Góð orka inn í þjóðfélagið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2022 14:31 Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest. Í þessari viðurkenningu felst mikil hvatning til okkar sem störfum hjá ON. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og helst enn betur, því okkar er svo sannarlega ánægjan. Orkumál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans og þau hafa beina tengingu við baráttuna gegn loftslagsvánni. Við hjá Orku náttúrunnar höfum skilgreint vel hvað við viljum vera og hvert förinni er heitið. Í okkar huga snýst orkuframleiðsla og orkusala ekki bara um það að selja rafmagn til heimila og fyrirtækja á góðum kjörum, heldur snýst starfsemin ekki síður um það að vera í fararbroddi þegar kemur að því að gera Ísland að umhverfisvænu, framsýnu og sjálfbæru þjóðfélagi. Við hjá Orku náttúrunnar tökum þetta hlutverk alvarlega. Það skiptir máli hvernig orkan er framleidd og hvernig hennar er neytt. Við Íslendingar búum vel að geta gengið að endurnýjanlegri, grænni orku til notkunar heimila og fyrirtækja, en engu að síður eru brýn verkefni fyrir hendi og stór úrlausnarefni. Samgöngur á landi, sjó og lofti þurfa að verða umhverfisvænar, drifnar áfram af hreinni orku. Þess vegna hefur Orka náttúrunnar litið á það sem hlutverk sitt að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Net hraðhleðslustöðva hefur risið á Íslandi fyrir tilstuðlan ON og nú bjóðum við hverfum upp á Hverfahleðslu og heimilum upp á Heimahleðslu, sem gerir fólki enn auðveldara að eignast og reka rafmagnsbíl. Sporlaus starfsemi Við höfum ákveðið að starfsemi okkar eigi að vera sporlaus. Við höfum stigið fyrstu skrefin í þá átt með því að nota Carbfix tæknina við Hellisheiðarvirkjun sem við munum gera sporlausa árið 2025 í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Carbfix sem og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Carbfix tæknin var þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi fer saman áhersla á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar, nýsköpun og verðmætasköpun. Nýsköpunarfyrirtæki með aðsetur í Jarðhitagarði ON hafa þróað nýjar leiðir til þess að snúa vörn í sókn í umhverfismálum. Örþörungar eru þar ræktaðir til matvælaframleiðslu og eru þeir líklegir til þess að verða mikilvægur hluti af sjálfbæru fæðuframboði framtíðarinnar. Fyrirtækið Climeworks sýgur þar koltvísýring úr andrúmsloftinu í einni stærstu starfsemi þeirrar tegundar á jörðu og dælir honum niður með Carbfix tækninni í samstarfi við Carbfix. Allt þetta held ég að skipti miklu máli þegar fólk íhugar hvort það sé ánægt með viðskiptin við ON. Ég trúi því að kaupendur rafmagns horfi ekki bara á verð þegar þeir velja sér rafmagnssala heldur líka til þess hvort fyrirtækið hafi góð áhrif á samfélagið og stundi gegnsæ vinnubrögð. Að hafa slík áhrif er lykilatriði í okkar huga. Markmið okkar er ekki bara að veita orku á góðu verði. Það geta margir gert, eða ekki gert. Markmið okkar er stærra: Við viljum veita góðri orku inn í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastýra Orku Náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest. Í þessari viðurkenningu felst mikil hvatning til okkar sem störfum hjá ON. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og helst enn betur, því okkar er svo sannarlega ánægjan. Orkumál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans og þau hafa beina tengingu við baráttuna gegn loftslagsvánni. Við hjá Orku náttúrunnar höfum skilgreint vel hvað við viljum vera og hvert förinni er heitið. Í okkar huga snýst orkuframleiðsla og orkusala ekki bara um það að selja rafmagn til heimila og fyrirtækja á góðum kjörum, heldur snýst starfsemin ekki síður um það að vera í fararbroddi þegar kemur að því að gera Ísland að umhverfisvænu, framsýnu og sjálfbæru þjóðfélagi. Við hjá Orku náttúrunnar tökum þetta hlutverk alvarlega. Það skiptir máli hvernig orkan er framleidd og hvernig hennar er neytt. Við Íslendingar búum vel að geta gengið að endurnýjanlegri, grænni orku til notkunar heimila og fyrirtækja, en engu að síður eru brýn verkefni fyrir hendi og stór úrlausnarefni. Samgöngur á landi, sjó og lofti þurfa að verða umhverfisvænar, drifnar áfram af hreinni orku. Þess vegna hefur Orka náttúrunnar litið á það sem hlutverk sitt að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Net hraðhleðslustöðva hefur risið á Íslandi fyrir tilstuðlan ON og nú bjóðum við hverfum upp á Hverfahleðslu og heimilum upp á Heimahleðslu, sem gerir fólki enn auðveldara að eignast og reka rafmagnsbíl. Sporlaus starfsemi Við höfum ákveðið að starfsemi okkar eigi að vera sporlaus. Við höfum stigið fyrstu skrefin í þá átt með því að nota Carbfix tæknina við Hellisheiðarvirkjun sem við munum gera sporlausa árið 2025 í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Carbfix sem og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Carbfix tæknin var þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi fer saman áhersla á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar, nýsköpun og verðmætasköpun. Nýsköpunarfyrirtæki með aðsetur í Jarðhitagarði ON hafa þróað nýjar leiðir til þess að snúa vörn í sókn í umhverfismálum. Örþörungar eru þar ræktaðir til matvælaframleiðslu og eru þeir líklegir til þess að verða mikilvægur hluti af sjálfbæru fæðuframboði framtíðarinnar. Fyrirtækið Climeworks sýgur þar koltvísýring úr andrúmsloftinu í einni stærstu starfsemi þeirrar tegundar á jörðu og dælir honum niður með Carbfix tækninni í samstarfi við Carbfix. Allt þetta held ég að skipti miklu máli þegar fólk íhugar hvort það sé ánægt með viðskiptin við ON. Ég trúi því að kaupendur rafmagns horfi ekki bara á verð þegar þeir velja sér rafmagnssala heldur líka til þess hvort fyrirtækið hafi góð áhrif á samfélagið og stundi gegnsæ vinnubrögð. Að hafa slík áhrif er lykilatriði í okkar huga. Markmið okkar er ekki bara að veita orku á góðu verði. Það geta margir gert, eða ekki gert. Markmið okkar er stærra: Við viljum veita góðri orku inn í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastýra Orku Náttúrunnar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun