Helgi Már: Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi Sverrir Mar Smárason skrifar 28. janúar 2022 20:50 Helgi Már Magnússon (til hægri) og Jakob Sigurðarson, þjálfarar KR. Vísir/Elín Björg KR vann virkilega öflugan tveggja stiga sigur, 83-81, á Grindavík er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild Karla í körfubolta í kvöld. KR hafði tapað stórt gegn Breiðablik í umferðinni á undan og sigurinn því sætur, sérstaklega þar sem sigurkarfan kom ekki fyrr en sekúndu fyrir leikslok. „Nei þetta verður varla sætara. Við þurftum að hafa fyrir hverju einasta stigi hérna í kvöld og bara þvílíkur kraftur í drengjunum og bara allt annað að sjá til þeirra heldur en í síðasta leik. Ég var mjög ánægður með kraftinn. Sérstaklega í byrjun þar sem við litum mjög vel út, vorum að hitta skotum og annað slíkt. Svo kom smá hik í þetta sem er bara eðlilegt því Dani var bara að lenda, Carl Allen er búinn að vera hérna í smá stund og við erum búnir að vera í miðju Covid veseni æfingalega séð þannig við erum ekki almennilega komnir í neinn ‚rythma‘. Þeir vita ekki alveg hvar þeir eiga að finna skotin sín og svoleiðis.“ sagði Helgi Már, þjálfari KR, strax að leik loknum. Liðin skiptust á að leiða í leiknum og var staðan í hálfleik 37-46 Grindavík í vil. Helgi Már talaði vel við sína menn í hálfleik. „Í hálfleik töluðum við náttúrulega um að við yrðum að stoppa Ivan í sóknarfráköstunum. Þeir voru alveg að drepa okkur þar og þar fannst mér munurinn liggja og ég held að hann hafi ekki tekið sóknarfrákast í seinni hálfleiknum. Ég er ótrúlega ánægður með það því hann er algjör skepna og frábær leikmaður,“ sagði Helgi. Í síðari hálfleik spiluðu KR-ingar vel og komust, um miðjan 4. leikhluta, sex stigum yfir. Þeir síðan hleyptu Grindavík aftur inn í leikinn áður en Adama Darbo náði að skora úr síðasta skoti leiksins. „Það kom smá fát á okkur og sama bara, menn eru aðeins að finna sig í þeim hlutverkum sem þeir eiga að vera í. Við köstuðum boltanum tvisvar frá okkur á óþarfa hátt. Maður á bara að klára sóknir með skoti og lifa svo bara með því hvort það fari ofaní eða ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en svona leikir eru gulls ígildi þegar líða fer á tímabilið, að fá smá reynslu á þetta og hvað við þurfum að gera til að fá góð skot. Gríðarlega mikilvægt að vinna og líka svona heimaleik. Við erum að fara á Krókinn á mánudag og Njarðvík í lok næstu viku. Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi,“ sagði Helgi um lokamínútur leiksins. KR liðið hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum en hafa einnig bætt við Finnskum leikmanni. Glugginn lokar innan skamms og segir Helgi að KR sé í leit að Kana. „Við erum að reyna að sækja kana og það er búið að ganga brösulega. Það skýrist og þið fáið að vita það allavega á sunnudaginn þegar það lokar svo við sjáum hvernig þetta fer.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Nei þetta verður varla sætara. Við þurftum að hafa fyrir hverju einasta stigi hérna í kvöld og bara þvílíkur kraftur í drengjunum og bara allt annað að sjá til þeirra heldur en í síðasta leik. Ég var mjög ánægður með kraftinn. Sérstaklega í byrjun þar sem við litum mjög vel út, vorum að hitta skotum og annað slíkt. Svo kom smá hik í þetta sem er bara eðlilegt því Dani var bara að lenda, Carl Allen er búinn að vera hérna í smá stund og við erum búnir að vera í miðju Covid veseni æfingalega séð þannig við erum ekki almennilega komnir í neinn ‚rythma‘. Þeir vita ekki alveg hvar þeir eiga að finna skotin sín og svoleiðis.“ sagði Helgi Már, þjálfari KR, strax að leik loknum. Liðin skiptust á að leiða í leiknum og var staðan í hálfleik 37-46 Grindavík í vil. Helgi Már talaði vel við sína menn í hálfleik. „Í hálfleik töluðum við náttúrulega um að við yrðum að stoppa Ivan í sóknarfráköstunum. Þeir voru alveg að drepa okkur þar og þar fannst mér munurinn liggja og ég held að hann hafi ekki tekið sóknarfrákast í seinni hálfleiknum. Ég er ótrúlega ánægður með það því hann er algjör skepna og frábær leikmaður,“ sagði Helgi. Í síðari hálfleik spiluðu KR-ingar vel og komust, um miðjan 4. leikhluta, sex stigum yfir. Þeir síðan hleyptu Grindavík aftur inn í leikinn áður en Adama Darbo náði að skora úr síðasta skoti leiksins. „Það kom smá fát á okkur og sama bara, menn eru aðeins að finna sig í þeim hlutverkum sem þeir eiga að vera í. Við köstuðum boltanum tvisvar frá okkur á óþarfa hátt. Maður á bara að klára sóknir með skoti og lifa svo bara með því hvort það fari ofaní eða ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en svona leikir eru gulls ígildi þegar líða fer á tímabilið, að fá smá reynslu á þetta og hvað við þurfum að gera til að fá góð skot. Gríðarlega mikilvægt að vinna og líka svona heimaleik. Við erum að fara á Krókinn á mánudag og Njarðvík í lok næstu viku. Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi,“ sagði Helgi um lokamínútur leiksins. KR liðið hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum en hafa einnig bætt við Finnskum leikmanni. Glugginn lokar innan skamms og segir Helgi að KR sé í leit að Kana. „Við erum að reyna að sækja kana og það er búið að ganga brösulega. Það skýrist og þið fáið að vita það allavega á sunnudaginn þegar það lokar svo við sjáum hvernig þetta fer.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00