Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. janúar 2022 19:41 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Sigurjón Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Húsnæðisliðurinn vegur þungt í þessu samhengi, og eftir sögulega lága vexti hér á landi, eru þeir farnir að hækka aftur. „Við áttum nú von á því að toppurinn væri eiginlega að koma núna í janúar. Okkar spá var upp á töluvert minni verðbólgu en raunin varð, þannig að við þurfum svolítið að stilla líkönin okkar aftur og fara yfirstöðuna. Verðbólga verður vafalítið umtalsverð og fer ekki að hjaðna að ráði fyrr en lengra líður á þetta ár,” segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Til að setja þessar hækkanir í samhengi mætti taka dæmi um 30 milljón króna óverðtryggt húsnæðislán, sem upphaflega var tekið á 3,4 prósenta breytilegum vöxtum. Þar hefur greiðslubyrði farið úr 114 þúsund krónum í um 134 þúsund,. Ef vextir hækka um eitt prósent til viðbótar yrðu mánaðarlegar afborganir 154 þúsund. Það þýðir að með hverri 0,25 prósenta hækkun, hækkar lánið um fimm þúsund krónur á mánuði. Á ársgrundvelli yrði þetta tæplega 500 þúsund króna hækkun. Fá fordæmi fyrir viðlíka hækkunum „Það er svolítið nýtt í okkar umhverfi að vaxtakjörin á íbúðalánunum séu að versna, eða að vextirnir á þeim séu að hækka. Þannig að við höfum í raun ekki mörg fordæmi þar um. En þetta er vissulega allhröð hækkun sem er að verða og hefur þegar orðið og við gætum átt von á ef fram heldur sem horfir,” segir Jón Bjarki. Jón Bjarki segir mikilvægt að fólk hafi það í huga að staðan gæti versnað á næstu vikum og mánuðum. „Ég held að það sé alltaf mikilvægt af því að ef hlutirnir þróast með betri hætti heldur en útlit er fyrir núna, þá er það auðvitað glaðningur fyrir flest heimili, en það sem getur virkilega valdið þeim búsifjum er þegar greiðslubyrðin fer að ferða illviðráðanleg, þannig að það þarf alltaf fyrst og fremst að miða áætlanir við að hætta sé á verri þróun heldur en kannski spár gera ráð fyrir akkúrat núna.” Neytendur Húsnæðismál Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Húsnæðisliðurinn vegur þungt í þessu samhengi, og eftir sögulega lága vexti hér á landi, eru þeir farnir að hækka aftur. „Við áttum nú von á því að toppurinn væri eiginlega að koma núna í janúar. Okkar spá var upp á töluvert minni verðbólgu en raunin varð, þannig að við þurfum svolítið að stilla líkönin okkar aftur og fara yfirstöðuna. Verðbólga verður vafalítið umtalsverð og fer ekki að hjaðna að ráði fyrr en lengra líður á þetta ár,” segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Til að setja þessar hækkanir í samhengi mætti taka dæmi um 30 milljón króna óverðtryggt húsnæðislán, sem upphaflega var tekið á 3,4 prósenta breytilegum vöxtum. Þar hefur greiðslubyrði farið úr 114 þúsund krónum í um 134 þúsund,. Ef vextir hækka um eitt prósent til viðbótar yrðu mánaðarlegar afborganir 154 þúsund. Það þýðir að með hverri 0,25 prósenta hækkun, hækkar lánið um fimm þúsund krónur á mánuði. Á ársgrundvelli yrði þetta tæplega 500 þúsund króna hækkun. Fá fordæmi fyrir viðlíka hækkunum „Það er svolítið nýtt í okkar umhverfi að vaxtakjörin á íbúðalánunum séu að versna, eða að vextirnir á þeim séu að hækka. Þannig að við höfum í raun ekki mörg fordæmi þar um. En þetta er vissulega allhröð hækkun sem er að verða og hefur þegar orðið og við gætum átt von á ef fram heldur sem horfir,” segir Jón Bjarki. Jón Bjarki segir mikilvægt að fólk hafi það í huga að staðan gæti versnað á næstu vikum og mánuðum. „Ég held að það sé alltaf mikilvægt af því að ef hlutirnir þróast með betri hætti heldur en útlit er fyrir núna, þá er það auðvitað glaðningur fyrir flest heimili, en það sem getur virkilega valdið þeim búsifjum er þegar greiðslubyrðin fer að ferða illviðráðanleg, þannig að það þarf alltaf fyrst og fremst að miða áætlanir við að hætta sé á verri þróun heldur en kannski spár gera ráð fyrir akkúrat núna.”
Neytendur Húsnæðismál Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16