„Þetta er spennandi og stórt verkefni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 12:07 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur verið orðuð við formannsstöðu SÁÁ eftir afsögn Einars Hermannssonar í vikunni. Hún staðfestir að aðilar innan samtakanna hafi komið að máli við sig varðandi formannsstöðuna. Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í vikunni eftir að sagt var frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Þetta er annað stóra málið sem kemur upp hjá samtökunum á síðustu vikum en um miðjan janúar var greint frá því að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefði krafið SÁÁ um tæpar 175 milljóna endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga. Það mál er nú til rannsóknar. Gustað hefur um SÁÁ á undanförnum vikum.Vísir/Vilhelm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram. Hún á sæti í aðalstjórn SÁÁ. „Fólk innan samtakanna sem er áhugasamt um þessi mál hefur talað við mig. Ég er bara að hugsa mitt mál og ætla að taka mér minn tíma. Þetta er spennandi og stórt verkefni,“ sagði Þóra Kristín. Hún sagði að ekki væri búið að boða til aðalfundar samtakanna og að formaður væri kosinn þar. „Ef til þess kemur mun ég bjóða mig fram á aðalfundi og leggja það í dóm félagsmanna hvort þeir vilji mig í þetta embætti,“ sagði Þóra og bætti við að mögulega þyrfti að gera ákveðnar breytingar innan samtakanna. „Mögulega myndi ég gera breytingar. Ég myndi væntanlega ekki starfa þarna innanhúss heldur þætti mér eðlilegra að ráða framkvæmdastjóra sem myndi starfa undir formanni og stjórn samtakanna að þeim breytingum sem þurfa að fara í hönd.“ Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Fíkn Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í vikunni eftir að sagt var frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Þetta er annað stóra málið sem kemur upp hjá samtökunum á síðustu vikum en um miðjan janúar var greint frá því að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefði krafið SÁÁ um tæpar 175 milljóna endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga. Það mál er nú til rannsóknar. Gustað hefur um SÁÁ á undanförnum vikum.Vísir/Vilhelm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram. Hún á sæti í aðalstjórn SÁÁ. „Fólk innan samtakanna sem er áhugasamt um þessi mál hefur talað við mig. Ég er bara að hugsa mitt mál og ætla að taka mér minn tíma. Þetta er spennandi og stórt verkefni,“ sagði Þóra Kristín. Hún sagði að ekki væri búið að boða til aðalfundar samtakanna og að formaður væri kosinn þar. „Ef til þess kemur mun ég bjóða mig fram á aðalfundi og leggja það í dóm félagsmanna hvort þeir vilji mig í þetta embætti,“ sagði Þóra og bætti við að mögulega þyrfti að gera ákveðnar breytingar innan samtakanna. „Mögulega myndi ég gera breytingar. Ég myndi væntanlega ekki starfa þarna innanhúss heldur þætti mér eðlilegra að ráða framkvæmdastjóra sem myndi starfa undir formanni og stjórn samtakanna að þeim breytingum sem þurfa að fara í hönd.“
Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Fíkn Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57