Íslenski boltinn

Finnur Orri aftur til FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur Orri Margeirsson glaðbeittur þegar hann handsalar samninginn við FH ásamt Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni knattspyrnumála.
Finnur Orri Margeirsson glaðbeittur þegar hann handsalar samninginn við FH ásamt Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni knattspyrnumála. vísir/Sigurjón

Finnur Orri Margeirsson er genginn í raðir FH frá Breiðabliki sem hann lék með á síðasta tímabili.

Þetta er í annað sinn sem Finnur semur við FH. Haustið 2014 skrifaði hann undir þriggja ára samning við Fimleikafélagið. Hann spilaði hins vegar aldrei fyrir það því hann var seldur til Lillestrøm í Noregi.

Finnur, sem er þrítugur, gekk í raðir uppeldisfélagsins Breiðabliks fyrir síðasta tímabil eftir fimm ár hjá KR.

Finnur hefur leikið 247 leiki með Breiðabliki og KR í efstu deild og skorað eitt mark. Hann er fjórtándi leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar.

FH endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×