusesabagina var í september dæmdur í 25 ára fangelsi, sem hann afplánar nú. Rusesabagina hefur neitað öllum ásökunum og tekið fyrir að taka virkan þátt í réttarhöldunum yfir honum. Stuðningsmenn hans segja málið drifið áfram af pólitíkusum og lítið til í ásökununum. Hann var dreginn fyrir dóm í Kigali í dag en ákæruvaldið hefur áfrýjað dómnum og fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum. Hann hefur viðurkennt að hafa sinnt einhvers konar leiðtogahlutverki í Samtökum fyrir lýðræðisþróun í Rúanda en tekur fyrir að hafa nokkuð haft með árásir herskás arms samtakanna, National Liberation Front, að gera. Dómarar í máli hans mátu það svo að ekki væri hægt að skilja að þessa tvo arma sömu samtakanna. Eins og áður segir bjargaði Rusesabagina fjölda fólks á hótelinu sínu í höfuðborg Rúanda á meðan á hundrað daga þjóðarmorði stóð. Meira en 800 þúsund Tútsar og Hútúar, sem voru á móti ofbeldinu, voru myrtir á þessum hundrað dögum. Rusesabagina naut mikillar hylli í kjölfar þess að kvikmyndin kom út og hann nýtti sér aðstöðu sína og vettvanginn sem honum var veittur til þess að vekja athygli á því, sem hann taldi ofbeldi af hálfu ríkisstjórnar Kagames. Kagame, sem hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, hefur tekið fyrir ásakanir Rusesabagina og hefur notið stuðnings vestrænna ríkja fyrir að takast að koma á friði og stöðugleika í landinu. Mannréttinasamtök hafa þá lýst því yfir að málið gegn Rusesabagina sé enn eitt dæmið sem sýni kúgun Kagames á andstæðingum hans.
Rúanda Tengdar fréttir Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21 Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21
Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16
Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48