Stéttarfélög og #MeToo Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 24. janúar 2022 12:30 Aðeins rétt rúmlega fjögur ár eru síðan að fyrstu hópar kvenna hófu að birta á samfélagsmiðlum átakanlegar sögur af kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir á vinnustað, undir myllumerkinu #MeToo. Hátt í sex þúsund konur skrifuðu undir yfirlýsingar sem fylgdu þessum frásögnum, yfirlýsingar sem fordæmdu ofbeldið og sögðu að nú væri nóg komið. Það hefur ekki farið framhjá neinum að þessar hugrökku konur sem stigu fram og deildu sögum sínum kynsystrum sínum til stuðnings hafa valdið byltingu í íslensku samfélagi, byltingu sem þokar okkur nær jafnrétti kynjanna. Virkt aðhald með atvinnurekendum Rannsóknir benda til að einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni er algeng á íslenskum vinnustöðum. Rúmlega 2 af hverjum 10 hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á vinnuferli sínum, 16% orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% kynbundinni áreitni, samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá árinu 2020. Konur voru í öllum tilvikum líklegri til að þola slíka hegðun: 25% kvenna hafði orðið fyrir einelti, 25% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 17% höfðu orðið fyrir kynbundinni áreitni. Rannsóknin afhjúpaði ennfremur ólíka sýn starfsfólks og stjórnenda á vandamálinu. Þolendur og starfsfólk var almennt gagnrýnið í garð vinnustaða og stjórnenda þegar kom að umgjörð, verklagi og viðbrögðum í málaflokknum, en mikill meirihluti stjórnenda taldi starfsfólk og stjórnendur vel upplýsta um það hvernig unnt sé að koma í veg fyrir einelti og áreitni. Rannsóknin afhjúpar skaðlega vinnustaðamenningu sem við verðum að uppræta og djúpstæðan stjórnunarvanda sem við verðum að lagfæra. Höfundar bentu á valdaójafnvægi innan vinnustaða, að gerendur væru yfirleitt valdameiri og í sterkari félagslegri stöðu en þolendur. Þetta valdaójafnvægi væri svo endurspeglað í meðferð mála þar sem stjórnendur og utanaðkomandi málsaðilar virtust samsama sig frekar gerendum en þolendum. Atvinnurekendur hafa í tæpa tvo áratugi verið skyldugir að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað til að koma í veg fyrir einelti, áreitni og ofbeldi. Þessi rannsókn sem og frásagnir síðustu ára hafa gert það skýrt að atvinnurekendur hafa almennt brugðist þessum skyldum sínum, og þrátt fyrir að víða hafi orðið breytingar til batnaðar er ljóst að enn er verk að vinna. Við verðum að þrýsta fast á atvinnurekendur að veita reglulega fræðslu, innleiða reglur og verkferla til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni á vinnustað og takast á við þau mál sem kunna að koma upp, og uppræta skaðlega vinnustaðamenningu. Þar gegna samtök launafólks lykilhlutverki. Verkalýðshreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki Í febrúar 2018 boðuðu Bandalag háskólamanna, ásamt Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Kennarasambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands #MeToo konur til samtals um næstu skref byltingarinnar. Kröfur fundarins til verkalýðshreyfingarinnar voru skýrar. Konur vildu að stéttarfélög væru með stöðugan þrýsting á atvinnurekendur að tryggja öryggi starfsfólks. Einnig ættu stéttarfélög að sýna stjórnvöldum virkt aðhald í þessum málum sem og samfélaginu öllu með því að halda viðfangsefninu á lofti og tryggja að umræðan detti ekki niður. Á sama tíma áréttuðu #MeToo konur að stéttarfélög þyrftu einnig að huga að innri málum sínum. Þau voru hvött til að tryggja að allt starfsfólk þeirra fái jafnréttisfræðslu sem og að veita virka fræðslu til félagsfólks sem nái til ólíkra hópa, t.d. ungs fólks, fólks sem er nýkomið til landsins og fólks af erlendum uppruna. Hvatti fundurinn sérstaklega til að trúnaðarmenn væru virkjaðir í þessum störfum, til að efla og styrkja félagsfólk. Við í verkalýðshreyfingunni verðum að sýna fordæmi með því að tryggja að innan okkar raða séu settar skýrar reglur og traustir verkferlar til að taka hratt og vel á einelti, ofbeldi og áreitni innan okkar raða. Gleymum því ekki að af þeim sautján hópum sem birtu yfirlýsingar í fyrstu bylgju #MeToo, voru það aðeins konur innan verkalýðshreyfingarinnar sem ekki treystu sér til að birta einstakar frásagnir eða nöfn undir áskorun sinni. Kjarasamningar sem tryggja jafnrétti og heilbrigt starfsumhverfi Undirrituð er í framboði til formanns Fræðagarðs, stærsta aðildarfélags BHM. Núna í aðdraganda kjarasamninga er mikilvægt að við setjum við okkur skýr markmið um hvernig við fylgjum #MeToo málum eftir í kjarasamningum, í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM. Í samtali við verkalýðshreyfinguna 2018 kröfðust #MeToo konur þess að samtök launafólks skyldu hafa skýra áætlun um hvernig skal uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði með kjarasamningum. Þessi krafa er ekki aðeins sjálfsögð, heldur er hún í anda verkalýðsbaráttu síðustu áratuga. Samtök launafólks hafa undanfarin ár beitt sér fyrir stórhuga aðgerðum í kjaraviðræðum, aðgerðum sem hafa tryggt jafnrétti og bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þar má til dæmis nefna smíði sérstaks jafnlaunastaðals og víðtækar aðgerðir til að leiðrétta verðmætamat kvennastarfa sem nú standa yfir. Ein krafa sem hægt væri að leggja fram væri þekkingarkrafa, eftirlit með að stjórnendur á vinnustað hafi sótt fræðslu um hvernig taka skuli á einelti, áreitni og ofbeldi og úrræði til að bregðast við ef slík mál koma upp, en í rannsókn Félagsvísindastofnunar 2020 svöruðu einungis 18% því til að stjórnendur hefðu sótt námskeið í þessum málum. Mikilvægast er þó að leggja áherslu á reglubundnar forvarnir sem stuðlar að því að starfsfólk allt ásamt stjórnendum beri kennsl á óæskilega og óheilbrigða hegðun til að bregðast megi við henni. Áhersla á góða samvinnu og reglulegt samtal um samskipti og vinnustaðamenningu er ein besta leiðin til að fyrirbyggja áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í að tryggja réttindi og stöðu fólks, ekki aðeins á vinnumarkaði heldur einnig í samfélaginu öllu. Við sem störfum innan verkalýðshreyfingarinnar verðum að tryggja það að launafólk búi við jafnrétti á vinnustað og heilbrigt starfsumhverfi. Beitum krafti sameinaðrar verkalýðshreyfingar til að veita atvinnurekendum virkt aðhald í #MeToo málum. Tryggjum réttindi launafólks enn frekar og styðjum við starfsfólk til að uppræta valdaójafnvægi á vinnustað. Sköpum saman betri framtíð! Höfundur er bókmenntafræðingur og í framboði til formanns Fræðagarðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Stéttarfélög Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðeins rétt rúmlega fjögur ár eru síðan að fyrstu hópar kvenna hófu að birta á samfélagsmiðlum átakanlegar sögur af kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir á vinnustað, undir myllumerkinu #MeToo. Hátt í sex þúsund konur skrifuðu undir yfirlýsingar sem fylgdu þessum frásögnum, yfirlýsingar sem fordæmdu ofbeldið og sögðu að nú væri nóg komið. Það hefur ekki farið framhjá neinum að þessar hugrökku konur sem stigu fram og deildu sögum sínum kynsystrum sínum til stuðnings hafa valdið byltingu í íslensku samfélagi, byltingu sem þokar okkur nær jafnrétti kynjanna. Virkt aðhald með atvinnurekendum Rannsóknir benda til að einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni er algeng á íslenskum vinnustöðum. Rúmlega 2 af hverjum 10 hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á vinnuferli sínum, 16% orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% kynbundinni áreitni, samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá árinu 2020. Konur voru í öllum tilvikum líklegri til að þola slíka hegðun: 25% kvenna hafði orðið fyrir einelti, 25% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 17% höfðu orðið fyrir kynbundinni áreitni. Rannsóknin afhjúpaði ennfremur ólíka sýn starfsfólks og stjórnenda á vandamálinu. Þolendur og starfsfólk var almennt gagnrýnið í garð vinnustaða og stjórnenda þegar kom að umgjörð, verklagi og viðbrögðum í málaflokknum, en mikill meirihluti stjórnenda taldi starfsfólk og stjórnendur vel upplýsta um það hvernig unnt sé að koma í veg fyrir einelti og áreitni. Rannsóknin afhjúpar skaðlega vinnustaðamenningu sem við verðum að uppræta og djúpstæðan stjórnunarvanda sem við verðum að lagfæra. Höfundar bentu á valdaójafnvægi innan vinnustaða, að gerendur væru yfirleitt valdameiri og í sterkari félagslegri stöðu en þolendur. Þetta valdaójafnvægi væri svo endurspeglað í meðferð mála þar sem stjórnendur og utanaðkomandi málsaðilar virtust samsama sig frekar gerendum en þolendum. Atvinnurekendur hafa í tæpa tvo áratugi verið skyldugir að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað til að koma í veg