Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2022 20:16 Jódís Skúla. arnar halldórsson Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. Jódís Skúladóttir lýsir því í færslu á Facebook hvernig þrítugur maður misnotaði hana þegar hún var sautján ára. Maðurinn var að sögn Jódísar kanóna innan SÁÁ. „Sami maður tekur svo á móti mér þegar ég leita mér hjálpar þremur árum síðar við fíknivanda.“ Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan SÁÁ og telur að hjá samtökunum hafi viðgengst ófagleg vinnubrögð sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna - og segir nóg komið. „Það koma bara ný og ný og ný mál. Samtökin eða SÁÁ félagsskapurinn er ekki að valda verkefninu. Hvort sem við horfum í fjármálin, stjórnina, það eru langi biðlistar, það vantar alltaf pening. Ég held að við hljótum að horfast í augu við það að eins og þetta er sett upp. Það er bara ekki að vika.“ Hún segist gera sér grein fyrir mikilvægu starfi SÁÁ og að þar starfi fólk af góðum hug - en að verkefnið sé of flókið. „Ég held að verkefnið sé ofvaxið því að frjáls félagasamtök eigi að halda utan um eins stóran málaflokk og hluti heilbrigðiskerfisins er. Fíknivandi er heilbrigðismál.“ Jódís segir að gerandi sinn sé enn starfandi innan SÁÁ. „Svo að við vísum nú aftur í mín prívat mál þá er búið að staðfesta við mig að umræddur einstaklingur er enn starfandi innan SÁÁ og ég hef tekið ákvörðun um að nafngreina ekki. Ég ber enga skömm, ég þarf engri skömm að skila. Skömmin er alfarið hans og það er þá hans og þeirra sem innanbúðar vita um stöðuna að taka ákvörðun um að stíga fram og taka ábyrgð.“ Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir í samtali við fréttastofu að hún hafi haft samband við Jódísi í dag vegna málsins til þess að fá vitneskju um meintan geranda. Valgerður segir málið litið alvarlegum augum og að brugðist verið við því af festu. Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi MeToo Vinstri græn Fíkn Tengdar fréttir Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12 Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Jódís Skúladóttir lýsir því í færslu á Facebook hvernig þrítugur maður misnotaði hana þegar hún var sautján ára. Maðurinn var að sögn Jódísar kanóna innan SÁÁ. „Sami maður tekur svo á móti mér þegar ég leita mér hjálpar þremur árum síðar við fíknivanda.“ Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan SÁÁ og telur að hjá samtökunum hafi viðgengst ófagleg vinnubrögð sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna - og segir nóg komið. „Það koma bara ný og ný og ný mál. Samtökin eða SÁÁ félagsskapurinn er ekki að valda verkefninu. Hvort sem við horfum í fjármálin, stjórnina, það eru langi biðlistar, það vantar alltaf pening. Ég held að við hljótum að horfast í augu við það að eins og þetta er sett upp. Það er bara ekki að vika.“ Hún segist gera sér grein fyrir mikilvægu starfi SÁÁ og að þar starfi fólk af góðum hug - en að verkefnið sé of flókið. „Ég held að verkefnið sé ofvaxið því að frjáls félagasamtök eigi að halda utan um eins stóran málaflokk og hluti heilbrigðiskerfisins er. Fíknivandi er heilbrigðismál.“ Jódís segir að gerandi sinn sé enn starfandi innan SÁÁ. „Svo að við vísum nú aftur í mín prívat mál þá er búið að staðfesta við mig að umræddur einstaklingur er enn starfandi innan SÁÁ og ég hef tekið ákvörðun um að nafngreina ekki. Ég ber enga skömm, ég þarf engri skömm að skila. Skömmin er alfarið hans og það er þá hans og þeirra sem innanbúðar vita um stöðuna að taka ákvörðun um að stíga fram og taka ábyrgð.“ Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir í samtali við fréttastofu að hún hafi haft samband við Jódísi í dag vegna málsins til þess að fá vitneskju um meintan geranda. Valgerður segir málið litið alvarlegum augum og að brugðist verið við því af festu.
Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi MeToo Vinstri græn Fíkn Tengdar fréttir Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12 Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32
Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12
Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02
Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18