Mbl.is greinir frá en Þórður bjó í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára. Þórður hafði búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, lést í september síðastliðnum 98 ára að aldri og bróðir þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti.
„Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ sagði Þórður í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttamann er Þórður fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári.
Þórður var safnvörður Byggðasafnsins í Skógum frá því að það var stofnað og starfaði þar í lengri tíma.
Skógasafn varðveitir og sýnir menningararf Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í atvinnutækjum til lands og sjávar, í listiðn, gömlum húsakosti, bókum, handritum og skjölum, allt frá landnámsöld til samtímans.
Ef það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður.
„Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ sagði Þórður þegar safnið varð sjötíu ára.
Í greininni sagði upphaflega að Þóra væri enn á lífi en hún lést í september síðastliðnum.