„Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. janúar 2022 21:54 Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum. Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum, veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum, sóttvarnareglur á tónleikum brotnar, ferðamenn kærðir vegna brota á sóttvarnalögum. Þessar fyrirsagnir eru orðnar nokkuð tíðar í fjölmiðlum þessi misserin. Sóttvarnareglur breytast ört; samkomutakmarkanir eru breytilegar, opnunartímar breytast á milli mánaða, við sjáum grímuskyldu og ekki grímuskyldu, eins metra reglu og tveggja metra reglu og þannig má áfram telja. Það er lögregla og ríkislögreglustjóri sem halda utan um eftirlit með sóttvarnaaðgerðum en miðbærinn um helgar er fyrirferðamestur í því samhengi. „Það byggir á því að við fáum upplýsingar frá fólki, fólk hringir í okkur, tilkynnir ef það verður vart við brot eða eitthvað sem það vill benda okkur á og þá fylgjum við þessum tilkynningum eftir,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. „Svo erum við úti í eftirliti og ef við sjáum eitthvað sem er ekki rétt þá fylgjum við því eftir líka,“ segir hann enn fremur. Lögregla fer líka í óvæntar heimsóknir en Kristján segir fólk almennt bregðast við. Eftirlitið er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en það flækist stundum fyrir lögreglumönnum líkt og öðrum, enda, eins og fyrr segir, eru reglurnar margbreytilegar. „Alltaf þegar það kemur nýtt minnisblað frá Þórólfi þá þarf svona að skoða nýju reglurnar en þetta venst eins og hvað annað,“ segir Kristján. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. 47 prósent þeirra hafa verið felld niður. Lægsta greidda sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund. Þá hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir og rúmar níu milljónir eru í innheimtuferli. „Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk eða sekta fólk, við erum bara að fá fólk til að fara eftir reglunum. Þetta er í hag fyrir okkur öll,“ segir Kristján. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34 Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum, veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum, sóttvarnareglur á tónleikum brotnar, ferðamenn kærðir vegna brota á sóttvarnalögum. Þessar fyrirsagnir eru orðnar nokkuð tíðar í fjölmiðlum þessi misserin. Sóttvarnareglur breytast ört; samkomutakmarkanir eru breytilegar, opnunartímar breytast á milli mánaða, við sjáum grímuskyldu og ekki grímuskyldu, eins metra reglu og tveggja metra reglu og þannig má áfram telja. Það er lögregla og ríkislögreglustjóri sem halda utan um eftirlit með sóttvarnaaðgerðum en miðbærinn um helgar er fyrirferðamestur í því samhengi. „Það byggir á því að við fáum upplýsingar frá fólki, fólk hringir í okkur, tilkynnir ef það verður vart við brot eða eitthvað sem það vill benda okkur á og þá fylgjum við þessum tilkynningum eftir,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. „Svo erum við úti í eftirliti og ef við sjáum eitthvað sem er ekki rétt þá fylgjum við því eftir líka,“ segir hann enn fremur. Lögregla fer líka í óvæntar heimsóknir en Kristján segir fólk almennt bregðast við. Eftirlitið er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en það flækist stundum fyrir lögreglumönnum líkt og öðrum, enda, eins og fyrr segir, eru reglurnar margbreytilegar. „Alltaf þegar það kemur nýtt minnisblað frá Þórólfi þá þarf svona að skoða nýju reglurnar en þetta venst eins og hvað annað,“ segir Kristján. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. 47 prósent þeirra hafa verið felld niður. Lægsta greidda sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund. Þá hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir og rúmar níu milljónir eru í innheimtuferli. „Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk eða sekta fólk, við erum bara að fá fólk til að fara eftir reglunum. Þetta er í hag fyrir okkur öll,“ segir Kristján.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34 Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24
431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34
Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19