Telur að Íslendingar muni fyrirgefa Dönum Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2022 21:57 Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félgasins. Stöð 2 Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar. Það fór líklega fram hjá fæstum Íslendingum í gær þegar Danir töpuðu fyrir Frökkum í mikilvægum leik á Evrópumótinu í handbolta. Með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin á EM. Verslunarkeðjan Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Hagkaup tóku hins vegar ákvörðun í dag um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins, telur líklegt að Íslendingar fyrirgefi Dönum úrslitin von bráðar. „Ég skil nú reyndar að menn vilji ekki selja danskar vörur rétt á meðan við erum að jafna okkur en mér fyndist kannski eðlilegra að við myndum snúa þessu bara upp í norræna veislu, af því að EM er í raun og veru norræn veisla – fjórir af sex á toppnum,“ segir Hrannar Björn. Hrannar Björn segir að meira hefði verið í anda norrænnar samvinnu, hefði þjálfari Dana stillt upp sínu sterkasta liði fyrir leikinn en þjálfarinn hvíldi þrjá lykilleikmenn í leiknum. „Við ætlumst til þess að Danir berjist fyrir og við berjumst fyrir þá og þannig held ég að það verði áfram. Við munum fyrirgefa þetta og ef við viljum hefna þá gerum við það á handboltavellinum,“ segir Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félagsins. Neytendur Danmörk EM karla í handbolta 2022 Verslun Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Það fór líklega fram hjá fæstum Íslendingum í gær þegar Danir töpuðu fyrir Frökkum í mikilvægum leik á Evrópumótinu í handbolta. Með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin á EM. Verslunarkeðjan Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Hagkaup tóku hins vegar ákvörðun í dag um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins, telur líklegt að Íslendingar fyrirgefi Dönum úrslitin von bráðar. „Ég skil nú reyndar að menn vilji ekki selja danskar vörur rétt á meðan við erum að jafna okkur en mér fyndist kannski eðlilegra að við myndum snúa þessu bara upp í norræna veislu, af því að EM er í raun og veru norræn veisla – fjórir af sex á toppnum,“ segir Hrannar Björn. Hrannar Björn segir að meira hefði verið í anda norrænnar samvinnu, hefði þjálfari Dana stillt upp sínu sterkasta liði fyrir leikinn en þjálfarinn hvíldi þrjá lykilleikmenn í leiknum. „Við ætlumst til þess að Danir berjist fyrir og við berjumst fyrir þá og þannig held ég að það verði áfram. Við munum fyrirgefa þetta og ef við viljum hefna þá gerum við það á handboltavellinum,“ segir Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félagsins.
Neytendur Danmörk EM karla í handbolta 2022 Verslun Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10
Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29
Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45