Dómur Joe Exotic styttur í dag Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2022 13:19 Joe Exotic, eða Joseph Maldonado-Passage. AP/Sue Ogrocki Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. Maldonado varð mjög vinsæll þegar Netflix sýndi heimildarþættina Tiger King árið 2020. Stuðningsmenn Maldonados vilja hann lausan úr fangelsi en ólíklegt þykir að það gerist þar sem viðmið segja að dæma eigi menn í 17 og hálft til 22 ára í fangelsi fyrir brot eins og það sem hann var dæmdur fyrir. Maldonado var dæmdur til 22 ára fangelsisvistar árið 2020 fyrir að hafa reynt að greiða tveimur mismunandi mönnum peninga fyrir að myrða Carole Baskin. Hún rak skýli fyrir stór kattardýr og hafði gagnrýnt Maldonado harðlega fyrir meðferð hans á kattardýrum. Áfrýjunardómstóll komst svo að þeirri niðurstöðu að réttast væri að stytta dóm Maldonado því réttara hefði verið að fella tvær ákærur gegn honum saman í eina, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Meðal annars reyndi Maldonado að greiða útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna tíu þúsund dali fyrir að myrða Baskin. Hann sagði honum að elta Baskin inn í bílastæðahús, drepa hana og keyra á brott. Við réttarhöldin sögðu verjendur Maldonados að honum hefði ekki verið alvara. Hann var einnig dæmdur fyrir að drepa fjögur tígrisdýr, selja tígrisdýraunga og falsa opinber gögn. Maldonado er með krabbamein í blöðruhálskirtli og lögmenn hans segja að hann hafi frestað meðferð þar til dómur hans verði mildaður. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Netflix Tengdar fréttir Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. 29. desember 2021 12:30 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59 Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26 Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Maldonado varð mjög vinsæll þegar Netflix sýndi heimildarþættina Tiger King árið 2020. Stuðningsmenn Maldonados vilja hann lausan úr fangelsi en ólíklegt þykir að það gerist þar sem viðmið segja að dæma eigi menn í 17 og hálft til 22 ára í fangelsi fyrir brot eins og það sem hann var dæmdur fyrir. Maldonado var dæmdur til 22 ára fangelsisvistar árið 2020 fyrir að hafa reynt að greiða tveimur mismunandi mönnum peninga fyrir að myrða Carole Baskin. Hún rak skýli fyrir stór kattardýr og hafði gagnrýnt Maldonado harðlega fyrir meðferð hans á kattardýrum. Áfrýjunardómstóll komst svo að þeirri niðurstöðu að réttast væri að stytta dóm Maldonado því réttara hefði verið að fella tvær ákærur gegn honum saman í eina, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Meðal annars reyndi Maldonado að greiða útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna tíu þúsund dali fyrir að myrða Baskin. Hann sagði honum að elta Baskin inn í bílastæðahús, drepa hana og keyra á brott. Við réttarhöldin sögðu verjendur Maldonados að honum hefði ekki verið alvara. Hann var einnig dæmdur fyrir að drepa fjögur tígrisdýr, selja tígrisdýraunga og falsa opinber gögn. Maldonado er með krabbamein í blöðruhálskirtli og lögmenn hans segja að hann hafi frestað meðferð þar til dómur hans verði mildaður.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Netflix Tengdar fréttir Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. 29. desember 2021 12:30 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59 Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26 Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. 29. desember 2021 12:30
Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48
Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59
Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26
Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26