Hollenska stórveldið samdi við Kristian: „Fjölskyldan er stolt af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 14:02 Kristian Nökkvi Hlynsson skrifar undir nýja samninginn við Ajax. ajax.nl Knattspyrnumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson hefur tryggt sér langtímasamning hjá hollenska stórveldinu Ajax með frammistöðu sinni í vetur. Kristian, sem Ronald de Boer kallaði „hinn íslenska De Bruyne“, var með samning við Ajax sem gilti til ársins 2023. Nú hefur þessi 18 ára gamli miðjumaður skrifað undir nýjan samning sem gildir til 30. júní árið 2026. „Ég varð 18 ára á sunnudaginn og þetta er góð afmælisgjöf,“ sagði Kristian við heimasíðu Ajax. „Ég er mjög ánægður með að geta fagnað þessu með pabba mínum [Hlyni Svan Eiríksysni]. Fjölskyldan er stolt af mér. Mér finnst líka frábært að félagið hafi trú á mér. Vonandi get ég endurgoldið traustið,“ sagði Kristian sem stefnir á að stimpla sig inn í aðallið Ajax og spila í hollensku úrvalsdeildinni, og vinna sér svo sess í íslenska A-landsliðinu. Hlynsson: 'Denk dat mijn familie trots is' #ForTheFuture— AFC Ajax (@AFCAjax) January 25, 2022 Kristian, sem er fæddur í Danmörku, lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór til Ajax í janúar 2020. Hann hefur á síðustu 40 dögum spilað sína fyrstu tvo leiki fyrir aðallið Ajax, í hollenska bikarnum, og skorað í þeim báðum. Þá hefur hann leikið 21 leik fyrir varalið Ajax frá því að hann kom frá Breiðabliki. Kristian á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U21-landsliðið í undankeppni EM á síðasta ári, þar sem hann lék með bróður sínum Ágústi Eðvaldi. Hann skoraði í einum þeirra leikja, í 3-0 sigri gegn Liechtenstein. Ajax er sigursælasta félag í sögu hollenskrar knattspyrnu, með 35 Hollandsmeistaratitla og 20 bikarmeistaratitla. Liðið er ríkjandi meistari og á toppi hollensku deildarinnar, undir stjórn Eriks ten Hag sem sagður er í sigti Manchester United. Hollenski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira
Kristian, sem Ronald de Boer kallaði „hinn íslenska De Bruyne“, var með samning við Ajax sem gilti til ársins 2023. Nú hefur þessi 18 ára gamli miðjumaður skrifað undir nýjan samning sem gildir til 30. júní árið 2026. „Ég varð 18 ára á sunnudaginn og þetta er góð afmælisgjöf,“ sagði Kristian við heimasíðu Ajax. „Ég er mjög ánægður með að geta fagnað þessu með pabba mínum [Hlyni Svan Eiríksysni]. Fjölskyldan er stolt af mér. Mér finnst líka frábært að félagið hafi trú á mér. Vonandi get ég endurgoldið traustið,“ sagði Kristian sem stefnir á að stimpla sig inn í aðallið Ajax og spila í hollensku úrvalsdeildinni, og vinna sér svo sess í íslenska A-landsliðinu. Hlynsson: 'Denk dat mijn familie trots is' #ForTheFuture— AFC Ajax (@AFCAjax) January 25, 2022 Kristian, sem er fæddur í Danmörku, lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór til Ajax í janúar 2020. Hann hefur á síðustu 40 dögum spilað sína fyrstu tvo leiki fyrir aðallið Ajax, í hollenska bikarnum, og skorað í þeim báðum. Þá hefur hann leikið 21 leik fyrir varalið Ajax frá því að hann kom frá Breiðabliki. Kristian á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U21-landsliðið í undankeppni EM á síðasta ári, þar sem hann lék með bróður sínum Ágústi Eðvaldi. Hann skoraði í einum þeirra leikja, í 3-0 sigri gegn Liechtenstein. Ajax er sigursælasta félag í sögu hollenskrar knattspyrnu, með 35 Hollandsmeistaratitla og 20 bikarmeistaratitla. Liðið er ríkjandi meistari og á toppi hollensku deildarinnar, undir stjórn Eriks ten Hag sem sagður er í sigti Manchester United.
Hollenski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira