Skiptar skoðanir netverja eftir laumumynd af Icelandair-þotu í nýja búningnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2022 10:01 Á myndinni má sjá dæmi um fyrirhugaðar breytingar fyrirtækisins. Myndin er tölvuteiknuð. Icelandair Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á meðal netverja sem svöruðu tísti belgísks flugáhugamanns þar sem sjá mátti eina af flugvélum Icelandair í nýjum einkennislitum flugfélagsins. Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum á næstunni en þoturnar verða í öllum regnbogans litum. Í gær var birt mynd á Twitter-reikningnum TLspotting, sem sérhæfir sig í að birta myndir af flugvélum. Á myndinni má sjá flugvél Icelandair í flugskýli, nýmálaða í nýjum einkennislitum. Túristi.is greindi fyrst frá. Icelandair new livery...(Source : Unknown) pic.twitter.com/IAO5VNTFoY— TLspotting ✈️ (@TLspotting) January 25, 2022 Tístið hefur vakið töluverða athygli á meðal erlendra flugáhugamanna og skiptast þeir sem svara tístinu nokkurnveginn í tvo hópa. Sumir eru ánægðir á meðan aðrir benda á að hið nýja útlit sé ekki framför. „Trúi ekki að þeir hafi skipt út þessum fallegu einkennislitum fyrir þetta, afsakið, en þetta er hræðilegt,“ skrifar einn í svari við tístinu þar sem hann birtir mynd af flugvél Icelandair í núverandi einkennislitum. „Ég er persónulega ánægður með hið nýja útlit,“ skrifar annar en óhætt er að segja að fleiri hallist að því að hinir nýju einkennislitir séu ekki nógu einkennandi. „Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ sagði Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, í samtali við Vísi þegar nýju litirnir voru kynntir. Icelandair Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum á næstunni en þoturnar verða í öllum regnbogans litum. Í gær var birt mynd á Twitter-reikningnum TLspotting, sem sérhæfir sig í að birta myndir af flugvélum. Á myndinni má sjá flugvél Icelandair í flugskýli, nýmálaða í nýjum einkennislitum. Túristi.is greindi fyrst frá. Icelandair new livery...(Source : Unknown) pic.twitter.com/IAO5VNTFoY— TLspotting ✈️ (@TLspotting) January 25, 2022 Tístið hefur vakið töluverða athygli á meðal erlendra flugáhugamanna og skiptast þeir sem svara tístinu nokkurnveginn í tvo hópa. Sumir eru ánægðir á meðan aðrir benda á að hið nýja útlit sé ekki framför. „Trúi ekki að þeir hafi skipt út þessum fallegu einkennislitum fyrir þetta, afsakið, en þetta er hræðilegt,“ skrifar einn í svari við tístinu þar sem hann birtir mynd af flugvél Icelandair í núverandi einkennislitum. „Ég er persónulega ánægður með hið nýja útlit,“ skrifar annar en óhætt er að segja að fleiri hallist að því að hinir nýju einkennislitir séu ekki nógu einkennandi. „Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ sagði Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, í samtali við Vísi þegar nýju litirnir voru kynntir.
Icelandair Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42