Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. janúar 2022 06:35 Blaðamannafundur almannavarna um stöðu mála þann 26. febrúar 2020 átti eftir að verða sá fyrsti af mörgum. Vísir/Vilhelm Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. Þann 27. janúar 2020 tók ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis þá ákvörðun að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna kórónuveirunnar og eru því tvö ár liðin frá því að almannavarnir voru virkjaðar vegna faraldursins. „Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV. Staðfest er að veiran smitast á milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum,“ sagði í drungalegri tilkynningu frá almannavörnum þann dag. Óvissustig var heldur betur réttnefni þar sem enginn vissi á þeim tíma hvað þessi nýja veira bæri í skauti sér. Tveimur dögum eftir að óvissustigi var lýst yfir hér á landi lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá voru þó enn flestir smitaðir í Kína en ljóst var að veiran væri á faraldsfæti. Fyrsta tilfellið mánuði seinna Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hér á landi greindist rúmum mánuði síðar, þann 28. febrúar, en þá hafði veiran náð að dreifa sér til sífellt fleiri landa utan Asíu. Þann 6. mars var síðan neyðarstigi almannavarna lýst yfir hér á landi en þá höfðu tveir greinst með veiruna. Fyrstu einstaklingarnir sem greindust smitaðir hér á landi höfðu nýverið verið á ferðalagi í Austurríki eða Norður-Ítalíu, þar sem veiran reyndist sérstaklega skæð. Smátt og smátt fjölgaði tilfellum hér á landi og ekki leið á löngu þar sem fólk fór að smitast sín á milli innanlands. Þegar mest á lét, í því sem átti eftir að reynast vera fyrsta bylgja faraldursins af mörgum, greindust rúmlega hundrað smitaðir á einum degi. Gripið til hertra ráðstafana Þann 13. mars, sléttri viku eftir að greint var frá fyrstu tilfellunum, var gripið til þeirrar fordæmalausu ráðstöfunar að grípa til samkomubanns hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar en þá höfðu 126 greinst með veiruna. Með samkomubanninu máttu aðeins hundrað manns koma saman, háskólum og framhaldsskólum var lokað, og fjarlægðarmörkum milli fólks komið á. Þær aðgerðir áttu að gilda í fjórar vikur en voru síðan framlengdar í fjórar vikur til viðbótar. Næstu mánuði tóku við hæðir og lægðir í faraldrinum en veiran fann sér alltaf nýjar leiðir þegar landsmenn voru loksins byrjaðir að sjá fyrir endann á faraldrinum. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Bylgjurnar komu og fóru, sem og veiruafbrigðin, og við kynntumst þríeyki sóttvarnalæknis, landlæknis og lögreglu á hátt í 200 upplýsingafundum. Viðvörunarstig almannavarna og Landspítala flakkaði milli neyðarstigs og hættustigs nokkrum sinnum. Harðar samkomutakmarkanir voru settar á og þeim síðan aflétt til skiptis. Loksins á leiðinni út? Í dag er neyðarstig almannavarna í gildi en það tók gildi í fjórða sinn frá upphafi faraldursins þann 11. Janúar. Landspítali er sömuleiðis á neyðarstigi, 45 hafa látist eftir að hafa smitast, og daglega greinast yfir þúsund manns með veiruna. Getgátur um að endalok faraldursins kunni vera í nánd minna á þessum tímapunkti eflaust á söguna um Pétur og úlfinn en það virðist þó vera staðan að mati sérfræðinga. Margir binda vonir við að ómíkron afbrigði veirunnar kunni að vera leiðin út úr faraldrinum fyrir heimsbyggðina alla, þar á meðal Ísland. Á morgun mun ríkisstjórnin kynna afléttingaráætlun og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er bjartsýnn á að það styttist í að landsmenn fari að sjá fyrir endann á faraldrinum. Hvort að sú verði raunin er þó engin leið að vita. