Hvenær hægir á hækkun íbúðaverðs? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 28. janúar 2022 08:00 Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íbúðaverð hefur hækkað mikið frá því að faraldurinn skall á. Á nýliðnu ári nam hækkunin nær 16% eða ríflega 10% að raunvirði. Þrátt fyrir að kaupmáttur launa hafi einnig vaxið töluvert það ár hækkaði raunverð íbúða mun hraðar. Mikil eftirspurn enn til staðar Þegar faraldurinn skall á hóf Seðlabankinn að lækka vexti sem varð til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni áður hér á landi. Auk þess stóðu heimilin almennt styrkum fótum í þeirri niðursveiflu sem faraldurinn hafði í för með sér ásamt því að eignarstaða flestra heimila var sterk í sögulegu samhengi. Það er í raun ótrúlegt hversu vel flest heimili komu út úr kreppunni miðað við horfurnar í upphafi faraldurs. Þetta varð til þess að innlend eftirspurn jókst til muna og þar með talið eftirspurn á íbúðamarkaði. Umsvif á íbúðamarkaði voru nefnilega með mesta móti á nýliðnu ári. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga sló nýtt met ásamt því að veltan var töluverð. Á síðustu mánuðum hefur þó tekið að hægja á bæði veltu og fjölda þinglýstra kaupsamninga. Ástæða þess er líklega sú að lítið er um framboð á markaði en þó benda ýmsir aðrir mælikvarðar til þess að eftirspurn sé enn með mesta móti. Sölutími íbúða er mjög stuttur og enn seljast margar íbúðir yfir ásettu veðri. Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var hlutfall íbúða sem seldust yfir ásettu verði nær 45% á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og hefur þetta hlutfall aldrei verið hærra. Lítið framboð Þegar slíkar verðhækkanir eiga sér stað er nokkuð ljóst að framboð heldur ekki í við eftirspurnina. Þrátt fyrir það kom metfjöldi nýrra íbúða inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800, en á móti var byrjað að byggja töluvert færri íbúðir á því ári í samanburði við árið áður. Útlit er fyrir að sú þróun hafi haldið áfram árið 2021 en á fyrstu níu mánuðum ársins dróst íbúðafjárfesting saman um 7,5% á milli ára. Íbúðamarkaður er þess eðlis að ekki er hægt að bregðast við aukinni eftirspurn strax. Það er nefnilega svo að talsverð tímatöf er á byggingarmarkaði þegar horfur á eftirspurn breytast og alla jafna tekur um tvö ár að byggja nýjar íbúðir. Vegna þessa getur verð hækkað hratt þegar eftirspurn breytist skyndilega. Vonir standa til að framboð af nýjum íbúðum taki við sér á árinu sem rímar við talningu Samtaka iðnaðarins frá september síðastliðnum þar sem töluverð aukning var á nýjum íbúðum á fyrri byggingarstigum. Það hægir á hækkunum á árinu Það telst ekki sjálfbært til lengri tíma litið að íbúðaverð hækki umtalsvert hraðar en laun og annað verðlag. Seðlabankinn hefur þegar gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir munu koma til með að hafa áhrif á íbúðamarkaðinn í vaxandi mæli. Forsendur eru fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á þessu ári en að hækkunartakturinn taki að róast með enn frekari hækkun stýrivaxta og auknu framboði af íbúðum þegar líður á árið. Fordæmi eru fyrir því að það hægist nokkuð hratt á hækkun íbúðaverðs eftir miklar verðhækkanir. Einungis þarf að líta aftur til ársins 2017 þegar mikil eftirspurnarspenna ríkti á markaði og raunverð íbúða hækkaði um 13%. Árið 2018 tók að hægja á hækkunum og hækkaði raunverð íbúða um 3% það ár. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá okkar í Greiningu Íslandsbanka hækkar íbúðaverð þó um tæp 8% á þessu ári. Við teljum að íbúðaverð hækki nokkuð fyrri hluta árs en með hærri íbúðalánavöxtum og auknu framboði róist markaðurinn þegar líða tekur á árið. Á næsta ári spáum við 3,5% hækkun og 3% árið 2024, en þá hefur jafnvægi vonandi myndast á íbúðamarkaði. Aðstæður á markaði virðast því þokast í rétta átt, sem eru ánægjulegar fréttir. