UNICEF óttast mjög um öryggi barna í Sýrlandi Heimsljós 26. janúar 2022 09:07 UNICEF Vaxandi átök í norðausturhluta Sýrlands eftir árás á Ghwayran-fangelsið í síðustu viku hafa kostað yfir hundrað mannslíf og þúsundir eru á vergangi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um öryggi 850 barna sem eru í haldi, sum hver einungis 12 ára gömul. UNICEF kallar eftir því að öllum börnum í haldi verði tafarlaust sleppt. Samkvæmt frétt frá UNICEF eru í norðausturhluta Sýrlands hátt í tíu þúsund börn og mæður þeirra í haldi eða föst í Al-Hol og Roj búðunum. „Þau koma frá yfir 60 löndum og berjast við að halda lífi í skelfilegum aðstæðum og miklum vetrarhörkum. Þau eru öll í mjög viðkvæmri stöðu og þurfa vernd,“ segir í fréttinni. UNICEF bendir á að á meðan átökin halda áfram eykst hættan á því að börn verði fyrir skaða eða verði neydd til að ganga til liðs við vígahópa. Ofbeldið gæti einnig breiðst út til annarra fangelsa og í búðir fyrir fólk á flótta. „UNICEF krefur alla aðila í norðausturhluta og annarsstaðar í Sýrlandi að vernda börn, alltaf. Við skorum enn og aftur á öll hlutaðeigandi aðildarríki að grípa til brýnna aðgerða í þágu barna og koma börnum og mæðrum þeirra aftur til sinna heimalanda,“ segir Bo Viktor Nylund, talsmaður UNICEF í Sýrlandi. UNICEF heldur áfram að vinna með yfirvöldum á svæðinu, styðja við skipulagningu fyrir brottför, undirbúa börn og mæður þeirra til að snúa aftur heim til sinna heimalanda og hjálpa börnunum að aðlagast að nýju. Nú eru næstum ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð frá þeim tíma. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá Heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnun UNICEF. „Klukkan tifar fyrir börnin í norðausturhluta Sýrlands. Hver dagur skiptir máli og nú þarf samrýmdar aðgerðir,“ segir Nylund. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Samkvæmt frétt frá UNICEF eru í norðausturhluta Sýrlands hátt í tíu þúsund börn og mæður þeirra í haldi eða föst í Al-Hol og Roj búðunum. „Þau koma frá yfir 60 löndum og berjast við að halda lífi í skelfilegum aðstæðum og miklum vetrarhörkum. Þau eru öll í mjög viðkvæmri stöðu og þurfa vernd,“ segir í fréttinni. UNICEF bendir á að á meðan átökin halda áfram eykst hættan á því að börn verði fyrir skaða eða verði neydd til að ganga til liðs við vígahópa. Ofbeldið gæti einnig breiðst út til annarra fangelsa og í búðir fyrir fólk á flótta. „UNICEF krefur alla aðila í norðausturhluta og annarsstaðar í Sýrlandi að vernda börn, alltaf. Við skorum enn og aftur á öll hlutaðeigandi aðildarríki að grípa til brýnna aðgerða í þágu barna og koma börnum og mæðrum þeirra aftur til sinna heimalanda,“ segir Bo Viktor Nylund, talsmaður UNICEF í Sýrlandi. UNICEF heldur áfram að vinna með yfirvöldum á svæðinu, styðja við skipulagningu fyrir brottför, undirbúa börn og mæður þeirra til að snúa aftur heim til sinna heimalanda og hjálpa börnunum að aðlagast að nýju. Nú eru næstum ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð frá þeim tíma. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá Heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnun UNICEF. „Klukkan tifar fyrir börnin í norðausturhluta Sýrlands. Hver dagur skiptir máli og nú þarf samrýmdar aðgerðir,“ segir Nylund. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent