Hörður gekkst við því í að að hafa misnotað yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna í samtali við Stundina seinnipartinn í dag.
Ásta Guðrún Helgadóttir nýr formaður staðfestir formannsskiptin í samtali við fréttastofu og segir að málið hafi verið leyst með formlegum hætti. Hörður hafi sagt sig frá trúnaðarstörfum í ljósi aðstæðna.
Ásta Guðrún var áður varaformaður fulltrúaráðsins og segist þakklát fyrir traustið. Kosningaundirbúningur flokksins í Reykjavík sé í fullum gangi og engin breyting verði þar á.