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íbúðaverð hefur hækkað mikið frá því að faraldurinn skall á. Á nýliðnu ári nam hækkunin nær 16% eða ríflega 10% að raunvirði. Þrátt fyrir að kaupmáttur launa hafi einnig vaxið töluvert það ár hækkaði raunverð íbúða mun hraðar. Mikil eftirspurn enn til staðar Þegar faraldurinn skall á hóf Seðlabankinn að lækka vexti sem varð til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni áður hér á landi. Auk þess stóðu heimilin almennt styrkum fótum í þeirri niðursveiflu sem faraldurinn hafði í för með sér ásamt því að eignarstaða flestra heimila var sterk í sögulegu samhengi. Það er í raun ótrúlegt hversu vel flest heimili komu út úr kreppunni miðað við horfurnar í upphafi faraldurs. Þetta varð til þess að innlend eftirspurn jókst til muna og þar með talið eftirspurn á íbúðamarkaði. Umsvif á íbúðamarkaði voru nefnilega með mesta móti á nýliðnu ári. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga sló nýtt met ásamt því að veltan var töluverð. Á síðustu mánuðum hefur þó tekið að hægja á bæði veltu og fjölda þinglýstra kaupsamninga. Ástæða þess er líklega sú að lítið er um framboð á markaði en þó benda ýmsir aðrir mælikvarðar til þess að eftirspurn sé enn með mesta móti. Sölutími íbúða er mjög stuttur og enn seljast margar íbúðir yfir ásettu veðri. Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var hlutfall íbúða sem seldust yfir ásettu verði nær 45% á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og hefur þetta hlutfall aldrei verið hærra. Lítið framboð Þegar slíkar verðhækkanir eiga sér stað er nokkuð ljóst að framboð heldur ekki í við eftirspurnina. Þrátt fyrir það kom metfjöldi nýrra íbúða inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800, en á móti var byrjað að byggja töluvert færri íbúðir á því ári í samanburði við árið áður. Útlit er fyrir að sú þróun hafi haldið áfram árið 2021 en á fyrstu níu mánuðum ársins dróst íbúðafjárfesting saman um 7,5% á milli ára. Íbúðamarkaður er þess eðlis að ekki er hægt að bregðast við aukinni eftirspurn strax. Það er nefnilega svo að talsverð tímatöf er á byggingarmarkaði þegar horfur á eftirspurn breytast og alla jafna tekur um tvö ár að byggja nýjar íbúðir. Vegna þessa getur verð hækkað hratt þegar eftirspurn breytist skyndilega. Vonir standa til að framboð af nýjum íbúðum taki við sér á árinu sem rímar við talningu Samtaka iðnaðarins frá september síðastliðnum þar sem töluverð aukning var á nýjum íbúðum á fyrri byggingarstigum. Það hægir á hækkunum á árinu Það telst ekki sjálfbært til lengri tíma litið að íbúðaverð hækki umtalsvert hraðar en laun og annað verðlag. Seðlabankinn hefur þegar gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir munu koma til með að hafa áhrif á íbúðamarkaðinn í vaxandi mæli. Forsendur eru fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á þessu ári en að hækkunartakturinn taki að róast með enn frekari hækkun stýrivaxta og auknu framboði af íbúðum þegar líður á árið. Fordæmi eru fyrir því að það hægist nokkuð hratt á hækkun íbúðaverðs eftir miklar verðhækkanir. Einungis þarf að líta aftur til ársins 2017 þegar mikil eftirspurnarspenna ríkti á markaði og raunverð íbúða hækkaði um 13%. Árið 2018 tók að hægja á hækkunum og hækkaði raunverð íbúða um 3% það ár. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá okkar í Greiningu Íslandsbanka hækkar íbúðaverð þó um tæp 8% á þessu ári. Við teljum að íbúðaverð hækki nokkuð fyrri hluta árs en með hærri íbúðalánavöxtum og auknu framboði róist markaðurinn þegar líða tekur á árið. Á næsta ári spáum við 3,5% hækkun og 3% árið 2024, en þá hefur jafnvægi vonandi myndast á íbúðamarkaði. Aðstæður á markaði virðast því þokast í rétta átt, sem eru ánægjulegar fréttir. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun