Neytendur

Heimapróf innkölluð vegna hættu á fölskum jákvæðum niðurstöðum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Einhver galli var í tveimur lotum heimaprófs Genrui svo að fólk fékk falskar jákvæðar niðurstöður. 
Einhver galli var í tveimur lotum heimaprófs Genrui svo að fólk fékk falskar jákvæðar niðurstöður.  Getty/Danny Lawson

Lyfjastofnun kallar inn tvær lotur af Genrui SARS-CoV-2 Antigen Test Kit (Colloidal Gold) sjálfsrófi vegna hættu á fölskum jákvæðum niðurstöðum við notkun prófsins.

Komið hefur til innköllunar á þessum tveimur lotum heimaprófsins á Írlandi samkvæmt tilkynningu frá Lyfjastofnun. Framleiðandi prófanna, Genrui Biotech, hefur rannsakað grunnorsök gallans og komist að þeirri niðurstöðu að hann einskorðist eingöngu við þessar tvær lotur. 

Loturnar sem um ræðir eru 20211008 og 20211125. Framleiðandinn hefur þá einnig staðfest að gallinn hafi ekki áhrif á hvernig prófin birta neikvæðar niðurstöður. 

Dreifingar- og söluaðilar prófanna hér á landi eru beðnir um að kynna sér tilkynningu frá framleiðanda og fylgja þeim leiðbeiningum sem koma þar fram varðandi hvernig haga skuli innköllun og sölustöðvun. 


Tengdar fréttir

Fólk með kvef beðið um að fara í PCR áður en mætt er á heilsu­gæslu

Fólk með kvefeinkenni eða önnur einkenni sem geta bent til kórónuveirusýkingar er beðið um sýna nýlega niðurstöðu úr PCR-einkennasýnatöku áður en það mætir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Gera þarf ráð fyrir því að bið eftir niðurstöðum geti verið allt að 48 klukkustundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×