fyrir einelti, áreitni og ofbeldi. Þessi rannsókn sem og frásagnir síðustu ára hafa gert það skýrt að atvinnurekendur hafa almennt brugðist þessum skyldum sínum, og þrátt fyrir að víða hafi orðið breytingar til batnaðar er ljóst að enn er verk að vinna. Við verðum að þrýsta fast á atvinnurekendur að veita reglulega fræðslu, innleiða reglur og verkferla til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni á vinnustað og takast á við þau mál sem kunna að koma upp, og uppræta skaðlega vinnustaðamenningu. Þar gegna samtök launafólks lykilhlutverki. Verkalýðshreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki Í febrúar 2018 boðuðu Bandalag háskólamanna, ásamt Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Kennarasambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands #MeToo konur til samtals um næstu skref byltingarinnar. Kröfur fundarins til verkalýðshreyfingarinnar voru skýrar. Konur vildu að stéttarfélög væru með stöðugan þrýsting á atvinnurekendur að tryggja öryggi starfsfólks. Einnig ættu stéttarfélög að sýna stjórnvöldum virkt aðhald í þessum málum sem og samfélaginu öllu með því að halda viðfangsefninu á lofti og tryggja að umræðan detti ekki niður. Á sama tíma áréttuðu #MeToo konur að stéttarfélög þyrftu einnig að huga að innri málum sínum. Þau voru hvött til að tryggja að allt starfsfólk þeirra fái jafnréttisfræðslu sem og að veita virka fræðslu til félagsfólks sem nái til ólíkra hópa, t.d. ungs fólks, fólks sem er nýkomið til landsins og fólks af erlendum uppruna. Hvatti fundurinn sérstaklega til að trúnaðarmenn væru virkjaðir í þessum störfum, til að efla og styrkja félagsfólk. Við í verkalýðshreyfingunni verðum að sýna fordæmi með því að tryggja að innan okkar raða séu settar skýrar reglur og traustir verkferlar til að taka hratt og vel á einelti, ofbeldi og áreitni innan okkar raða. Gleymum því ekki að af þeim sautján hópum sem birtu yfirlýsingar í fyrstu bylgju #MeToo, voru það aðeins konur innan verkalýðshreyfingarinnar sem ekki treystu sér til að birta einstakar frásagnir eða nöfn undir áskorun sinni. Kjarasamningar sem tryggja jafnrétti og heilbrigt starfsumhverfi Undirrituð er í framboði til formanns Fræðagarðs, stærsta aðildarfélags BHM. Núna í aðdraganda kjarasamninga er mikilvægt að við setjum við okkur skýr markmið um hvernig við fylgjum #MeToo málum eftir í kjarasamningum, í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM. Í samtali við verkalýðshreyfinguna 2018 kröfðust #MeToo konur þess að samtök launafólks skyldu hafa skýra áætlun um hvernig skal uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði með kjarasamningum. Þessi krafa er ekki aðeins sjálfsögð, heldur er hún í anda verkalýðsbaráttu síðustu áratuga. Samtök launafólks hafa undanfarin ár beitt sér fyrir stórhuga aðgerðum í kjaraviðræðum, aðgerðum sem hafa tryggt jafnrétti og bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þar má til dæmis nefna smíði sérstaks jafnlaunastaðals og víðtækar aðgerðir til að leiðrétta verðmætamat kvennastarfa sem nú standa yfir. Ein krafa sem hægt væri að leggja fram væri þekkingarkrafa, eftirlit með að stjórnendur á vinnustað hafi sótt fræðslu um hvernig taka skuli á einelti, áreitni og ofbeldi og úrræði til að bregðast við ef slík mál koma upp, en í rannsókn Félagsvísindastofnunar 2020 svöruðu einungis 18% því til að stjórnendur hefðu sótt námskeið í þessum málum. Mikilvægast er þó að leggja áherslu á reglubundnar forvarnir sem stuðlar að því að starfsfólk allt ásamt stjórnendum beri kennsl á óæskilega og óheilbrigða hegðun til að bregðast megi við henni. Áhersla á góða samvinnu og reglulegt samtal um samskipti og vinnustaðamenningu er ein besta leiðin til að fyrirbyggja áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í að tryggja réttindi og stöðu fólks, ekki aðeins á vinnumarkaði heldur einnig í samfélaginu öllu. Við sem störfum innan verkalýðshreyfingarinnar verðum að tryggja það að launafólk búi við jafnrétti á vinnustað og heilbrigt starfsumhverfi. Beitum krafti sameinaðrar verkalýðshreyfingar til að veita atvinnurekendum virkt aðhald í #MeToo málum. Tryggjum réttindi launafólks enn frekar og styðjum við starfsfólk til að uppræta valdaójafnvægi á vinnustað. Sköpum saman betri framtíð! Höfundur er bókmenntafræðingur og í framboði til formanns Fræðagarðs.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun