Pönnukökuduftið sem um ræðir er „Pancake & Waffle Mix Classic – High Protein Baking Mix“ og tók innflytjandinn, HB heildverslun, ákvörðunina í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Þeir sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki. Þá er hægt að skila henni í þá verslun sem hún var keypt eða hreinlega farga henni.
Pönnukökuduftið sem fellur undir innköllunina er með „best fyrir“ dagsetningarnar 01.09.2023 og 01.11.2023.