„Þetta er spennandi og stórt verkefni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 12:07 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur verið orðuð við formannsstöðu SÁÁ eftir afsögn Einars Hermannssonar í vikunni. Hún staðfestir að aðilar innan samtakanna hafi komið að máli við sig varðandi formannsstöðuna. Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í vikunni eftir að sagt var frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Þetta er annað stóra málið sem kemur upp hjá samtökunum á síðustu vikum en um miðjan janúar var greint frá því að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefði krafið SÁÁ um tæpar 175 milljóna endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga. Það mál er nú til rannsóknar. Gustað hefur um SÁÁ á undanförnum vikum.Vísir/Vilhelm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram. Hún á sæti í aðalstjórn SÁÁ. „Fólk innan samtakanna sem er áhugasamt um þessi mál hefur talað við mig. Ég er bara að hugsa mitt mál og ætla að taka mér minn tíma. Þetta er spennandi og stórt verkefni,“ sagði Þóra Kristín. Hún sagði að ekki væri búið að boða til aðalfundar samtakanna og að formaður væri kosinn þar. „Ef til þess kemur mun ég bjóða mig fram á aðalfundi og leggja það í dóm félagsmanna hvort þeir vilji mig í þetta embætti,“ sagði Þóra og bætti við að mögulega þyrfti að gera ákveðnar breytingar innan samtakanna. „Mögulega myndi ég gera breytingar. Ég myndi væntanlega ekki starfa þarna innanhúss heldur þætti mér eðlilegra að ráða framkvæmdastjóra sem myndi starfa undir formanni og stjórn samtakanna að þeim breytingum sem þurfa að fara í hönd.“ Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Fíkn Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í vikunni eftir að sagt var frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Þetta er annað stóra málið sem kemur upp hjá samtökunum á síðustu vikum en um miðjan janúar var greint frá því að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefði krafið SÁÁ um tæpar 175 milljóna endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga. Það mál er nú til rannsóknar. Gustað hefur um SÁÁ á undanförnum vikum.Vísir/Vilhelm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram. Hún á sæti í aðalstjórn SÁÁ. „Fólk innan samtakanna sem er áhugasamt um þessi mál hefur talað við mig. Ég er bara að hugsa mitt mál og ætla að taka mér minn tíma. Þetta er spennandi og stórt verkefni,“ sagði Þóra Kristín. Hún sagði að ekki væri búið að boða til aðalfundar samtakanna og að formaður væri kosinn þar. „Ef til þess kemur mun ég bjóða mig fram á aðalfundi og leggja það í dóm félagsmanna hvort þeir vilji mig í þetta embætti,“ sagði Þóra og bætti við að mögulega þyrfti að gera ákveðnar breytingar innan samtakanna. „Mögulega myndi ég gera breytingar. Ég myndi væntanlega ekki starfa þarna innanhúss heldur þætti mér eðlilegra að ráða framkvæmdastjóra sem myndi starfa undir formanni og stjórn samtakanna að þeim breytingum sem þurfa að fara í hönd.“
Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Fíkn Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57