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Langþráð hjarðónæmi geti náðst eftir um tvo mánuði „Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“ 26. janúar 2022 11:49 Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00 Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Þann 27. janúar 2020 tók ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis þá ákvörðun að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna kórónuveirunnar og eru því tvö ár liðin frá því að almannavarnir voru virkjaðar vegna faraldursins. „Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV. Staðfest er að veiran smitast á milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum,“ sagði í drungalegri tilkynningu frá almannavörnum þann dag. Óvissustig var heldur betur réttnefni þar sem enginn vissi á þeim tíma hvað þessi nýja veira bæri í skauti sér. Tveimur dögum eftir að óvissustigi var lýst yfir hér á landi lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá voru þó enn flestir smitaðir í Kína en ljóst var að veiran væri á faraldsfæti. Fyrsta tilfellið mánuði seinna Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hér á landi greindist rúmum mánuði síðar, þann 28. febrúar, en þá hafði veiran náð að dreifa sér til sífellt fleiri landa utan Asíu. Þann 6. mars var síðan neyðarstigi almannavarna lýst yfir hér á landi en þá höfðu tveir greinst með veiruna. Fyrstu einstaklingarnir sem greindust smitaðir hér á landi höfðu nýverið verið á ferðalagi í Austurríki eða Norður-Ítalíu, þar sem veiran reyndist sérstaklega skæð. Smátt og smátt fjölgaði tilfellum hér á landi og ekki leið á löngu þar sem fólk fór að smitast sín á milli innanlands. Þegar mest á lét, í því sem átti eftir að reynast vera fyrsta bylgja faraldursins af mörgum, greindust rúmlega hundrað smitaðir á einum degi. Gripið til hertra ráðstafana Þann 13. mars, sléttri viku eftir að greint var frá fyrstu tilfellunum, var gripið til þeirrar fordæmalausu ráðstöfunar að grípa til samkomubanns hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar en þá höfðu 126 greinst með veiruna. Með samkomubanninu máttu aðeins hundrað manns koma saman, háskólum og framhaldsskólum var lokað, og fjarlægðarmörkum milli fólks komið á. Þær aðgerðir áttu að gilda í fjórar vikur en voru síðan framlengdar í fjórar vikur til viðbótar. Næstu mánuði tóku við hæðir og lægðir í faraldrinum en veiran fann sér alltaf nýjar leiðir þegar landsmenn voru loksins byrjaðir að sjá fyrir endann á faraldrinum. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Bylgjurnar komu og fóru, sem og veiruafbrigðin, og við kynntumst þríeyki sóttvarnalæknis, landlæknis og lögreglu á hátt í 200 upplýsingafundum. Viðvörunarstig almannavarna og Landspítala flakkaði milli neyðarstigs og hættustigs nokkrum sinnum. Harðar samkomutakmarkanir voru settar á og þeim síðan aflétt til skiptis. Loksins á leiðinni út? Í dag er neyðarstig almannavarna í gildi en það tók gildi í fjórða sinn frá upphafi faraldursins þann 11. Janúar. Landspítali er sömuleiðis á neyðarstigi, 45 hafa látist eftir að hafa smitast, og daglega greinast yfir þúsund manns með veiruna. Getgátur um að endalok faraldursins kunni vera í nánd minna á þessum tímapunkti eflaust á söguna um Pétur og úlfinn en það virðist þó vera staðan að mati sérfræðinga. Margir binda vonir við að ómíkron afbrigði veirunnar kunni að vera leiðin út úr faraldrinum fyrir heimsbyggðina alla, þar á meðal Ísland. Á morgun mun ríkisstjórnin kynna afléttingaráætlun og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er bjartsýnn á að það styttist í að landsmenn fari að sjá fyrir endann á faraldrinum. Hvort að sú verði raunin er þó engin leið að vita.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Langþráð hjarðónæmi geti náðst eftir um tvo mánuði „Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“ 26. janúar 2022 11:49 Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00 Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Langþráð hjarðónæmi geti náðst eftir um tvo mánuði „Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“ 26. janúar 2022 11:49
Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00
Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17